Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 64
! Kl. 21.00Gítartríó Jóns Páls Bjarnasonar leikur á öðrum tónleikum í tón- leikaröð Jazzklúbbsins Múlans á Domo Bar, Þingholtsstræti 5. Tríóið er samstarfsverkefni Jóns Páls, Ásgeirs Ásgeirssonar og Eðvarðs Lárussonar gítarleikara. Vínarsveifla í hádeginu Framkvæmdir við tónlist- ar- og ráðstefnuhúsið á austurbakka hafnarinnar í Reykjavík eru í fullum gangi eins og blasir við augum þeirra sem fara um Lækjargötu í Reykjavík. Hefur athygli manna eink- um beinst að þeim gríðar- lega stóra bílakjallara sem þar er að verða til. Minni athygli hefur beinst að efri hlutum hússins. Þar er allt í fullum gangi: á morgun verður stjórnarfundur þar sem ræddar verða nýjar vinnsluteikningar um sali hússins, myndir sem sýna litasamsetningu og áferð þar innanstokks. Ólafur Elíasson myndlistarmaður er kominn til landsins til skrafs og ráðagerða. Ekki er enn búið að auglýsa starf listræns stjórnanda að húsinu. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurbakka, segir frágangsvinnu við hönnunar- partinn ganga hratt fyrir sig: „Í nóvember var lagt fram nýtt sett af byggingarnefndarteikningum og í síðasta mánuði voru komnar til sögunnar nýjar myndir og teikningar um frágangsefni eins og liti og áferð. Þær verða ræddar á fundinum á morgun.“ Nokkur kurr er enn í opinberri umræðu um tónlistarhúsið. Er enn rætt um aðkomu sjálfstæðra fyr- irtækja að sýningarrekstri í hús- inu og er þá einkum litið til svið- setninga á óperusviðinu, þó verulega hafi dregið mátt úr þeirri gagnrýni síðan leiðtogi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs lýsti yfir vilja sínum til að reisa óperuhús í Kópavogi. Minna hefur farið fyrir gagnrýni þeirra sem gætu nýtt húsið til sviðsetninga á söng- leikjum af öðrum toga. Það stingur leikhúsfólk í augun að nú er komið á daginn að til stendur að reisa orgel í húsinu. Að sögn Stefáns Hermannssonar var gert ráð fyrir í útboðsgögnum að orgeli væri ætlaður staður í húsinu, en í umsókn Portusar, sem reisir húsið og rekur það með tilgreindum styrk borgar og ríkis, var gert ráð fyrir orgeli fyrir miðju sviði hússins. Er áætlað að orgelið kosti um 150 milljónir. Á móti sagði Stefán að þá hafi komið fram ósk af hálfu opinberra aðila að til yrði búnað- ur til að hylja orgelið ef þyrfti. Mun það ganga eftir. Sagði Stefán að hugmyndin um orgelið hafi því verið til staðar frá upphafi en eðli málsins væri að orgel settu menn ekki upp fyrr en húsið væri nær frágengið að innan. Ekki væri á þessu stigi ráðið hvort það yrði strax. Artek, sem er ráðgjafar- fyrirtæki framkvæmdarinnar, hefur víða verið gert ráð fyrir orgeli í húsum sem fyrirtækið hefur átt hlut að. Stefán sagðist hafa heyrt að menn óttuðust að orgel setti hátíðlegan, jafnvel kirkjulegan svip á salinn. Minna má á að í Royal Albert Hall, sem margir hafa séð myndir frá, eins og í upptroðslu Stuð- manna og fleiri, er orgel sem ekki ber mikið á. Frank Zappa nýtti það á tónleikum Mothers of Invention í flutningi á hinum góðkunna slag- ara Louie Louie. Orgelið verður fyrir miðju sviði en stendur hærra en aðal- sviðið og trónir því nokkuð yfir sviðinu. Stefán var spurður hve- nær vænta mætti að sýndar yrðu nýjar teikningar sem sýna sali tónlistarhúss og sagði hann skammt í að mönnum yrðu birtar slíkar teikningar. Verulegar áhyggjur eru teknar að breiðast út meðal áhugamanna um rekstur í húsinu um listrænan stjórnanda. Það eru þrjú ár þar til húsið verður tekið í notkun. Ætla má að auglýsinga- og ráðningar- ferli fyrir slíkan stjórnanda sé minnst sex mánuðir. Þótt auglýst væri nú gæti sá aðili ekki komið að verkinu fyrr en í haust. Þá hafa öll slík hús gengið frá sínum áætl- unum fyrir þann vetur og kom- andi ár, 2008. Stærri stofnanir og umboðsaðilar í tónlistarbransan- um klassíska eru nú komnir langt með drög fyrir starfsárið 2009. Þórunn Sigurðardóttir, list- rænn stjórnandi Listahátíðar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að skrifstofu Listahátíðar bærust reglulega fyrirspurnir erlendis frá um samkomuhald í húsinu. Umboðsskrifstofur sýndu því áhuga: „Það eru verulega stór nöfn sem vilja koma hingað og koma fram í tónlistarhúsinu. Það eru aðilar sem bóka sig langt fram í tímann.“ Til dæmis má nefna að bandaríska söngkonan Renée Fleming er bókuð fram til 2012. Að sögn Þórhalls Vilhjálmssonar, blaðafulltrúa Portusar, er ekki ráðið hvenær auglýst verður eftir listrænum stjórnanda tónlistar- og ráðstefnuhússins sem verður opnað í desember 2009 – eftir þrjá- tíu og þrjá mánuði. Starfið verður auglýst á alþjóðlegum vettvangi og hafa menn þegar hugað að því ferli: „Það gerist einhvern tíma á næstu misserum,“ segir Þórhallur. Það er stjórn Portusar sem ræður viðkomandi einstakling. „Þetta er eitt vandasamasta starf sem þarf að vinna hér á landi og við erum ekkert að flýta okkur að ráða í það,“ segir Þórhallur. Ekki segir hann að nein nefnd sé starfandi í dag á vegum rekstraraðilans til undirbúnings dagskrár hússins. Ætla má að sá aðili sem ráðinn verði til að stýra listrænni starf- semi í húsinu í samvinnu við Sin- fóníuhljómsveit Íslands, ráð- stefnuhaldi í húsinu og aðra þá sem vilja leigja þar aðstöðu, þurfi ekki aðeins að hafa víðtæka þekk- ingu á umstanginu í alþjóðlegum tónlistarbransa, heldur líka að þekkja til tónlistarlífs á Íslandi, bæði sögulega og eins hvað sé í uppgangi hjá hinum stóra og fjöl- skrúðuga tónlistargeira í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.