Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 24

Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 24
hagur heimilanna Íslendingar eru óupplýstir um erfðabreytt matvæli. Nær öll Evrópuríki skylda framleiðendur til að taka fram hvort vörur eða afurðir eru erfðabreyttar. Ísland er ekki eitt þeirra. Hreinleiki íslenskra afurða virðist ekki eiga við rök að styðjast. Þetta kemur fram í nýju kynningarátaki um erfðabreyttar lífverur og matvæli sem nú stendur yfir. Að kynningarátaki um erfða- breyttar lífverur og matvæli, sem nú stendur yfir, koma Landvernd, Matvís, Náttúrulækningafélag Íslands, Neytendasamtökin og Vottunarstofan Tún en fulltrúum þessara stofnana og samtaka þykir sem íslenskur almenningur og stjórnvöld séu ekki nægilega upp- lýst um erfðatækni. Nýr bækling- ur hefur verið gefinn út í tilefni átaksins og heitir hann Erfða- breytt erfðatækni og spurningar sem hún vekur. Samkvæmt honum hafa öll fyrirheit erfðatækninnar brugðist. Á kynningarfundi um þessi matvæli kom fram að hér á landi séu erfðabreytt matvæli og fóður seld inn án merkinga. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, segir notkun þessa fóðurs hér á landi fara vaxandi. Það brjóti í bága við þá hreinleika- ímynd sem Íslendingar hafa lagt sig fram við að skapa. Hann telur notkun þess ógna útflutningi á landbúnaðarvörum. „Komist bandaríska verslunarkeðjan Whole Foods Market að því að hér á landi er erfðabreytt fóður gefið skepn- um er ég viss um að viðskiptum við framleiðendur skyrs og lamba- kjöts verður rift,“ segir Jóhannes en verslunarkeðjan hefur beitt sér gegn því að bjóða upp á vörur sem hafa tengsl við erfðatækni. Hann segir Ísland nær eina ríki Evrópu sem ekki hefur leitt í lög reglur um merkingar á þessum vörum. Von sé á reglugerð frá umhverfisráðherra á þessu ári þótt hann telji að rétt hefði verið að ganga lengra í henni. Íslending- ar ættu að vera fyrirmynd í þess- um málum vegna þeirrar ímyndar sem þeir vilja hafa af landinu. Þeir sem koma að átakinu eru sammála um að reynslan sem menn hafi af ræktun erfðabreyttra matvæla síðustu tíu ár sýni að tæknin sé varhugaverð. Í Banda- ríkjunum hafi verið sýnt fram á að eftir skamman tíma þurfi meira af skordýraeitri við ræktun erfða- breyttra matvæla en í annarri ræktun. Blásið er á fullyrðingu um að erfðabreytt matvæli eig eftir að brauðfæða hungraðan heim og bent á að erfðatæknin sé helst notuð í Bandaríkjunum og því haldið fram að ræktun erfða- breyttra planta í fátækari ríkjum heims hafi haft mikla ógæfu í för með sér. Segja fyrirheit erfða- tækninnar brostin Guðjón Bergmann jógakennari mundar tuskuna í gríð og erg og lumar á uppskrift að ætum hafragraut. Lét gabba sig í London Lotus Professional pappírsvörur R V 62 27 A Rekstrarvörur 1982–200725ára Halldór Sigdórsson Þjónn, aðstoðarverslunarstjóri hjá RV Á tilboði í mars 2007 LinStyle servíettur og dúkar, JustOne servíettur og servíettubox LinStyle servíettur 40x40cm, 50stk 794 kr. 2.388 kr. JustOne startpakki servíettubox og 600 servíettur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.