Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 22

Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 22
greinar@frettabladid.is Fullyrðingar Þorvalds Gylfason-ar prófessors um ójöfnuð á Íslandi eru hraktar í nýrri skýrslu Evrópusambandsins um lífskjör og tekjudreifingu, sem nálgast má á heimasíðu hagstofunnar. Þar kemur fram, að tekjuskipting á Íslandi var árið 2004 ein hin jafnasta í Evrópu. Þrjú ríki voru með jafnari tekjuskiptingu, 27 með ójafnari. Í samanburði milli landa hafði Þorvaldur gert vonda villu. Hann hafði reiknað með söluhagnaði af hlutabréfum og verðbréfum í tölum fyrir Ísland, en þessum stærðum er jafnan sleppt í tölum fyrir önnur lönd. Flóknara var það ekki. En þegar eitthvað er rekið ofan í Þorvald, leiðréttir hann það ekki, heldur skiptir um umræðuefni. Hér í blaðinu í gær bölsótast hann yfir Sjálfstæðisflokknum. Nú fullyrðir hann á heimasíðu sinni, að Landsbankinn og Búnaðarbank- inn hafi verið seldir „á undir- verði“. Bankarnir stundi vaxta- okur vegna vangetu hinna nýju eigenda. Til marks um það sýnir Þorvaldur línurit um, hvernig vaxtamunur inn- og útlána hafi stóraukist eftir sölu bankanna og sé nú um 15%. Einnig getur þar að líta línurit um neikvæða innláns- vexti á sparisjóðsbókum. Þar eð bankarnir græða vel um þessar mundir, er jarðvegur frjósamur fyrir ásakanir sem þessar. Sumir trúa því, að eins gróði hljóti ætíð að vera annars tap, og þau Guðmundur Ólafsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa í sjónvarpi bergmálað orð Þorvalds. En tölur Þorvalds um vaxtaokur virðast fengnar með svipuðum brellum og tölurnar um ójöfnuð. Svo er að sjá sem hann dragi innlánsvexti á sparisjóðsbókum frá útlánsvöxtum á skammtíma- lánum (60 daga víxlum). Þannig fær hann sinn 15% vaxtamun. Þetta er fráleit reikningsaðferð, enda er aðeins 1,5% innlána geymt á sparisjóðsbókum og meginþorri allra útlána til heimila (um 85%) er húsnæðislán, ekki skammtíma- lán. Samkvæmt viðurkenndri reikningsaðferð, sem Seðlabank- inn notar, er vaxtamunur inn- og útlána á Íslandi nú 1,9% og hefur lækkað talsvert síðustu ár. Hann var til dæmis 3,3% árið 2001, ári áður en gengið var frá sölu bankanna. (Þessi vaxtamunur er reiknaður sem munurinn á heildarvaxtatekjum og heildar- vaxtagjöldum bankanna í hlutfalli af meðaltali niðurstöðu efnahags- reikninga þeirra í upphafi og lok árs.) Önnur leið til að gera sér grein fyrir vaxtamun er að reikna út, hvað vaxtatekjur eru stórt hlut- fall af hagnaði bankanna. Þetta hlutfall hefur hrapað úr 666% árið 1995 í 77% árið 2004. Það segir sitt, að maður, sem leitar með logandi ljósi að einhverju misjöfnu um bankana, skuli veifa vöxtum á sparisjóðs- bókum, en horfa fram hjá vöxtum á 98,5% innlána. Raunar vita langflestir Íslendingar af eigin reynslu, að vaxtakjör hafa batnað. Áður gátu menn aðeins fengið verðtryggð húsnæðislán frá Íbúða- lánasjóði og lífeyrissjóðum á 6-7% vöxtum. Nú bjóða viðskiptabank- arnir verðtryggð húsnæðislán á tæplega 5% vöxtum. Hitt er annað mál, að vaxtamunur milli Íslands og útlanda er mikill, vegna þess að Seðlabankinn krefst hárra vaxta á peningum til viðskiptabankanna, svo að verðbólga hjaðni. Það merkir, að vextir eru háir á Íslandi jafnt á innlánum og útlánum, ekki, að vaxtamunur inn- og