Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 10

Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 10
 „Stefna skólans er að halda skólagjöldum í lágmarki en það eru nokkur atriði sem valda því að við hækkum þau í haust. Hluti skýringarinnar er verðlags- þróun,“ segir Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, innt eftir því af hverju skólagjöld hækka umfram launa- og neyslu- vísitölu í haust. Svafa segir aðal- ástæðuna vera stóraukið framboð valnámskeiða, aukinn húsnæðis- kostnað og að 50 milljóna króna fasteignagjöld falli nú á skólann árlega í fyrsta skipti vegna breyt- inga á innheimtu slíkra gjalda. Skólagjöld í grunnnámi hækka á næstu haustönn úr 110 þúsund krónum í 128 þúsund krónur. Svafa segir gjöldin hækka um fimm pró- sent umfram verðlagsþróun en bendir á að skólagjöldin séu í raun mjög lág samanborið við aðra íslenska skóla. „Ég vil líka skoða skólagjöldin hjá okkur í ljósi þess hvað nemendur fá í staðinn fyrir þann kostnað sem þeir leggja í.“ Svafa nefnir sem dæmi að nýút- skrifuðum stúdentum frá HR bjóðist afar góð laun að námi loknu. „Allt námið borgar sig upp eftir nokkurra mánaða starf úti í atvinnulífinu.“ Samkvæmt ósk formanna nem- endafélaganna í skólanum hefur nú þegar verið ákveðið að upplýs- ingagjöf til nýnema um skólagjöld og mögulega þróun þeirra á náms- tímanum verði komið til skila strax við upphaf náms. Gjöldin lág miðað við ágóða Magntollar upp á jafnvel nokkur hundruð krónur kílóið falla niður á 800 tonn- um af innfluttu kjöti þegar land- búnaðarráðuneytið auglýsir toll- kvótana í byrjun mars. Guðmundur B. Helgason ráðuneytisstjóri telur að þessi niðurfelling eigi að skila sér í lægra verði til neytenda. Landbúnaðarráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sem veitir honum ótvíræðar heimildir til að úthluta tollkvótunum, sem sam- komulagið við ESB kveður á um, og er búist við að frumvarpið verði samþykkt í lok febrúar. Guðmund- ur segir að frumvarpið tryggi hnökralausa framkvæmd í ráðu- neytinu frá 1. mars. Þegar frumvarpið hefur verið samþykkt verða tollkvótarnir aug- lýstir og þeim úthlutað. Þetta ferli segir Guðmundur að taki nokkra daga, ekki vikur. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að mikil eftir- spurn geti saxað á þann ávinning sem niðurfelling magntolla geti skilað en vill ekki nefna neina ákveðna hlutfallslækkun. „Framkvæmdin verður að leiða í ljós með hvaða hætti innflutn- ingsaðilar fara með þetta,“ segir hann og telur samninginn við ESB liggja ljósan fyrir. Hann hafi verið kynntur ríkisstjórninni og verði framkvæmdur af íslenskum stjórn- völdum samkvæmt efni sínu. Að öðru leyti þurfi ekki samþykki rík- isstjórnarinnar. Magntollarnir lækki verðið Lögregla hafði afskipti af tveimur bensínþjófum í fyrradag. Rúmlega þrítugur maður tók eldsneyti á bensínstöð í Vogahverfi og ók á brott án þess að greiða fyrir. Lögregla fór á heimili mannsins, sem bar við minnisleysi. Honum var gert að fara aftur á bensínstöðina og greiða 2.000 króna skuld sína. Hálfþrítugur maður lék sama leik á Vesturlandsvegi síðar um daginn. Lögreglumaður bar kennsl á hann og verður hann látinn borga 1.000 krónur fyrir bensínið. Þrír aðrir bensínþjófn- aðir eru til rannsóknar. Bensínþjófar á ferð í borginni Samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands vilja tæp 73 prósent svarenda