Fréttablaðið - 01.03.2007, Page 28
greinar@frettabladid.is
Allar helztu upplýsingar, sem fyrir liggja um aukinn
ójöfnuð á Íslandi síðan 1995, eru
komnar frá fjármálaráðuneytinu
og ríkisskattstjóraembættinu.
Eins og ég rakti á þessum stað
fyrir viku, lagði Geir Haarde,
þáverandi fjármálaráðherra,
fram á Alþingi snemma árs 2005
tölur, sem sýndu, að ójöfnuður í
skiptingu ráðstöfunartekna milli
manna jókst mjög frá 1995 til
2003. Tilefnið var fyrirspurn
Sigurjóns Þórðarsonar alþingis-
manns um málið. Að beiðni minni
endurreiknaði ríkisskattstjóra-
embættið dæmið í fyrra og lengdi
tímabilið um tvö ár í hvorn enda
og komst að alveg sömu niður-
stöðu og fjármálaráðuneytið með
þeirri viðbót, að ójöfnuður í
skiptingu ráðstöfunartekna tók
nýtt stökk frá 2003 til 2005. Ég
hef ekki gert annað við þessar
tölur fjármálaráðuneytisins og
ríkisskattstjóra en að sannreyna
þær og segja frá þeim og get
staðfest, að þær eru réttar. Stefán
Ólafsson prófessor hefur einnig
sannreynt tölurnar og staðfest
þær auk eigin athugana, sem ber
að sama brunni. Ragnar Árnason
prófessor hefur vakið máls á því,
að skipting launatekna án skatt-
greiðslna og tryggingabóta – og
án fjármagnstekna! – hefur staðið
nokkurn veginn í stað á sama
tímabili. Þessi ábending Ragnars
staðfestir, að aukinn ójöfnuður í
skiptingu ráðstöfunartekna – það
er heildartekna að greiddum
sköttum og þegnum bótum –
stafar aðallega af breytingum á
skattheimtu og almannatrygging-
um í ójafnaðarátt. Aukning
ójafnaðar frá 1995 stafar m.ö.o. af
ákvörðunum ríkisvaldsins um
þyngri álögur á fólk með lágar
tekjur og miðlungstekjur og
léttari álögur á hátekjufólk og
fjármagnseigendur. Þessa sér
stað m.a. í frystingu skattleysis-
marka, sem hafa því með
tímanum lækkað verulega að
raungildi, og í sérmeðferð
fjármagnstekna, sem bera miklu
lægri skatt en launatekjur til
hagsbóta fyrir hátekjumenn.
Forskriftarinnar að þessum nýju
áherzlum í skattamálum er ekki
langt að leita, því að þennan hátt
hefur ríkisstjórn Bush forseta í
Bandaríkjunum haft á skatta-
stefnu sinni undangengin ár
gagngert til að hlaða undir auð-
menn. Nýjar áherzlur ríkis-
stjórnarinnar hér heima í
velferðarmálum, sem birtast m.a.
í ítrekuðum útistöðum hennar við
aldraða og öryrkja, spegla
ójafnaðarstefnu stjórnarinnar í
skattamálum. Á sama tíma hefur
skattbyrði almennings snar-
þyngzt á heildina litið: skatt-
heimta ríkisins nam um þriðjungi
af landsframleiðslunni 1985, en er
nú komin upp undir helming. Og
ríkisstjórnin heldur samt áfram
að þræta – fyrir upplýsingar, sem
hún hefur sjálf lagt fram.
Það er hægt að færa gild rök
að þeirri skoðun, að Norðurlanda-
þjóðirnar hafi á fyrri tíð gengið
of langt í jafnaðarátt, því að of
lítið launabil á vinnumarkaði
slævir t.d. hvatann til menntunar.
Þess vegna lagði ég það til ásamt
öðrum fyrir tíu árum, þegar ég
var kvaddur til að leggja á ráðin
um hagstjórn í Svíþjóð, að stjórn-
völd þar slökuðu á jafnaðarstefn-
unni, og það hafa margir aðrir
einnig gert. Svíar hafa tekið
þessum ráðum. Jóakim Palme
prófessor hefur lýst því, að
heldur hafi dregið úr jöfnuði í
tekjuskiptingu í Svíþjóð síðustu
ár, og það tel ég vera til bóta.
Aukningin ójafnaðar í Svíþjóð frá
1993 er þó aðeins brot af þeirri
ójafnaðaraukningu, sem hefur átt
sér stað hér heima að undirlagi
ríkisstjórnarinnar. Gini-stuðull-
inn, sem ég lýsti hér fyrir viku,
hefur með fjármagnstekjum og
öllu saman hækkað um þrjú stig í
Svíþjóð frá 1993 á móti 15 stiga
hækkun hér heima. Þarna skilur
milli feigs og ófeigs. Eignaskipt-
ing í Svíþjóð er að vísu miklu
ójafnari en tekjuskiptingin og
litlu jafnari en í Bandaríkjunum.
