Fréttablaðið - 23.02.2007, Síða 80
Ekki fengið svona fá mörk á mig síðan í 4. flokki
Það var sögulegur
leikur í kvennakörfunni í gær
þegar tvær konur dæmdu saman
leik í fyrsta skipti og allir á
vellinum voru því konur. Fyrr í
vetur dæmdi kona í fyrsta skipti
leik í efstu deild í körfubolta á
Íslandi þegar Indíana Sólveig
Marquez dæmdi leik ÍS og
Keflavíkur og eftir það hefur
Georgía Olga Kristiansen bæst í
hópinn. Þær dæmdu síðan saman
leik Hauka og Breiðabliks í
Iceland Express-deild kvenna í
gær.
Konur dæmdu
saman leik
Forsvarsmenn stærsta
tennismóts heims, Wimbledon,
hafa loks látið undan þrýstingi og
jafnað verðlaunaféð til karla og
kvenna á mótinu. Wimbledon var
eina risamótið í tennis þar sem
sigurvegarar í karla- og kvenna-
flokki fengu ekki jafnhá verð-
laun.
Á opna ástralska og banda-
ríska mótinu er verðlaunaféð
jafnhátt en opna franska mótið er
aðeins með sama verðlaunaféð
hjá meisturum en konur í næstu
sætum fá minna en karlar í sömu
sætum.
Jafna verð-
launaféð
Íslandsmeistarar ÍBV í
kvennaboltanum munu klára leik-
tímabilið í DHL-deildinni. Það var
niðurstaða tveggja funda hjá aðal-
stjórn ÍBV og handknattleiks-
deildar ÍBV í gær.
Flest benti til þess að kvenna-
liðið yrði dregið úr keppni enda
hópur liðsins orðinn ákaflega
þunnskipaður og varamenn marg-
ir hverjir í kringum 15 ára aldur-
inn. Liðið er einnig úr leik í bik-
arnum og í baráttunni um
Íslandsmeistaratitilinn og því ljóst
að handknattleiksdeildin mun
aðeins tapa peningum það sem
eftir lifir tímabils en ÍBV á enn
eftir að spila níu leiki.
Í yfirlýsingu sem aðalstjórn
ÍBV sendi frá sér í gærkvöldi
kemur fram að „ekki komi til
greina af hálfu ÍBV að draga liðið
úr keppni. Stjórn félagsins, leik-
menn, þjálfarar og allir stuðnings-
menn ÍBV nær og fjær eru ein-
huga um að þjappa sér saman og
yfirstíga þá erfiðleika sem við er
að etja“ segir meðal annars í yfir-
lýsingunni.
„Þetta eru ungar stelpur sem
mikið mun reyna á en þær eru til-
búnar í verkefnið. Við leggjum
ekki árar í bát,“ sagði Jóhann Pét-
ursson, formaður aðalstjórnar
ÍBV, í gærkvöldi en sá mannskap-
ur sem stendur eftir tapaði fyrir
Val á dögunum með 18 marka mun.
„Það eru lið þarna sem hafa tapað
flestum leikjum en þau hafa ekki
gefist upp frekar en við.“
Eins og áður segir mun hand-
knattleiksdeild ÍBV safna skuld-
um það sem eftir lifir tímabils en
það breytir litlu í huga Eyja-
manna.
„Við brúum bara það bil og pen-
ingar eru ekki rök til að draga lið
úr keppni þegar einn þriðji er eftir
af Íslandsmótinu. Það myndi hafa
veruleg áhrif á mótið ef við mynd-
um hætta og þeir hagsmunir vega
meira en peningar. Svo er orðspor
félagsins einnig í húfi,“ sagði
Jóhann en ÍBV er ekki byrjað að
spá í næsta vetur en ljóst er að
Hlynur Sigmarsson mun hætta
með deildina og lítill mannskapur
er fyrir hendi. „Fyrsta verkefni er
að klára veturinn og svo förum við
að skoða framhaldið,“ sagði
Jóhann.
