Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 32

Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 32
BLS. 2 | sirkus | 23. FEBRÚAR 2007 V ið höfum það alveg rosalega gott og það er alveg yndislegt að vera búin að fá hann heim,“ segir Friðrika Geirsdóttir fjölmiðlakona, sem eignaðist fyrirbura um miðjan nóvember á síðasta ári. Mæðginin eru nýlega komin heim eftir þriggja mánaða dvöl á vökudeild Landspítalans og sonurinn, sem hefur ekki enn fengið nafn, dafnar vel. Barnsfaðir Friðriku er Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, en þau standa nú í ströngu við að endurnýja og byggja við einbýlishús að Laufásvegi 68 sem þau keyptu á síðasta ári. „Hann er yndislegur og alveg eins og hugur manns,“ segir Friðrika en litli sonurinn fæddist eftir aðeins 25 vikna og þriggja daga meðgöngu og vó aðeins þrjár og hálfa mörk. Friðrika hafði ekki búist við neinum erfiðleik- um á meðgöngunni og varð því skiljanlega bylt við þegar sá litli vildi flýta sér í heiminn. „Auðvitað varð ég mjög hrædd og hálf varnarlaus. Læknarnir og starfsfólkið á vökudeildinni eru sem betur fer stórkostleg og algjörlega búin að halda í manni lífinu,“ segir Friðrika og bætir við að læknarnir segi að litli sonurinn sé að standa sig vel en hann hefði í rauninni átt að fæðast í gær. Aðspurð segist Friðrika ekki telja að sonurinn sé yngsti fyrirburi sem fæðst hefur á landinu en bætir við að hann sé samt algjört kraftaverkabarn. „Honum líður vel en það er hættulegt að fæðast fyrir tímann. Sem betur fer lítur allt samt voðalega vel út.“ KRAFTAVERKABARN Friðrika segir að sonurinn, sem er orðinn þriggja mánaða en hefði í raun átt að fæðast í gær ef allt hefði verið eðlilegt, sé algjört krafta- verkabarn. SIRKUSMYND/VALLI ALGJÖRT KRAFTA- VERKABARN FRIÐRIKA GEIRSDÓTTIR FÆDDI DRENG EFTIR AÐEINS 25 VIKNA MEÐGÖNGU „HANN ER YNDISLEGUR OG ALVEG EINS OG HUGUR MANNS.“ HEIMILI UNDANFARINNA MÁNAÐA Landspítalinn hefur verið heimili Friðriku og sonar hennar undanfarna þrjá mánuði og lofsamar hún starfsfólk vökudeildarinnar. Barn á leiðinni hjá Eyþóri Athafnamaðurinn og Hollywood-leikarinn Eyþór Guðjónsson og eiginkona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir, eiga von á barni á næstu dögum. Þetta er fyrsta barn þeirra saman en fyrir á Eyþór eitt barn og Ingibjörg tvö. Annars er það helst að frétta af Eyþóri að hann er að leita sér að blæjubíl fyrir sumarið og hefur sést á bílasölum bæjarins að skoða nokkra slíka. Fellur næsta vígi í Köben? Sirkus hefur heimildir fyrir því að íslenskir viðskiptamenn hyggist leggja til atlögu við eitt af ástsælustu kennileitum Dana á næstunni. Herma fregnir að Dani muni svíða það næstum jafnsárt og þegar Baugur keypti hin ástsælu vöruhús Magasin de Nord og Illum. Samningaviðræður eru í gangi þessa dagana og hlaupa upphæðirnar á milljörðum. Hafþór borgar ekki til baka Ferðalangarnir fjölmörgu sem voru snuðaðir um miða á stórleik Arsenal og Manchester United í janúar og stóðu eins og strandaglópar fyrir utan völlinn hafa enn ekki fengið endurgreidda miðana. Hafði sölumaðurinn Hafþór Sveinjónsson þó lofað að endurgreiða allt innan tveggja vikna. Hópnum ætti þó ekki að verða skotaskuld úr því að innheimta skuldina með einum eða öðrum hætti því í honum voru í það minnsta 24 lögfræðingar. r Þ etta er hið besta mál. Ég er ekki í vafa um að koma hans mun efla fótboltann á svæðinu. Við erum með lið hérna í fótbolt- anum, Ungmennafélag Flúða, og það hlýtur að vera búið að undirstinga hann með þetta,“ segir Svanhildur Pétursdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu Hrunamanna- hrepps, um þær fréttir að besti knattspyrnu- maður landsins, Eiður Smári Guðjohnsen, og sambýliskona hans Ragnhildur Sveins- dóttir hafi keypt 6,5 hektara landspildu af Rafni Jónssyni, flugmanni í Syðra-Langholti, í 15 mínútna akstursfjarlægð frá Flúðum nú um áramótin. Enginn bústaður er á spildunni sem þau skötuhjú festu kaup á en líklegt er að þau muni reisa þar veglegan bústað. Það er mikil hefð fyrir hestamennsku í Syðra-Langholti og ekki loku fyrir það skotið að Eiður Smári og Ragnhildur verði með hesta þarna fyrir sunnan. Ragnhildur og fjölskylda hennar eru mikið hestafólk og hafa hún og Eiður Smári nýtt hvert einasta tækifæri sem gefist hefur til útreiðartúra þegar þau hafa verið á landinu. Ekki fékkst uppgefið hversu mikið Eiður Smári og Ragnhildur borguðu fyrir spilduna en fasteignasalar, sem Sirkus ræddi við og eru kunnugir á svæðinu, töldu verðið á hektaranum geta hlaupið á 500 þúsund krónum upp í eina milljón. Það þýðir að spildan hefur kostað frá rúmum þremur milljónum upp í sex og hálfa milljón. Eiður Smári keypti 6,5 hektara spildu ATHVARF Á SUÐUR- LANDI Eiður Smári Guðjohnsen og sambýliskona hans Ragnhildur Sveinsdóttir hafa keypt spildu rétt fyrir utan Flúðir. Heyrst hefur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.