útlána sé hér mikill. Vegna aðdróttana Þorvalds um sölu bankanna verður síðan að rifja upp, að reynt var að fá erlenda aðila til að kaupa ráðandi hluti í bönkunum haustið 2001. Þeir höfðu ekki áhuga. Sumarið 2002 barst óvænt boð um viðræð- ur um kaup á ráðandi hlut í Landsbankann frá Björgólfi Guðmundssyni og fleirum, sem höfðu efnast í Rússlandi. Þá var ákveðið að auglýsa þennan hlut til sölu, og bárust þrjú fullnægjandi tilboð. Ákveðið var að ráði HSBC, eins virtasta fjármálafyrirtækis heims, að taka tilboði Björgólfs og félaga, enda gætu þeir best sýnt fram á greiðslugetu. Ríkisendur- skoðun fór vandlega yfir söluna og taldi ekkert athugavert. Raunar kom í ljós, þegar endur- skoðunarstofan KPMG rannsakaði bankann eftir kaupin, að ekki hafði nægilegt fé verið lagt í afskriftasjóð, og var verðið til þeirra Björgólfs lækkað fyrir vikið. Í árslok 2003 gerði Ríkis- endurskoðun aðra skýrslu að kröfu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um sölu nokk- urra ríkisfyrirtækja, þar á meðal Landsbankans og Búnaðarbank- ans, og fann þar ekkert ámælis- vert heldur. Viðskiptabankarnir hafa dafnað vonum framar, fært út kvíarnar til Evrópu og grætt á tá og fingri. Það er ekki fé, sem almenningur hefur orðið af, eins og Þorvaldur Gylfason virðist trúa, heldur fé, sem hefði ekki orðið til, hefðu bankarnir ekki verið seldir. Talnabrellur um banka Deilurnar um vernd náttúrunnar eða nýt-ingu halda áfram að harðna. Enda skyldi engan undra eftir framgang stjórnarflokkanna í þessum málum á undanförnum árum. Nú er komið nóg. Það þarf að staldra við. Fresta fram- kvæmdum, koma lagi á efnahagsmálin og kort- leggja náttúruna með tilliti til framtíðarinnar. Í gær var ég með umræðu utan dagskrár við umhverfisráðherra um fyrirhugaðar virkjanafram- kvæmdri í neðri Þjórsá. Það var hressileg umræða og ólík sjónarmið tókust á. Landsvirkjun stefnir nú á að byggja þrjár virkjan- ir í neðri hluta Þjórsá. Að mínu mati er kominn tími til að staldra við, fresta stóriðjuframkvæmdum og freista þess að vinna að sátt á milli sjónarmiða nýting- ar og náttúruverndar. Hér er um að ræða virkjanir í byggð og vakna því eðlilega spurningar um pólitískt og siðlegt réttmæti þess að taka eignarlönd fólks eign- arnámi vegna virkjana fyrir stóriðju. Þar blasir stærsta spurningin við: Rúmar eignar- námsheimild laganna um eignarnám í almannaþágu slíkan gjörning. Ég held ekki. Því hlýtur að vera spurt hvort að það sé ekki óeðlileg valdbeiting að taka eign- arlönd og heimili fólks eignarnámi til að ríkis- fyrirtæki geti framleitt rafmagn til stóriðju. Eignarnám er nauðvörn yfirvalda gegn ein- staklingum sem vilja standa í vegi fyrir almannahagsmunum. Varla verður séð að brýnir almannahagsmunir krefjist að þesslags hörku og pólitísku ofbeldi sé beitt gegn íbúum við Þjórsá. Jafnvel mætti leiða að því rök að það séu brýnir almannahagsmunir að ekki verði ráðist í þessar framkvæmdir í núverandi efnahagsumhverfi. Efnahagsleg rök eru and- stæð nýtingu Þjórsárvirkjana eins og staðan er í dag – það þarf að kæla hagkerfið t.d. til að skapa rými fyrir stórátak í samgöngu- og fjarskiptamálum. Náttúra Íslands er ekki aðeins rík af auðlindum í hefðbundnum skilningi heldur eru öræfi landsins, fljót, fossar, jöklar, hverir og dalir