Munu ekki draga kvennaliðið úr keppni
KR-ingar settust í topp-
sætið í að minnsta kosti sólarhring
eftir 89-81 sigur á nýkrýndum bik-
armeisturum ÍR-inga í spennandi
og sveiflukenndum leik í Iceland
Express-deild karla í körfubolta í
gær. ÍR-ingurinn Keith Vassell
fékk á sig tæknivillu fyrir að mót-
mæla dómi í stöðunni 81-79 þegar
rétt rúm mínúta var eftir og KR-
ingar settu niður öll fjögur víti sín
og náðu sex stiga forskoti sem
gerði út um leikinn. Í framhaldinu
tóku ÍR-ingar mikla áhættu sem
gekk ekki upp. ÍR komst mest níu
stigum yfir í þriðja leikhlutanum
en frábær lokasprettur KR-liðsins
í leikhlutanum endaði með þriggja
stiga flautukörfu frá Tyson Patt-
erson og kom muninum niður í tvö
stig, 67-69, fyrir lokaleikhlutann.
Þar var jafnt á öllum tölum þar til
að Keith missti stjórn á skapi sínu
en fram að því hafði hann reynt
mikið í sókninni án árangurs.
„Ég held að allir hafi haldið að
við myndum skíttapa þessum leik.
Við mættum og áttum hrikalega
góðan leik í 34 mínútur og sýndum
það að þegar við erum einbeittir
eins og við vorum meirihluta leiks-
ins þá gengur þetta vel hjá okkur,“
sagði besti maður ÍR-inga, Svein-
björn Claessen, eftir leik.
„KR-ingar eru meðal þriggja
bestu liða landsins og það er ekki
að ástæðulausu og ekki síst vegna
þess að þeir klára svona leiki. Þar
lá munurinn á liðunum í dag,“
bætti Sveinbjörn við en hann skor-
aði 20 stig í leiknum.
„Þeir sem héldu að þeir væru
að fara að horfa á okkur valta yfir
ÍR, vegna munarins á stöðu lið-
anna í deildinni, voru algjörlega á
villigötum. Þetta ÍR-lið hefur
hæfileika, breidd og ýmislegt
annað til þess að verða eitt að fjór-
um efstu liðunum,“ sagði Bene-
dikt Guðmundsson, þjálfari KR,
eftir leikinn.
„Ég er mjög ánægður með að
vinna leikinn þótt ég sé ekkert í
skýjunum með spilamennskuna.
Við erum svolítið ryðgaðir eftir
þetta langa hlé en vonandi bætum
við úr því þegar við förum að spila
reglulega aftur,“ sagði Benedikt
að lokum.
Jeremiah Sola fór mikinn fram-
an af leik en þegar á leið leikinn
tók Tyson Patterson upp hanskann
fyrir hann og var illviðráðanlegur
á lokasprettinum. Annars var það
góð liðsvörn sem lokaði á ÍR-sókn-
ina í lokin og tryggði sigurinn. KR-
ingar fóru upp fyrir Njarðvíkinga
í toppsætið þar sem þeir unnu
fyrri leik liðanna en sá síðari fer
einmitt fram í Njarðvík á mánu-
dagskvöld. Njarðvíkingar spila á
móti Keflavík í kvöld og komast
aftur á toppinn með sigri.
ÍR-ingar eru pottþétt með eitt
af átta bestu liðum landsins en
þeir þurfa engu að síður að passa
sig á lokasprettinum ef þeir ætla
að komast inn í úrslitakeppnina.
Bikarmeistarar ÍR spiluðu vel í vesturbænum og komust mest 9 stigum yfir en
þeir gáfu eftir í lokin og eru langt frá því að vera öruggir í úrslitakeppnina.
Iceland Express-deild karla:
Iceland Express-deild kvk:
UEFA-bikarinn:
Meistaradeildin í körfu: