Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 44

Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 44
 TIPLAÐ Í SANDINUM Útbúnaðurinn fyrir strandferðina er allt annar en sá sem þarf í hið hversdagslega líf á Fróni. Því standa margir frammi fyrir því stuttu fyrir upphaf ferðar að eiga ekkert til fararinnar. Bikiníið kannski orðið hálf lúið, strandskórnir horfnir veg allrar veraldar og sólgleraugun brotin. Þó að gott sé að vera tímanlega í skipu- lagninu er ekki gott að fara of snemma af stað. Úrval bikinía í verslunum landsins í dag er lítið enda koma nýjustu vor- og sumarvörurnar ekki í búðir fyrr en eftir nokkrar vikur. Þó er alltaf hægt að finna eitthvað ef vel er leitað. - sgi 23. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið sumarferðir Til að blindast ekki af sólinni þarf góð sólgleraugu. Þessi fást í Puma-búðinni á Laugavegi. 11.990 kr. Ferðaskrifstofan Terra Nova býður annað árið í röð upp á ferðir til Golden Sands í Búlgaríu. Ferða- langar sem fóru þangað á vegum þeirra í fyrra gerðu góðan róm að aðbúnaði á staðnum og því hefur Terra Nova aukið úrval gististaða þar. Hægt er að velja um gistingu á íbúðahótelum eða í hótelher- bergjum þar sem val stendur um morgunmat, hálft fæði eða allt innifalið. Að sögn starfsmanna Terra Nova hafa Íslendingar uppgötvað ágæti þess að hafa fæði innifalið í ferðinni og æ fleiri velja nú hótel þar sem allt er innifalið. Búlgaría á sér langa og merkilega sögu en Golden Sands við Svartahafíð er góð baðströnd þar sem má finna bæði þægindi og afþreyingu. Terra Nova býður einnig upp á ferðir til Bibione á Ítalíu. Þar má gista í nýja íbúðahótelinu Planet- arium Village. Frá Bibione er stutt til Feneyja, Verona og fleiri fal- legra staða á Ítalíu. Þá má í nágrenni Bibione finna spennandi skemmtigarða eins og Gulliver- landia. Salou á Costa Dorada-strönd- inni skammt sunnan Barcelona er sívinsæll áfangastaður Terra Nova. Þar býður Terra Nova úrval gististaða og stórar íbúðir fyrir fjölskyldurnar. Ströndin er breið og aðgrunn, veitingastaðir, versl- anir og skemmtistaðir á hverju strái og stutt til Barcelona. Ofan við bæinn er Port Aventura- skemmtigarðurinn, sá stærsti á Spáni, en hann er í eigu Universal- kvikmyndaveranna. Að auki býður Terra Nova ferð- ir til Portoroz í Slóveníu, vikuferð- ir til Barcelona og flug tvisvar í viku til Parísar, München og Düsseldorf. Skemmtigarðar fyrir fjölskylduna Frá Bibione er stutt að fara til Feneyja, Verona og fleiri fallegra staða á Ítalíu. Golden Sands-ströndin á Búlgaríu. Sportleg á ströndinni. Bikiní svipuð þessum verða í vorlínunni hjá Puma á næstunni. Pum- búðin 6.990 kr. Túrkisblátt bikiní sem bundið er saman. Þetta sett er nýlega komið í sölu hjá Monsoon. Toppur: 1.599 kr. Buxur: 1.599 kr. Gott er að geta farið í eitthvað skjólmeira en bikiní þegar tölt er um strendur og strandbari. Þessi kjóll er kannski ekki sá skjólmesti en er sætur, léttur og mjúkur. Fæst í Knickerbox á útsölu, 2.339 krónur. Sandurinn getur verið heitur á ströndinni. Þá koma þessar töfflur að góðum notum. Mons- oon, 1.099 kr. Leyfishafi Ferðamálastofu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.