Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 48

Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 48
 23. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR10 fréttablaðið sumarferðir „Það sem er klárlega vinsælast hjá okkur núna er Orlando-ferð- irnar en þær hafa verið vinsælar líka yfir vetrartímann. Það er sá staður sem Íslendingar vilja ferð- ast til allt árið um kring,“ segir Hjörvar Sæberg Högnason, sölu- stjóri Icelandair, en Orlando er helsti sólarstaður félagsins. Icelandair mun auka flugáætl- un til Bandaríkjanna fyrir sumar- ið, bæði til Boston og New York. „Suma daga í sumar verða tvö flug á dag. Til dæmis verða tíu flug á viku til New York í sumar. Þá getum við ferjað nærri 380 farþega á dag,“ segir Hjörvar og bætir við að þar liggi helstu áherslur Icelandair fyrir sumar- ið. „Við bjóðum líka upp á þrjá nýja áfangastaði í sumar, sem eru Bergen, Gautaborg og Halifax en það hefur komið okkur verulega á óvart hve mikið er bókað til Berg- en og Gautaborgar. Allir þessir nýju áfangastaðir líta mjög vel út svo það verður spennandi að sjá hvernig það þróast. Annars erum við að fljúga allt að 162 ferðir til útlanda í hverri viku og það er nokkuð sem við höfum aldrei boðið upp á áður.“ Hjörvar segir að yfir sumar- tímann séu alltaf ákveðnir áfanga- staðir jafnvinsælir eins og flug og bíll í Þýskalandi. „Svo erum við með sumaráfangastaði eins og Mílanó, Madríd og Barcelona sem eru spennandi staðir fyrir fólk sem er að fara í sumarfrí. Þannig að allir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi hjá Ice- landair í sumar því við höfum aldrei boðið upp á jafnmarga og fjölbreytta áfangastaði,“ segir Hjörvar. - sig „Við erum með svolítið breitt úrval af ferðum því við erum bæði með rútuferðir um alla Evrópu og til Kanada, auk þess að vera með ævintýraferðir en við bjóðum ekki upp á beinar sólarlandaferðir,“ segir Hugrún Hannesdóttir hjá Bændaferðum. „Rútuferðirnar bókast mjög fljótt upp hjá okkur fyrir sumarið en við erum tölu- vert með hjólaferðir og göngu- ferðir sem eru mjög vinsælar núna,“ bætir hún við. „Fyrsta ferð- in okkar á þessu ári er til Kína í maí en þar er aðaltilgangurinn að hlaupa maraþon á Kínamúrnum. Þá eru fjórar vegalengdir í boði en inni í þeirri ferð er líka hjóla- ferð.“ Hugrún segir Bændaferðir bjóða upp á þrenns konar hjóla- ferðir að auki. „Ein ferð er innan Þýskalands, önnur í Austurríki og Slóveníu og sú þriðja í Austurríki og á Ítalíu en í þessum ferðum er reiknað með að hjóla 30-70 kíló- metra á dag á viku til tíu dögum.“ Gönguferðir í kringum Mont Blanc eru mjög vinsælar líka að sögn Hugrúnar en einnig stendur til boða að fara á tindinn í sumar. „Síðan er ganga í kringum Monte Rosa en það er mjög mikill áhugi fyrir útivistarferðunum fyrir sumarið. Þegar gengið er í kring- um Monte Rosa er gist í skálum á leiðinni þannig að það er svona alvöru fjallaferð en í ágúst verður gengið í kringum Como-vatn á Ítalíu og þá er gist ýmist í skálum eða á fínum hótelum.“ Hugrún bendir á að allar ferðir Bænda- ferða séu með íslenskum farar- stjóra sem leiðir hópana. - sig Vinsælar útivistarferðir Í sumar verður gengið á tind Mont Blanc en hér eru stoltir göngumenn sem náðu á tindinn síðasta sumar. Ánægður hópur hlaupara stillir sér upp að loknu maraþonhlaupi á Kínamúrnum í fyrra en aftur verður farið í hlaupið í maí næstkomandi. Como-vatn er einn fegursti staður Ítalíu og Bændaferðir bjóða upp á göngu í kring- um vatnið. Aldrei fleira í boði Icelandair hefur tekið upp beint flug til Halifax í Kanada að nýju eftir nokkurt hlé og er þegar búið að bóka marga í flug þangað. Skemmtileg stemmning við hafnarbakka í Bergen en þangað mun Icelandair verða með reglulegar ferðir í allt sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.