Fréttablaðið - 23.02.2007, Síða 38
BLS. 8 | sirkus | 23. FEBRÚAR 2007
Árið 2007 ætlar að verða
gott ár fyrir rokkarann Eirík
Hauksson. Hann verður
fulltrúi Íslands í Eurovision í
Helsinki í maí eins og flestum
er kunnugt og í apríl mun
hann byrja að búa á nýjan leik
með konunni sem hann
byrjaði með í kjallaratröppum
leikfimisalarins við Vogaskóla
fyrir rétt tæpum 32 árum.
Sirkus settist niður með Eiríki
og konu hans Helgu Guðrúnu
og ræddi um ástina sem
aldrei slokknaði.
„Ég held að hún Helga sé humarinn
minn,” segir Eurovision-farinn
Eiríkur Hauksson um konu sína
Helgu Guðrúnu Steingrímsdóttir en
þau hafa fundið ástina á nýjan leik
eftir skilnað og önnur sambönd þar
sem þau komust að því að grasið er
ekki alltaf grænna hinu megin við
lækinn. Þessa speki hefur Eiríkur
eftir Phoebe í þáttunum Friends.
„Hún var með þessa setningu: „Þú ert
humarinn minn“ og skýrði það út
þannig að humarinn velur sér maka
til lífstíðar. Þegar sá maki fellur frá þá
lifir humarinn, hvort sem hann er
karl- eða kvenkyns, einn til æviloka.
Nákvæmlega þannig líður mér,“ segir
Eiríkur.
Einn koss var nóg
Eiríkur og Helga Guðrún kynntust
sem unglingar í Vogahverfinu og hafa
verið nánast óaðskiljanleg undanfar-
in 32 ár. „Við kynntumst í gegnum
sameiginlega vini í partíum og ef ég
man rétt þá var það 10. mars í
kjallaratröppunum við leikfimissal-
inn í Vogaskóla sem ég stundi upp
„bónorðinu“ og spurði hvort við
ættum ekki bara að vera á föstu,“
segir Eiríkur og Helga hlær.
„Ég held að hún hafi stunið upp já
og ég hafi sagt: „Sjáumst á morgun“
og farið,“ segir Eiríkur og Helga bætir
við hlæjandi að þetta hafi verið á
mánudagskvöldi.
Aðspurð um allra fyrstu kynni segir
Helga þau hafa verið í Tónabæ síðla
árs 1974. „Ég var á dansgólfinu ásamt
vinkonum mínum og þá kemur
Eiríkur labbandi yfir dansgólfið úr
hinum enda salarins, kyssir mig beint
á munninn og labbar síðan burtu.
Þar með var ég fallin fyrir honum.
Hann var alveg rosalega sjarmer-
andi,“ segir Helga.
Eins og stráka er siður var það
útlitið og brjóstin hennar Helgu sem
heilluðu Eirík fyrst. „Það var með mig
eins og allra aðra stráka. Mér fannst
hún sæt og svo var hún með fagran
barm. Þegar ég fór að kynnast henni
þá var hún glaðlynd týpa og við
áttum mjög vel saman. Við höfum
aldrei rifist eins og hundur og köttur
en til þess að vera ekki bara að gorta
af því, þá hefur þögnin stundum
verið okkar óvinur,“ segir Eiríkur.
Rólegheit í Noregi
Helga og Eiríkur eiga tvær stelpur,
Hildi, sem er 26 ára, og Eyrúnu Helgu
sem er 19 ára. Þau giftust árið 1981
og eftir viðburðarík ár þar sem
Eiríkur sló í gegn sem poppsöngvari
með lögum eins og Gaggó vest og
Gull fluttu þau til Noregs árið 1988.
„Það var skrítið tímabil og við
hættum að fara út saman. Eiríkur var
alls staðar stoppaður og fékk hvergi
að vera í friði. Á vissan hátt var
gaman að því en það var yndislegt að
flytja út í rólegheitin til Noregs,“ segir
Helga.
Eríkur og Helga fluttu til Gressvik,
sem er lítill bær rétt utan við
Fredrikstad, og hafa búið þar síðan.
„Þetta er rólegur og vinalegur bær
þar sem okkur hefur liðið vel. Annars
hefðum við varla ílengst þar,“ segir
Helga og hlær.
Hún hefur starfað sem kennari í
bænum en Eiríkur hefur sinnt
tónlistinni og unnið á meðferðar-
heimili fyrir börn.
Gleymdu að rækta hjónabandið
En Noregsdvölin hefur ekki bara
verið dans á rósum því Eríkur og
Helga skildu árið 2001. Eftir 25 ára
samband virtist vera komið að
leiðarlokum hjá parinu sem allir
töldu vera hið fullkomna par.
„Þetta var mikið áfall fyrir vini
okkar og fjölskyldur. Við komumst að
því að margir höfðu haft okkur til
fyrirmyndar í sínum samböndum,
enda vorum við góð saman. Á
þessum tímapunkti vorum við hins
vegar komin í vandræði sem við
gátum ekki leyst úr,“ segir Helga og
Eiríkur bætir við að skilnaðarferlið
hafi tekið langan tíma.
„Þetta var ekki nein skyndiákvörð-
un. Við unnum í þessu allan seinni
hluta ársins 2000 og síðan áfram þar
til 1. mars 2001 þegar ég flutti út. Það
sem gerðist var fyrst og fremst þetta
klassíska. Við misstum sjónar á því
ÁSTFANGIN Það má glöggt sjá að Helga
Guðrún og Eiríkur eru ástfangin upp fyrir
haus. SIRKUSMYND/ANTON BRINK
EIRÍKUR HAUKSSON OG HELGA GUÐRÚN STEIN-
GRÍMSDÓTTIR BYRJUÐU SAMAN FYRIR 32 ÁRUM
„ÁSTIN HEFUR
ALDREI SLOKKNAГ
GÓÐ JÓLAGJÖF
Dæturnar
Hildur og Eygló
Helga gáfu
foreldrum
sínum
myndatöku í
jólagjöf árið
2005. Hér sést
fjölskyldan
bregða á leik í
þeirri
myndatöku.
MYND ÚR EINKASAFNI
„ÁSTIN HEFUR ALDREI
SLOKKNAÐ SÍÐAN VIÐ
KYNNTUMST FYRST. HÚN
LAGÐIST Í DVALA UM
HRÍÐ EN SLOKKNAÐI
ALDREI. OG GERIR ÞAÐ
EKKI ÚR ÞESSU.“
Eiríkur um Helgu
„Hún er frábær mamma og ég veit að dætur okkar taka
undir það. Hún er þolinmóð. Hún hefur sitt skap og ég hef
stundum kallað hana Steingrím litla en pabbi hennar heitir
Steingrímur og er mjög ákveðinn maður. Hann getur verið
fastur fyrir. Hún er þó fyrst og fremst ljúf og glaðlynd. Hún
laðar að sér fólk frá fyrstu kynnum. Síðan er hún mjög
falleg, sem er kostur. Ég er nú bara einu sinni strákur. Hún
er góður vinur og afskaplega skemmtilegur elskhugi. Það
sem er mikilvægast fyrir mig er að hún þekkir mig út og
inn, sem gerir það að verkum að ég get ekki verið með
neina stæla. Ég verð bara að vera eins og ég er því það
sést í gegnum mig í þessu sambandi.“
FRAMHALD Á SÍÐU 10