Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 13
Bæjarráð
Sandgerðis hefur hafnað erindi
Samtaka hernaðarandstæðinga um
að bætast í hóp sveitarfélaga sem
hafa friðlýst svæði sín fyrir
kjarnorkuvopnum og krefjast
útrýmingar þeirra í heiminum.
Meirihluti K- og D-lista í ráðinu
hafnaði erindinu en Ólafur Þór
Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylk-
ingar og óháðra, lét bóka að hann
teldi tímabært að Sandgerði
bættist á lista samtakanna.
Hafnar kjarn-
orkuandstöðu
Gæsluvarðhald yfir
þremur Íslendingum sem
grunaðir eru um að hafa staðið að
innflutningi á tæpum 700
grömmum af kókaíni fyrir
skömmu var á miðvikudag
framlengt um viku. Tvær konur á
fimmtugsaldri voru handteknar
með efnin falin innanklæða og
innvortis. Í kjölfarið var karl á
þrítugsaldri handtekinn í
tengslum við málið.
Að sögn Eyjólfs Kristjánsson-
ar, fulltrúar lögreglustjórans á
Suðurnesjum, liggur styrkleiki
efnisins ekki fyrir en niðurstöðu
greiningar er að vænta fljótlega.
Fleiri hafa ekki verið handteknir
vegna málsins en rannsókn þess
stendur yfir.
Áfram í haldi
Umhverfisstofnun
hefur samið við umhverfissamtök-
in Bláa herinn á Suðurnesjum um
að hreinsa upp olíumengaða
þarann sem fannst við strandstað
Wilson Muuga í Hvalsnesfjöru.
Tómas Knútsson, formaður Bláa
hersins, segir að olíumenguðum
þaranum verði mokað upp um
helgina.
„Ég ætla að fá með mér þrjá til
fjóra menn úr Björgunarsveitinni
í Sandgerði. Við byrjum á því að
þrífa upp þennan olíublauta þara.
Við höfum fengið kör á staðinn og
ætlum að hreinsa hann.“
Mokar upp
olíuþaranum