Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 46

Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 46
 23. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR8 fréttablaðið sumarferðir Flugferðir geta verið mjög mismunandi og fer það eftir ýmsu hvort þú njótir flugsins eða ekki. Til dæmis getur það verið alveg óþolandi að lenda í miðjusæti á milli fólks sem talar og talar um eitthvað sem þú hefur engan áhuga á. Eins getur verið þreytandi að sitja við hliðina á barni sem líður illa í vélinni og jafnvel grætur megnið af ferðalaginu. Hér koma nokkur ráð um hvernig þú getur tryggt þér sem þægi- legasta flugferð: 1. Skráðu þig inn snemma. 2. Ef þú ert einn á ferð og hitt- ir einhvern sem þú þekkir og er líka að ferðast einn skaltu stinga upp á því að þið sitjið saman. 3. Vertu kurteis við þann sem skráir þig inn og spurðu hvort vélin sé full. Ef fáir farþegar eru í vélinni geturðu valið þér sæti aftarlega og jafnvel feng- ið heila sætaröð út af fyrir þig. Spurðu líka hvort það séu einhver laus sæti með auka- plássi fyrir fætur. Einnig get- urðu athugað á kurteislegan hátt hvort það sé einhver möguleiki að vera færður upp um klassa. Það er aldrei að vita. 4. Ef þú ert ekki ánægður með sætið þitt getur verið gott að spjalla við flugfreyj- urnar um það. Hugsanlega eru laus sæti á betri stöðum í vélinni. 5. Svangur í fluginu? Ef þú spyrð fallega hvort það sé ein- hver afgangur af matnum eru allar líkur á að þú fáir meira. Það er alltaf afgangur. 6. Notaðu allt tiltækt til að gera sætið þitt notalegt, eins og púða, teppi, peysuna þína eða annað sem þú finnur. Sökktu þér svo ofan í bókina þína og hlustaðu á iPod-inn. Það gerir fólki erfiðara fyrir með að trufla þig. 7. Augnhlífar og eyrnatappar eru frábær tæki til að útiloka allt í kringum þig. 8. Ferðastu í þægilegum fötum en þó ekki stuttbuxum og stuttermabol því það getur verið kalt í vélinni á leiðinni. Flugráð Kínaklúbbur Unnar heldur í vor- ferð til Kína hinn 19. apríl. Ferðin tekur 22 daga. Farið verður til höfuðborgarinnar Peking og einnig skoðaðar borgirnar Xian, Guilin, Sjanghæ, Suzhou, Yangshuo og gengið á Kínamúrinn. Unnur Guðjónsdóttir skipu- leggur og leiðir ferðina að venju en hún er vel kunnug í Kína enda hefur hún farið þangað í á þriðja tug skipta. Nærri má geta að mikið ævin- týri bíði þeirra sem leggja leið sína til Kína með Unni en hún leggur mikið upp úr því að sýna fólki hið raunverulega Kína, ekki það Kína sem flestir ferðamenn fá að sjá. Nánari upplýsingar má nálgast á www.simnet.is/kinaklubbur. Til Peking með Kínaklúbbi Unnar Kínaklúbbur Unnar heldur í vorferð til Kína hinn 19. apríl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.