Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 10
Karlmaður hefur verið sýknaður af því að slá annan hnefahögg í andlitið við söluturn í Austurstræti, með þeim afleiðing- um að sá síðarnefndi nefbrotnaði. Sá síðarnefndi krafðist tæplega 700 þúsund króna í skaðabætur. Framburður þess sem fyrir líkamsárásinni varð var nokkuð á reiki. Þá sýndi lögregla vitni að atburðinum mynd af ákærða sem hafði birst framan á tímariti og sagði hann að þetta væri gerand- inn. Hann var því ekki látinn benda á ákærða úr hópi annarra manna og taldi dómurinn það aðfinnsluvert hvernig staðið var að sakbendingunni. Sýknaður af hnefahöggi „Af hverju geta demókratar og repúblikanar ekki bara sest niður og spjallað saman?“ spurði Arnold Schwarzen- egger, ríkisstjóri Kaliforníu, í ræðu sem hann flutti á fundi hjá félagi blaða- manna í Washington. „Stjórnmál snúast um málamiðlanir. Um að gefa og þiggja. Man enginn hér í Washington eftir þeim kafla í réttarfarsbókum sínum?“ Schwarzenegger, sem er repúblikani, hefur oft tekið afstöðu með demókrötum þvert ofan í vilja flokksfélaga sinna. Til dæmis vill hann að ákveðin verði tímaáætlun um brotthvarf bandaríska hersins frá Írak. Vill að allir séu vinir í pólitík Jónmundur Guðmars- son, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, telur að nokkrar leiðir geti komið til greina til að leysa kjaradeiluna við kennara, til dæmis að hvert sveitarfélag semji fyrir sig við sitt fólk eins og gert hafi verið í samningum við kennara áður en launanefnd sveitarfélaga varð til. „Það var á sínum tíma ósk Kenn- arasambandsins að gerðir yrðu heildarsamningar milli fulltrúa sveitarfélaganna og Kennara- sambandsins. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði síðan með sínum kostum og göllum,“ segir Jónmundur og kveðst ekki ætla að hafa frumkvæði að breyting- um því hann sé ekki viss um að þetta myndi gera kjaraviðræður sveitarfélaga og grunnskólakenn- ara farsælli. „Enginn hefur lýst yfir að þetta ætti að gera. Ég hef sjálfur sagt að mér finnist það koma til greina en þá hef ég lagt á það ríka áherslu að við sem sveitarfélag værum að semja beint við okkar kennara, ekki við Kennarasam- band Íslands. Báðir aðilar myndu þá segja sig frá þessum heildar- pakka og ná saman augliti til aug- litis.“ Jónmundur segir að bæði sveitarstjórnarmenn og kennarar hafi áhuga á öðru fyrirkomulagi en verið hefur. Það geti verið fólgið í því að launanefndin og samninganefnd KÍ stilli betur saman strengi og reyni að ná saman um grundvallarsjónarmið áður en farið sé út í kjarasamn- ingsgerðina sjálfa. „Mér finnst að menn eigi að vera opnir fyrir möguleikum og láta á það reyna hvort leiðin sé fær.“ Björk Einisdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimili og skóla, segir að staðan í kennaradeilunni sé slæm og samtökin vilji að allir hlutist til um að leysa deiluna. „Það á að leita allra leiða til að leysa þennan hnút,“ segir hún. Kanna færar leiðir Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi telur að kennarar og sveitarstjórnarmenn eigi að vera opnir fyrir möguleikum og láta reyna á það hvort ýmsar leiðir geti verið færar til að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinn- ar, gerði í gær athugasemdir við störf þingsins vegna skorts á umræðu um kjaradeilu kennara. Launanefnd sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara slitu nýverið viðræðum sínum um framkvæmd endurskoðunar- ákvæðis í samningum aðilanna frá því í nóvember 2004. Sagði Ingibjörg að rekstur grunnskólanna væri stærsta verk- efni sveitarfélaganna og að þingið ætti að takast á við þann fjárhags- vanda sem þau ættu í þannig að leysa mætti deiluna. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði það hins vegar vera verkefni deiluaðila að koma sér saman um aðrar leiðir en þá hefðbundu til að semja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.