Fréttablaðið - 23.02.2007, Qupperneq 82
Danski miðjumaðurinn
Joachim Boldsen er sterklega
orðaður við spænska stórliðið
Barcelona þessa dagana en tveir
landar hans, Kasper Hvidt og
Jesper Noddesbo, eru á leið til
Barca í sumar.
Boldsen leikur með þýska
félaginu Flensburg og það mætir
einmitt Barcelona í Meistara-
deildinni í kvöld en leikinn má sjá
í beinni útsendingu á Eurosport 2
sem er á Digital Íslandi.
Boldsen er staðráðinn í að
yfirgefa herbúðir þýska liðsins og
hann hefur skrifað undir þriggja
ára samning við AaB frá Álaborg
en er með klausu í samningnum
sem gerir honum kleift að fara til
Spánar kjósi hann svo.
Boldsen til
Barcelona?
Forráðamenn franska
félagsins Lille hafa kennt
Manchester United um troðning-
inn sem varð í áhorfendahólfi
United á leik liðsins gegn Lille
ytra í vikunni.
Forráðamenn Lille segja að
United hafi byrjað að dreifa
miðum sínum á leikinn svo
snemma að auðvelt hafi verið að
falsa miða. Áhorfendur á
fölsuðum miðum hafi síðan verið
ástæðan fyrir troðningnum á
leiknum en litlu mátti muna að
illa færi en lögregla neyddist til
að kasta táragasi að áhorfendum.
Forráðamenn United neita sök
og skilja ekkert í ásökunum Lille.
Falsaðir miðar
sök United
Grindavík vann 86-93
sigur í Keflavík í fyrrakvöld í
Iceland Express deild kvenna og
færði þar með Haukastúlkum
nánast deildarmeistaratitilinn á
silfurfati. Nýkrýndir bikarmeist-
arar Hauka þurfa aðeins að vinna
tvö neðstu liðin, Breiðablik og
Hamar, til þess að verða deildar-
meistarar annað árið í röð. Í fyrri
sex leikjum liðanna hefur
Haukarliðið unnið minnst með 31
stiga mun.
Það vakti athygli að Tamara
Bowie skoraði „aðeins“ 23 stig
fyrir Grindavík í leiknum.
Petrúnella Skúladóttir átti
frábæran leik, skoraði 21 stig, tók
8 fráköst og hitti úr 7 af 9 skotum
sínum. Hjá Keflavík var TaKesha
Watson í sérflokki með meira en
helming stiga liðsins, 44 af 86.
Færðu Hauk-
um titilinn
Valur og KR spila til
úrslita í Reykjavíkurmóti kvenna
í fótbolta í kvöld en leikurinn
hefst klukkan 19.00 í Egilshöll-
inni.
Liðin eru jöfn að stigum fyrir
leikinn en KR er með mun
hagstæðari markatölu og nægir
jafntefli í leiknum. KR endaði
fimm ára sigurgöngu Valskvenna
í fyrra með því að vinna 2-1 í leik
undir sömu kringumstæðum og
eru í kvöld.
Margrét Lára Viðarsdóttir
hefur enn ekki skipt yfir í Val og
verður að öllum líkindum ekki
með í leiknum en það yrði mikill
styrkur fyrir Val ef svo færi enda
var Margrét yfirburðamanneskja
í boltanum síðasta sumar.
Valur og KR
spila til úrslita
Það verður stórleikur í
Keflavík í kvöld þegar nágrann-
arnir og erkifjendurnir Keflavík
og Njarðvík mætast í Iceland
Express deild karla. Njarðvík er 4
sætum og 10 stigum ofar í töflunni,
vann fyrri leikinn með 14 stigum
og er sigurstranglegra liðið.
Keflvíkingar hafa breytt liði
sínu og kallað til lítinn og eldfljót-
ann bakvörð, Tony Harris, sem
þeir vonast til að kveiki í Keflavík-
urliðinu í sínum fyrsta leik í kvöld.
Þetta er í 60. sinn sem liðin mætast
í deildarkeppni úrvalsdeildar og
tveir kappar hafa spilað stærsta
hlutann af þessum leikjum. Þeir
búast við skemmtilegum og vel
sóttum leik.
Enginn hefur spilað fleiri
Reykjanesbæjarleiki í úrvalsdeild
en Guðjón Skúlason sem skoraði
596 stig í 45 leikjum sínum með
Keflavík á móti Njarðvík. „Kefla-
víkurliðið hefur ekki verið sann-
færandi undanfarið. Það er einhæf
ógnun í sóknarleik liðsins og liðin
óttast ekki skytturnar í Keflavík
eins og áður,“ segir Guðjón sem er
búinn að sjá nýja Bandaríkjamann-
inn sem spilar sinn fyrsta leik í
kvöld.
„Ég er búinn að kíkja á hann og
líst vel á hann. Það verður spenn-
andi að sjá hvernig hann kemur út.
Það er búið að prófa stóra leik-
menn og Keflavíkurliðið hefur nóg
af stórum körlum en vantar meiri
stöðugleika í bakvarðasveitina,“
segir Guðjón.
„Eina von Keflavíkur til að hífa
sig upp í fjórða sætið er að vinna
það sem eftir er. Annars byrja
Keflvíkingar á útivelli í úrslita-
keppninni og það er erfitt,“ segir
Guðjón.
Enginn hefur skorað fleiri stig í
Reykjanesbæjarleikjum í úrvals-
deild en Teitur Örlygsson sem
skoraði 623 stig í 39 leikjum sínum
með Njarðvík á móti Keflavík.
„Það hefur gengið mjög vel í
vetur. Njarðvík er með gríðarlega
sterkan mannskap og með flotta
blöndu af eldri og reyndari mönn-
um og svo ungum strákum sem
hafa komið inn í þetta,“ segir Teit-
ur sem segir nýjan leikmann skapa
óvissu fyrir leikinn í kvöld.
„Við höfum áður lent í Keflavík
og tapað þegar þeir hafa verið að
koma með nýjan mann. Ég held að
Siggi sé að pæla í því að sprengja
þetta allt í tætlur. Þeir hafa engu
að tapa, þetta hefur ekki gengið
hjá þeim eins og þetta er búið að
vera. Þeir eru því óhræddir við að
sprengja þetta upp og hlaupa eins
og brjálæðingar,“ segir Teitur sem
hefur þó trú á sigri sinna manna.
„Það verður erfitt fyrir Kefla-
vík að vinna þetta á þriggja stiga
skotum því Njarðvík er með mjög
gott varnarlið,“ segir Teitur og
bætir við.
„Ef Njarðvíkingar verða þolin-
móðir og láta Keflvíkinga ekkert
ýta sér út úr sínum bolta þá held
ég bara að Keflavík geti ekki var-
ist þeim. Þetta er bara undir Njarð-
vík komið,“ segir Teitur að lokum.
Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld á Sunnubrautinni í 60. sinn í úrvalsdeild
karla. Guðjón Skúlason og Teitur Örlygsson eru spenntir fyrir leiknum.