Fréttablaðið - 01.03.2007, Page 35

Fréttablaðið - 01.03.2007, Page 35
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is - kvef - ofnæmi - eyrnabólga - ennis og kinnholusýking Fæst í apótekum Ég nota Sterimar, það hjálpar Eidís Anna Björnsdóttir lét vaða og keypti sér tíu dala peysu á flóamarkaði í New York. „Ég bjó og starfaði í New York fyrir nokkrum árum og hafði þá óskaplega gaman af því að gramsa á flóamörkuðum. Þegar ég fann þessa peysu á einum slíkum langaði mig strax í hana, en samt tímdi ég ekki alveg að kaupa hana af því hún kostaði heila tíu dollara. Ég hafði verið svo dugleg að kaupa mér föt að ég var eitthvað hikandi við þetta en svo gat ég ekki haldið aftur af mér lengur og lét vaða. Keypti peysuna og hef notað hana mjög mikið síðan,“ segir Eidís og tekur það fram að nælan í peysunni sé prjónuð af Unni móðursystur hennar. „Unnur móðursystir mín er alveg ótrúlega góð í höndunum. Hún hefur í gegnum tíðina prjón- að allt milli himins og jarðar fyrir mig, allt frá Barbífötum yfir í skartgripi og er mikil uppáhaldsfrænka,“ segir Eidís og af röddinni að dæma er hún stolt af þessari frænku sinni. Eidís Anna var með þeim fyrstu sem útskrifuðust úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2003. Síðan þá hefur hún starfað við búningagerð og fleira sem tengist fatahönnun en í október síðastliðnum söðlaði hún um er hún hóf störf hjá Habitat þar sem hún sinnir hlutverki inn- kaupastjóra. Hún segist sátt við nýja starfið, enda fær fagurkerinn að njóta sín innan um fíneríið frá Habitat. „Þetta er stöðug vinna, ég fæ tækifæri til að ferðast og er innan um fallega hluti allan daginn þannig að þetta hentar mér ákaflega vel,“ segir Eidís að lokum. Tíu dala silfurpeysa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.