Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 52

Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 52
BLS. 10 | sirkus | 23. FEBRÚAR 2007 hvernig hjónabandið á að vera. Við hættum að sinna þessari gagnkvæmu ást sem þarf að ríkja,“ segir Eiríkur og Helga bætir við að það hafi margt hjálpast að. „Ég fór í framhaldsnám, Eiríkur hafði mikið að gera í tónlistinni og börnin urðu stærri og allt í einu höfðum við fjarlægst,“ segir Helga. Það hjálpaði heldur ekki að á svipuðum tíma varð Eiríkur ástfang- inn af annarri konu. „Ég get ekki skýrt út hvað gerðist en ég varð bullandi ástfanginn af ann- arri konu. Ég flutti í kjallarakytru rétt hjá Helgu en þetta var mikil sorg. Ég vissi að þetta yrði erfitt en það reyndist erfiðara en ég hafði óttast. Það að hafa svikið fjölskylduna á þennan hátt sat í mér. Fjórum mánuðum seinna greindist ég með krabbamein þannig að það má segja að ég hafi tekið þetta allt út á einu ári,“ segir Eiríkur. Leiðirnar liggja saman á ný Það átti þó ekki fyrir þeim að liggja að eyða lífinu lengi fjarri hvort öðru. Helga kynnist manni og var í fjarsambandi við hann í nokkurn tíma. „Ég var eitthvað að skoða hvort grasið væri grænna hinu megin við lækinn,“ segir Helga og hefur augljóslega komist að sömu niður- stöðu og Eiríkur, að svo sé ekki. Í byrjun ársins 2003 voru þau farin að draga sig saman aftur en tóku því rólega. „Þetta fór mjúkt í gang. Við vorum að stelast heim til hennar eða mín og sofa hjá. Þetta var laumuspil, mjög spennandi og skemmtilegt,“ segir Eiríkur og játar því að þau hafi hagað sér eins og unglingar sem voru að byrja í sambandi. „Nú erum við búin að vera í fjarbúð í um fjögur ár og ætlum að flytja saman. Við vitum hvaða vitleysu við gerðum þannig að það ætti ekki að gerast aftur. Við erum bæði mjög meðvituð um að það þarf að vanda til verka. Ég er ekki að segja að það þurfi að vera urrandi hamingja á hverjum degi en það þarf helst að vera gleði, virðing og hamingja í sambandinu þannig að ef eitthvað bjátar á þá sé hægt að gera upp hlutina og taka á þeim frekar fyrr en síðar. Við áttum það til að þegja af okkur vandamálin í einhverja daga. Síðan voru báðir aðilar orðnir leiðir og þá komu sættirnar í hjónarúminu. Stundum er kannski betra að rífast hressilega en við munum þó aldrei brjóta neitt og bramla. Við erum bæði of vel upp alin til þess,“ segir Eiríkur og Helga tekur í sama streng. Ástfangin upp fyrir haus Það fer ekki fram hjá neinum sem eyðir tíma með Eiríki og Helgu að þau eru ástfangin í dag. „Já, bullandi ástfangin upp fyrir haus,“ segir Helga og hlær. „Umhverfið hefur alltaf sagt okkur að við eigum að vera saman. Ástin hefur aldrei slokknað síðan við kynntumst fyrst. Hún lagðist í dvala um hríð en slokknaði aldrei. Og gerir það ekki úr þessu,“ segir Helga. Aðspurður hvar hann sjái þau eftir 20 ár segir Eiríkur að það sé einfalt. „Við verðum í sumarbústað í Þrastarlundi og lifum hinu ljúfa lífi á stefgjöldum sem ég fæ eftir öll vinsælu lögin sem ég á eftir að semja. Það væri frábært og gott að stefna að,“ segir Eiríkur og horfir til Helgu. oskar@frettabladid.is DANS Á RÓSUM Lífið leikur við Helgu Guðrúnu og Eirík. Þau ætla að byrja að búa saman á nýjan leik í apríl eftir þriggja ára fjarbúð og eru eins og ástfangnir unglingar. SIRKUSMYND/ANTON BRINK FLOTTUR Það er óhætt að segja að Eiríkur hafi verið vígalegur á sviðinu á laugardaginn þegar hann söng lagið „Ég les í lófa þínum“ og tryggði sér farseðilinn til Helsinki. SIRKUSMYND/VILHELM „VIÐ HÖFUM ALDREI RIFIST EINS OG HUNDUR OG KÖTTUR EN TIL ÞESS AÐ VERA EKKI BARA AÐ GORTA AF ÞVÍ, ÞÁ HEFUR ÞÖGNIN STUNDUM VERIÐ OKKAR ÓVINUR.“ Helga um Eirík „Eiríkur er mikið ljúfmenni. Hann er mjög rólegur. Hann er ekki mikið gefinn fyrir matseld eða heimilisstörf. Hann er frábær með börn. Það er yndislegt að ala upp börn með honum. Hann er skemmtilegur, mjög næmur og mikill mannþekkjari. Hann er afar duglegur við að laða að sér utangarðsfólk og taka það upp á sína arma. Svo er hann minn uppáhaldstónlistarmaður. Hann á sína rómantísku hlið sem eiginmaður. Hann er ekki sá sem kemur heim með blóm eða óvæntar gjafir en getur kveikt kertaljós og komið með góða máltíð þegar svo ber undir.“ SAFNANÓTT Í ÁRBÆJARSAFNI Föstudaginn 23. febrúar 2007 frá 19:00 – 24:00 Í Árbæjarsafni verður menning ungs fólks í hávegum höfð á Safnanótt. Í samvinnu við félagsmiðstöðvarnar Ársel, Fókus og í Norðlingaholti býður safnið upp á dagskrá í tengslum við sýninguna Diskó & pönk - ólíkir straumar? Boðið verður upp á leiðsagnir um sýninguna á klukkutíma fresti og rætt um unglingamenningu í Reykjavík fyrr og nú. Á milli leiðsagna munu efnileg bílskúrsbönd úr nærliggjandi hverfum leika fyrir gesti, auk þess sem fólki gefst færi á að kynna sér undirstöðuatriði í diskódansi. Opið frá 19:00-24:00 Strætó stoppar við Kistuhyl kl. 34 – 54 – 14

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.