Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 36

Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 36
BLS. 6 | sirkus | 23. FEBRÚAR 2007 Það var troðfullt í Eurovisionpartíi á skemmtistaðnum Bistro á Laugavegi á laugardaginn. Þar sáust meðal annars skötuhjúin Geir Sveinsson, skólastjóri Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ, og Kastljóssdrottningin Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Vinkonurnar Heiða og Halla Vilhjálmsdóttir voru einnig á svæðinu sem og Friðrik Ómar, sem kíkti við áður en hann fór að skemmta á Hótel Íslandi. Hann virtist alveg vera búinn að jafna sig á því að hafa lent í öðru sæti á eftir Eiríki Haukssyni í Eurovision. Starfsfólk húsbúnaðarversl- unarinnar Habitat hélt árshátíð sína á laugardaginn. Þar var fyrst boðið upp á fordrykk í húsakynnum Habitat í Kópavogi áður en haldið var á Nordica í mat. Eftir það var síðan farið á skemmtistaðinn Domo og var annar eigendanna, Jón Arnar Guðbrands- son, hrókur alls fagnaðar á staðnum. Hverjir voru hvar P áll Óskar Hjálmtýsson stóð fyrir Eurovision-partíi á NASA á laugardagskvöldið ásamt Base Camp, skipuleggjendum forkeppni Eurovison, sem lauk þá um kvöldið. Fullt var út að dyrum og var stemning- in frábær. Rúmenski hjartaknúsarinn Mihai tók lagið sitt vinsæla Tornero við mikil fagnaðarlæti og Eiríkur Hauksson tók að sjálfsögðu framlag Íslendinga til Eurovision í ár, lagið „Ég les úr lófa þínum“ eftir Svein Rúnar Sigurðsson við texta Kristjáns Hreinssonar. Flestir þátttakendur í Eurovison-keppninni í Loftkastalan- um fyrr um kvöldið voru mættir á NASA auk þess sem kynnirinn og Kastljósdrottningin Ragnhildur Steinunn Jónsdóttur var á staðnum ásamt unnusta sínum Hauki Inga Guðnasyni. ELDHEIT EUROVISION- STEMNING Á NASA SÆTAR SÖNGKONUR Heiða, Regína Ósk og Halla Vilhjálms voru sætar saman á NASA. SIRKUSMYND/DANÍEL GESTGJAFINN Páll Óskar Hjálmtýsson var skipuleggjandi veislunnar á NASA og hélt uppi stuðinu með gömlum og nýjum Eurovision-lögum. SIRKUSMYND/DANÍEL BEIBIN FRÁ BÚKAREST Þessar tvær rúmensku þokkagyðjur mættu á NASA og vöktu aðdáun karlpeningsins á staðnum. SIRKUSMYND/DANÍEL HEILINN MINN Heiða virtist vera sátt þrátt fyrir að lag hennar og Dr. Gunna næði ekki einu af þremur efstu sætunum. Hér sést hún ásamt manni sínum Elvari Geir Sævarssyni á NASA. SIRKUSMYND/DANÍEL BROSIÐ BJARTA Bríet Sunna Valdemars- dóttir brosti breitt í félagsskap ungs manns sem gleymdi skyrtunni sinni heima. SIRKUSMYND/DANÍEL SIGURSÆLT SÖNGVASKÁLD Kristján Hreinsson (til hægri) átti texta við níu af þeim 24 lögum sem kepptu í Eurovision þetta árið. Hann átti textann við sigurlag Sveins Rúnars Sigurðssonar og fagnaði því vel á NASA ásamt vini sínum plötuútgefandanum Óttari Felix Haukssyni. SIRKUSMYND/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.