Um eignaskiptingu á Íslandi eru
hins vegar engar tölur til.
Eignaskiptinguna þarf að kort-
leggja, ekki sízt í ljósi þeirrar
tilfærslu, sem orðið hefur á
eignum milli manna undangengin
ár, fyrst með lögfestingu kvóta-
kerfisins og síðan með þeim
hætti, sem hafður var á einka-
væðingu banka og annarra
ríkisfyrirtækja.
Stóraukinn ójöfnuður á Íslandi
síðustu ár er áhyggjuefni m.a.
vegna þess, að fámenn samfélög
búa yfirleitt við meiri jöfnuð og
frið en fjölmennari og sundurleit-
ari samfélög. Á Norðurlöndum
hafa jafnaðarstefna og fámenni
lagzt á eitt. Aukinn ójöfnuður
veldur þó einnig áhyggjum í
Bandaríkjunum. Ben Bernanke
seðlabankastjóri þar í landi lét
málið til sín taka um daginn í
prýðilegri ræðu og varaði þar við
auknum ójöfnuði með þeim
rökum, að of mikilli misskiptingu
fylgir hætta á sundrungu og úlfúð
og þá um leið hætta á minni
grósku í efnahagslífinu (og meiri
verðbólgu, t.d. vegna þess að
launþegar leiðast til að heimta
óraunhæfar skaðabætur í kjara-
samningum). Sama hætta steðjar
nú að Íslandi.
Ójöfnuður í samhengi
Ríkisstjórnin þrætir fyrir upp-
lýsingar, sem hún hefur sjálf
lagt fram.
Enn og aftur verða eldri borgarar fyrir þeirri svívirðu að ráðherrar misnota
aðstöðu sína. Nú er það háttvirtur heil-
brigðisráðherra – eða skyldi það vera
réttlátt að kalla heilbrigðisráðherra hátt-
virtan?
Nú er enn og aftur misnotaður fram-
kvæmdasjóður eldri borgara og nú til að
greiða fyrir kosninga- og loforðabækling
heilbrigðisráðherra.
Hún ber ekki meiri virðingu fyrir eldri borgur-
um en svo að hún sá sér ekki fært að mæta á bar-
áttufund eldri borgara í Suðvesturkjördæmi fyrir
nokkrum vikum. Og fyrir nokkrum mánuðum sagði
hún okkur að hún hefði frekar viljað vera með fjöl-
skyldu sinni heldur en að mæta á baráttufund eldri
borgara í Suðvestrinu.
Þannig hefur heilbrigðisherra margsýnt vilja
sinn í baráttumálum eldri borgara, ekkert nema
sýndarmennskan og lýðskrum.
Fróðlegt er að fylgjast með ráðherrum þessarar
ríkisstjórnar lofa fjármagni af almennu fé til gælu-
verkefna sinna svona rétt fyrir kosning-
ar. Landbúnaðarráðherra lofar bændum
20 milljörðum sem dreifist á nokkur ár.
Benda má á að sauðfjárbændur fá allt
upp í níu milljónir á ári í styrk frá ríkinu.
Það hlýtur að vera meira en lítið að í
þessu kerfi, ekki nýtur almenningur þess
í lægra matarverði allavega.
Skemmst er minnast loforða mennta-
málaráðherra til Háskóla Íslands, nokkr-
ir milljarðar þar á næstu árum til rann-
sóknarstarfa. En þetta eru ekkert nema
loforð, ekkert fast í hendi, bara sýndar-
mennska, svona leika ríkisstjórnarflokkarnir sér
rétt fyrir alþingiskosningar. Lofa hingað og þang-
að.
Nei, góðir landsmenn, við þurfum að gefa þess-
ari þreyttu og hugmyndasnauðu ríkisstjórn frí. Það
gerum við með því að greiða þeim atkvæði í alþing-
iskosningum 12. maí sem hafa hugsjónir jafnaðar-
manna og hagsmuni almennings að leiðarljósi. X við
S 12. maí, þá tryggjum við hagsæld fyrir almenning
þessa lands, almenningi til hagsbóta.
Höfundur er formaður 60+ í Hafnarfirði og vara-
þingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Misnotkun á almannafé
S
koðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær sýnir að 63
af hundraði kjósenda eru andvígir stækkun álversins í
Straumsvík. Einungis í röðum stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins er rífur meirihluti fyrir þessum framkvæmdum.
Samfylkingarmenn og Vinstrihreyfingar - græns framboðs-
fólk er að miklum meirihluta á öndverðum meiði.
