Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 22
[Hlutabréf] Vöruskiptahalli í janúar nam 6,9 milljörðum króna samkvæmt mæl- ingu Hagstofu Íslands. Í mánuðin- um voru fluttar út vörur fyrir 19,2 milljarða króna og inn fyrir 26,2 milljarða króna. Í janúar 2006 voru vöruskiptin hins vegar óhagstæð um 10,1 millj- arð króna á sama gengi, að sögn Hagstofunnar. Verðmæti útflutn- ingsins var 6,4 prósentum minna á föstu gengi en á sama tíma í fyrra og verðmæti innflutningsins 14,6 prósentum minna. Greiningardeild Glitnis segir af þessu tilefni hilla undir bata á vöruskiptajöfnuði við útlönd, þótt heldur dragi hægar úr vöruskipahallanum en áður hafi verið gert ráð fyrir. Samdráttur er í innflutningi fjárfestingarvöru sem sagður er væntanlega tengjast því að það styttist í lok framkvæmda við álver og virkjun á Austurlandi. „Á hinn bóginn jókst innflutningur neysluvöru, að bifreiðum undan- skildum, töluvert milli ára sem gæti bent til þess að neytendur séu ekki farnir að herða beltin að marki eftir geysilega neyslugleði undanfarin misseri,“ segir Glitnir, en telur þó útlit fyrir áframhaldandi bata á vöruskiptum eftir því sem líður á árið. Beltin ekki enn farin að herðast Verulegar sveiflur hafa verið á gengi hlutabréfa í Eimskipafélagi Íslands að undanförnu. Verðmat sem greiningardeild Landsbank- ans sendi frá sér um miðjan febrú- ar, þar sem mælt var með kaupum í Eimskipafélaginu, olli strax mik- illi hækkun og fór gengi bréfanna úr 31 krónu á hlut upp í 41 krónu við lokun markaða á þriðjudaginn. Þetta var tæplega þriðjungs geng- ishækkun á tveimur vikum. Félagið, sem fór á markað í byrjun árs 2006 undir heitinu Avion Group, fór þar með yfir útboðsgengið 38,3 í fyrsta skipti síðan í maí í fyrra. Í gær lækkuðu bréfin hins vegar um 8,8 prósent og enduðu í 37,4 krónum á hlut. Eggert Magn- ússon, stjórnarmaður í Eimskipa- félaginu, hefur fest kaup á hluta- bréfum í félaginu fyrir 75 milljónir króna. Fóru viðskiptin fram á genginu 41. Rússíbanaferð Hf. Eimskipafélagsins Félagið hækkaði um þriðjung á tveimur vikum. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði annan daginn í röð en miklar sveifur hafa verið á hluta- bréfamörkuðum, hér sem annars staðar, í vikunni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,5 prósent í gær og endaði í 7.304 stigum eftir að hafa náð sögulegu hámarki á mánudag- inn í 7.605 stigum. Hún hefur því lækkað um fjögur prósent á tveim- ur dögum. Velta gærdagsins nam 16,6 milljörðum króna í miklum fjölda viðskipta sem voru alls 1.512. Við opnun Kauphallarinnar lækkaði virði margra fyrirtækja hratt, einkum fjármálafyrirtækja, og fór Úrvalsvísitalan niður fyrir 7.200 stig áður en hún rétti sig við. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 13,9 prósent. Þessi lækkun kemur í beinu framhaldi af miklum óróa á alþjóð- legum hlutabréfamörkuðum í vik- unni eftir að kínverski markaður- inn féll eins og steinn á þriðjudagsnótt að íslenskum tíma. Íslensku fjármálafyrirtækin eiga stóra eignarhluti í skráðum, erlendum félögum sem farið hafa lækkandi í virði. Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu við opnun markaða í gær eftir að vísi- tölur höfðu ekki lækkað meira í tæp fimm ár á þriðjudaginn. - Úrvalsvísitalan lækkar um 4% á tveimur dögum. Peningaskápurinn ... Straumur-Burðarás verður að öllum líkindum fyrsti íslenski bankinn til að skrá hlutafé sitt í erlendri mynt. Bankinn birti í gær dagskrá aðalfundar sem fer fram hinn 8. mars. Í henni kemur fram að fyrir aðalfundinn verði lögð tillaga um að stjórn verði heimilt að skrá hlutafé bankans í evrur. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss, segist reikna með að tillagan verði samþykkt á aðalfundi. Ákvörðunin sé eðlilegt framhald af því að færa bókhald bankans í evrum. „Með þessu gerum við bankann gjaldgengari á erlendum mörkuðum og mun aðgengilegri fyrir erlenda fjár- festa.“ Um 54 prósent af tekjum Straums-Burðaráss eru í erlendri mynt. Það hlutfall mun að öllum líkindum aukast þar sem bankinn stefnir á að verða alþjóðlegur fjár- festingarbanki. Marel tilkynnti einnig í gær að tillaga sama efnis yrði lögð fyrir aðalfund félagsins hinn 8. mars. Meira hlutafé í evrur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.