Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 26

Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 26
Öfugt við óstaðfestar fregnir í Séðu og heyrðu fara leikarar í Þjóðleikhúsinu ekki út að borða á Hótel Holt í hvert mál. Þeir borða þess í stað í Málarasalnum. Þegar litið var inn á æfingu á verkinu Legi í Þjóðleikhúsinu var verið að taka upp fagnaðarlæti og hvatningaróp sem nota á í sýning- unni. Ekki svo að skilja að búist sé við svo slæmum móttökum að spila þurfi klapp af bandi til að forðast vandræðalega þögn í upp- klappi. Þarna er á ferð bútur sem notaður verður í miðju leikriti þegar aðalpersónurnar, mæðgurn- ar Ingunn og Vala, berjast um hylli hins íslenska bachelors í beinni. „Þetta er nett klikkað verk enda er það Hugleikur Dagsson sem er höfundurinn,“ segir Valur Freyr Einarsson, einn af leikurum sýn- ingarinnar. „Þetta er söngleikur og maður veit að þegar Hugleikur og tríóið Flís koma saman getur útkoman ekki verið neitt annað en einstök.“ Þegar fagnaðarlátunum var lokið var farið í mat þar sem kokk- arnir hafa eldað kjötbollur ofan í leikaraliðið. „Þeir voru hérna tveir handónýtir togarasjómenn sem elduðu ofan í okkur en þegar núverandi snillingar tóku við batn- aði maturinn til muna,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. Ekki hafðist upp á togara- sjómönnunum til að leyfa þeim að svara fyrir sig en kjötbollurnar voru ljúffengar. Matsalurinn kallast Málara- salurinn vegna þess að áður fyrr voru þar máluð leiktjöld og þau látin síga niður á stóra sviðið gegn- um gat í gólfinu. Gatið er nú horf- ið og matarborð komin í staðinn. „Matarlist og leiklist eiga vel saman og saddur leikari er sæll leikari,“ segir Friðrik Friðriksson, en hann leikur meðal annars hinn 18 ára Kalla sem er innsiglaður í plast vegna þess að hann er með fuglaflensu. „Ég hef verið svolítið fastur í þessum ungu hlutverkum en nú er ég búinn að setja met. Auk Kalla leik ég líka fóstrið í sýn- ingunni. Ég kemst eiginlega ekki lengra aftur í árum talið nema ég leiki sáðfrumu.“ Vissulega er saddur leikari sæll leikari, en er hann góður leikari? Gúffa þeir sig út af kvöldmat og velta svo inn á svið og leika Shake- speare? „Það fer náttúrlega allt eftir sýningu,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. „Maður hámar ekki í sig fyrir hádramat- íska sýningu þar sem maður legg- ur allt í tilfinningarnar. Það er hins vegar allt í lagi að fá sér að borða ef hlutverkið kallar ekki á mikið drama eða aksjón.“ Þegar matnum var lokið héldu leikarar aftur á svið, en síðustu augnablikin áður en Stefán Jóns- son leikstjóri hóf æfinguna aftur voru heimsmálin rædd. Það væri ekki í frásögur færandi ef sam- ræðurnar hefðu ekki farið fram undir risastórum móðurkviði sem haldið er uppi af þykkum stálarmi. Kjötbollur í Legi Hugleiks SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Við Fjöruborðið Eyrarbraut 3 • 825 Stokkseyri • S. 483 1550 www.fjorubordid.is • ifno@fjorubordid.is Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.