Andstaðan byggist eins og gerist og gengur á mismunandi sjónar-
miðum. Sumir eru einfaldlega andvígir fyrirtækjum af þessu tagi
inni í miðri borg. Aðrir vilja vernda land og vatnsföll. Loks eru þeir
sem telja framkvæmdum af þessu tagi ofaukið í efnahagslífinu eins
og sakir standa. Og vitaskuld eru þeir til sem nota allar þessar rök-
semdir.
Þessar tölur varpa þó fyrst og fremst ljósi á vægi þeirra ólíku
krafta sem togast á um náttúruvernd og auðlindanýtingu. Ekki er
langt síðan nýtingarsinnar voru í meirihluta. Nú eru þeir í minni-
hluta. Spurningin er hins vegar sú: Eru þetta óhjákvæmilega ósam-
rýmanleg viðhorf?
Á sama tíma og mestu framkvæmdir Íslandssögunnar varðandi
nýtingu bæði vatnsafls og jarðhita hafa átt sér stað hafa verið teknar
sögulegar ákvarðanir um friðlýsingu lands. Þegar Vatnajökulsþjóð-
garður er orðinn að veruleika verður meira en þriðjungur alls lands
innan friðlýstra svæða. Sambærilegar tölur fyrir Svíþjóð, Noreg og
Finnland eru um átta af hundraði. Á Nýja-Sjálandi eru þær innan við
fjórðungur.
Náttúruverndarákvarðanir hafa því verið teknar jöfnum höndum
með nýtingarákvörðunum. Í því ljósi má ætla að þeir hörðu árekstr-
ar sem nú eiga sér stað um þessi efni eigi meðal annars rætur í þeirri
úreltu aðferðafræði sem allar nýtingarákvarðanir lúta.
Á þessum vettvangi hefur verið bent á rétt orkusölufyrirtækj-
anna til eins konar sjálfvirkrar afgreiðslu á eignarnámsheimildum.
Meðan þeim er ekki breytt og engar pólitískar yfirlýsingar gefnar
um að þeim verði ekki beitt að óbreyttu hafa landeigendur ekki eðli-
lega og jafna samningsstöðu.
Iðnaðarráðherra hefur ekki viljað ljá máls á slíkum breytingum.
Hann hefur meðal annars borið fyrir sig að honum sé það óheimilt
eftir stjórnsýslulögum. Það er hrein mistúlkun að þau hindri ráðherra
í að taka almennar stefnumarkandi ákvarðanir af þessum toga.
Fyrir liggur að umhverfisráðherra og einn af þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins hafa lýst yfir andstöðu við að þessu ákvæði verði
beitt. Ef einn þingmaður úr stjórnarliðinu til viðbótar gerir það
sama er hæpið að ráðherrann hafi meirihlutastuðning á Alþingi fyrir
afstöðu sinni. Full ástæða er því til að kalla fram skýran þingvilja
með sérstakri ályktun um þetta efni.
Annað atriði þessu skylt lýtur að vatnsréttindum ríkisins í Þjórsá.
Hvort sem þau eru skráð á einstök ráðuneyti eða ríkisfyrirtækið
Landsvirkjun er rétt að meta verðmæti þeirra að fullu og færa ríkis-
sjóði til tekna.
Meðan eðlilegt verð á þessum réttindum, hvort sem þau eru í
einkaeign eða opinberri vörslu, er ekki tekið með í reikninginn er
verið að fela hluta af virkjanakostnaðinum og skekkja grundvöll arð-
semismatsins. Þessari aðferðafræði þarf því líka að breyta.
Ný aðferðafræði getur verið lykillinn að því að koma stjórnmála-
ástandinu á þessu sviði í jafnvægi.
Tæpur
þingmeirihluti
MENN
ING / P
ÓLITÍK
/ VIÐS
KIPTI /
FÓLK
15.02
0́7
KRON
IKAN.
IS
Skjóta
fyrst o
g
spyrja
svo
VILLTA
VESTRI
Ð Á
NETINU
Er fjöls
kyldu-
grafhý
si Jesú
fundið
?
HEIMIL
DARMY
ND
Leikstj
óri á re
ið-
hjóli í P
arís
SÓLVEI
G ANSP
ACH
01.03
.07
HEIMS
ÞEKKTI
R
ARKITE
KTAR
Lofa og
lasta h
ús
í Reykj
avík og
enniJA?ÓBI
RTIR T
ÖLVUP
ÓSTAR
AMÁLI
N Í BAU
GSMÁL
INU
ÍFLÁT O
G SKJA
LAFALS
01.03.07
KRONIKAN.IS
03#
Skjóta fyrst og
spyrja svo
VILLTA VESTRIÐ Á
NETINU
Er fjölskyldu-
grafhýsi Jesú
fundið?
HEIMILDARMYND
Leikstjóri á
reiðhjóli í París
SÓLVEIG ANSPACH
» ÓBIRTIR TÖLVUPÓSTAR «
JÓNS ÁSGEIRS OG JÓNS GERALDS