að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. En um 23 prósent segja að flokkarnir leggi nú þegar hæfilega áherslu á þennan málaflokk. Rúm fimm prósent sögðu að nú þegar væri lögð of mikil áhersla á þennan málaflokk. Um 800 manns svöruðu könnun- inni á aldrinum 16-75 ára. 73 prósent vilja umhverfismál- in á oddinn Þrír létust og nítján særðust í óeirðum sem brutust út í fangelsi í Venesúela á miðvikudag þegar tvær andstæðar klíkur fanga vopnaðir handsprengjum börðust um yfirráð í fangelsinu. Þjóðvarðliðar náðu tökum á ástandinu eftir að fimm hand- sprengjum hafði verið kastað samkvæmt tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Ofbeldi er algengt í yfirfull- um fangelsum í Venesúela þar sem um 20.000 fangar eru í 30 byggingum sem eiga að geta hýst 15.000. Börðust með handsprengjum Spennandi og viðburðarík Safnanótt í boði SPRON Dagskrána í heild og lista yfir söfn er að finna á vetrarhatid.is SPRON Skólavörðustíg er opinn á Safnanótt – skúlptúrsýning og æðislegur flamenco-dans. Safnastrætó ekur gestum frítt á milli safnanna á 20 mínútna fresti. Fyrsti vagn fer frá Þjóðminja- safni kl. 19:00. Safnanótt, einn af hápunktum Vetrarhátíðar í Reykjavík, er í dag. Tuttugu og fjögur söfn í Reykjavík verða með fjölbreytta dagskrá frá kl. 19 til miðnættis og aðgangur er ókeypis. Taktu þátt í safn anæturleik og þ ú getur unnið ferð fyrir tvo til Parísar ása mt aðgöngu- miðum að hinu glæsilega listasa fni Louvre og 100.000 kr. í fer ðagjaldeyri frá S PRON. Þú gætir séð Mó nu Lísu! Jón Loftsson, skóg- ræktarstjóri ríkisins, segir að framkvæmdin sé „alveg klárlega lögbrot“. Skipti þá engu hvort fyrrverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur hafi gefið óformlegt samþykki fyrir framkvæmdunum eða ekki. Kæran komi ekki Skógrækt Reykjavíkur við, nema að litlu leyti. „Málið er að ef þú ætlar að rjóðurfella skóg þá þarftu, sam- kvæmt lögum, að fá umsögn Skóg- ræktar ríkisins,“ segir Jón. Eins sé með tilmæli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra um að kæra ekki fyrr en fullreynt sé með bætur. „Menn geta náð saman um einhverjar bætur og að fresta kæru, en samt sem áður hafa skógræktarlög verið brotin og þú ferð ekki í svona aðgerð án samþykkis Skógræktar ríkisins,“ segir Jón. Raskið hafi verið „svo yfirþyrmandi að við ákváðum að segja hingað og ekki lengra“. Í kæru Skógræktarinnar kemur fram að talið sé að allt að 700 tré hafi verið felld, til dæmis um 300 þriggja til fjögurra metra háar stafafurur. Skógrækt ríkisins telur fram- kvæmd Kópavogsbæjar og Klæðn- ingar ehf. brjóta í bága við 6. og 7. grein skógræktarlaga. Þar stend- ur að „ekkert svæði [megi] rjóður- fella nema með samþykki skóg- ræktarstjóra“. Einnig stendur í lögunum að „bannað [sé] að stinga upp og flytja á brott tré [...] án leyfis skógræktarstjóra eða skógar- varða“. Segir í kærunni að framkvæmd- araðilar í Heiðmörk hafi ekki leit- að samþykkis lögbundinna aðila til að fá að stinga upp og fjarlægja trén. Skógræktarstjóri og skógar- verðir hafi ekki veitt leyfi fyrir framkvæmdunum, hvorki nýverið né á skipulagsstigi framkvæmd- arinnar. Framkvæmd fer fyrir dóm Skógrækt ríkisins hefur kært umdeilda framkvæmd Kópavogsbæjar í Heiðmörk fyrir brot á skógræktar- lögum. Telur allt að sjö hundruð tré hafa verið felld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.