Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 8
Hagur Hafnarfjarðar boð ar til opins fundar í Hafnarborg Hafnarfirði í kvöld kl. 20.00. Frummælendur á fundi num eru: • Sveinn Hannesson, fra mkvæmdastjóri SI • Örn Friðriksson, vélvirk i • Ingi B. Rútsson, formað ur Hags Hafnarfjarðar Misnotkun og smygl á lyfseðilsskyldum lyfjum er að verða meiri en notkun ólöglegra fíkniefna í heiminum, að því er fram kemur í ársskýrslu alþjóð- lega fíkniefnaeftirlitsins fyrir árið 2006, sem kemur út í dag. Þessari þróun fylgir jafnframt nýtt svið viðskipta, sem er fram- leiðsla og sala á fölsuðum lyfjum – iðnaður sem einatt getur reynst banvænn viðskiptavinunum. Víða um heim, sums staðar í Evrópu, Afríku og Asíu, er mis- notkun löglegra lyfja nú þegar orðin meiri en notkun ólöglegra fíkniefna á borð við heróín, kókaín og e-töflur. Í Bandaríkjunum einum er mis- notkun á verkjalyfjum, örvandi lyfjum, svefnlyfjum og öðrum lyf- seðilsskyldum lyfjum orðin meiri en sem nemur „nánast öllum ólög- legum fíkniefnum að undanskildu kannabis,“ segir í skýrslunni. Alþjóðlega fíkniefnaeftirlitið, INBC, er sjálfstæð stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur það hlutverk að fylgja eftir alþjóðlegum samningum um eftir- lit með ávana- og fíkniefnum. Í nýju ársskýrslunni kemur fram að allt að helmingur allra lyfja sem notuð eru í svokölluðum þróunarlöndum sé fölsuð lyf, það er að segja lyf sem líta út fyrir að vera framleidd í viðurkenndum lyfjaverksmiðjum en eru bara ódýr eftirlíking. „Í staðinn fyrir að lækna geta þessi lyf verið banvæn,“ sagði Philip O. Emafo, forseti INBC, og bætti því við að hættan væri „raunveruleg og umtalsverð“. Notkun ólöglegra fíkniefna er þó enn sem fyrr alvarlegt vanda- mál víðast hvar í heiminum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að framleiðsla ópíums í Afganistan hafi náð nýjum hæðum á síðasta ári. Enn fremur kemur fram að misnotkun ópíumefna sé hvergi meiri en í Íran. Misnotkun á lyfjum eykst Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum er meiri í Bandaríkjunum en sem nemur ólöglegum fíkniefn- um að undanskildu kannabis. Fiskiskipum í íslenska fiskiskipaflotanum fækk- aði um 60 í fyrra eftir því sem tölur Hagstofunnar leiða í ljós. Voru þau nærri 1.700 talsins við lok síðasta árs, þar af um helmingur vélskip. Samanlögð stærð þeirra er um 97 þúsund brúttótonn. Þá voru 63 togarar í fiskiskipa- flotanum og hafði þeim fækkað um tvo en heildarstærð togaraflotans var um 78 þúsund brúttótonn. Enn fremur voru opnir fiskibátar um 780 talsins og samtals um 3.700 brúttótonn að stærð. Mest fækkun varð í þeim hópi, um nærri fimm- tíu. Sextíu fiskiskip voru afskráð í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.