í óendanlegum lit- brigðum sínum og fjölbreytileika verðmæt auðlind í sjálfu sér. Samfylkingin leggur til að frekari stóriðju- áformum verði slegið á frest. Nú eigum við að leggja áherslu á Nýja atvinnulífið, hátækni- og þekkingar- iðnað ásamt nýsköpun í ferðaþjónustu og hefðbundnu atvinnugreinunum, sjávarútvegi og landbúnaði. Ráðumst í náttúruvernd á nýjum grunni. Það er kjarni málsins. Höfundur er alþingismaður. Náttúruvernd á nýjum grunni Það segir sitt, að maður, sem leitar með logandi ljósi að ein- hverju misjöfnu um bankana, skuli veifa vöxtum á spari- sjóðsbókum, en horfa fram hjá vöxtum á 98,5% innlána. S amfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Markmið- ið með Samfélagsverðlaununum er að draga fram í dags- ljósið brot af öllum þeim kærleiksverkum sem unnin eru í samfélaginu á hverjum degi. Kastljósinu er beint að öllu því fólki sem dag hvern leggur áþreifanlega sinn skerf til þess að bæta samfélag okkar og vinnur verk sín iðulega í hljóði. Samfélagsverðlaunin eru nú veitt öðru sinni þannig að segja má að þau séu að festast í sessi sem árlegur viðburður. Í fyrra komu sjálf Samfélagsverðlaunin í hlut Forma, samtaka sem vinna að því að liðsinna átröskunarsjúklingum. Alma Dröfn Geirdal, annar tveggja forráðamanna samtakanna, lýsir því í viðtali hér í blaðinu í dag að Samfélagsverðlaununum hafi fylgt mikil viðurkenning í samfélag- inu á því starfi sem samtökin standa að. Það er gott til þess að vita að viðurkenning á borð við Samfélagsverðlaunin geti orðið góðu mál- efni til framdráttar. Verðlaunin eru í ár veitt í fimm flokkum, auk heiðursverðlauna. Flokkarnir fimm nefnast Hvunndagshetja, Uppfræðari ársins, Framlag til æskulýðsmála, Til atlögu gegn fordómum og svo sjálf Samfélagsverðlaunin. Alls voru átján einstaklingar og samtök tilnefnd til verðlaunanna. Hópurinn er fjölbreyttur og víða að úr samfélaginu og endurspeglar þannig vel margbreytileika íslensks samfélags. Fréttablaðið er stolt af Samfélagsverðlaununum vegna þess að veiting þeirra varpar ljósi á brot af öllu því uppbyggilega og skemmtilega sem á sér stað í samfélaginu. Sömuleiðis er ánægjulegt að geta orðið góðri og þarflegri starfsemi að liði. Ástæða er til að þakka þeim sem komu að dómnefndarstörfum sérstaklega fyrir þeirra framlag til Samfélagsverðlauna Frétta- blaðsins. Alma Dröfn Geirdal, forsvarsmaður Forma-samtakanna, sat í dómnefndinni ásamt Gísla Marteini Baldurssyni borgarfull- trúa, Hildi Petersen, stjórnarformanni Sparisjóðs Reykjavíkur, og Svanfríði Jónasdóttur, bæjarstjóra á Dalvík. Einnig skal öllum þeim fjölmörgu lesendum sem lögðu Sam- félagsverðlaununum lið með því að senda inn tilnefningar þakkað sitt framlag. Um leið og verðlaunahöfum er óskað til hamingju með að hafa hlotið Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins er rétt að ítreka að allir hinir átján tilnefndu hefðu svo sannarlega einnig verið verðlaun- anna verðugir. Framlag þessa hóps til að gera íslenskt samfélag enn betra verður seint fullþakkað. Mikilvægt fram- lag verðlaunað Fréttablaðið er stolt af Samfélagsverðlaununum vegna þess að veiting þeirra varpar ljósi á brot af öllu því upp- byggilega og skemmtilega sem á sér stað í samfélaginu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.