Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 66
26 27 28 1 2 3 4 Á Litla sviði Borgarleikhússins leika lægstu kenndir mannanna lausum hala í verkinu Killer Joe sem verð- ur frumsýnt í kvöld. Unnur Ösp Stefánsdóttir leik- kona er einn aðstandenda sýningarinnar ásamt unn- usta sínum Birni Thors en leikstjóri verksins og þýðandi er Stefán Baldursson. Unnur Ösp útskýrir að þetta sé í fyrsta sinn sem þau feðgin starfa formlega saman. „Ég viðurkenni alveg að ég þurfti að hugsa mig aðeins um,“ segir Unnur Ösp kímin. Hún útskrif- aðist sem leikkona fyrir fimm árum og hefur einnig starfað sem leikstjóri en Stefán er einn af reyndustu leikstjórum landsins. Það var því kannski kominn tími á að fjölskyldan sameinaði krafta sína. „Því fylgja kostir og gallar að vinna svo náið með fjöl- skyldumeðlimum en mig langaði í það minnsta að prófa það – og það hefur gengið mjög vel,“ segir Unnur. Þegar hópurinn, sem kennir sig við Skámána, fór á stúfana var lagt upp með að finna spennandi verk sem ekki hefði verið sett upp áður og eftir að hafa lesið sig í gegnum glás af nýjum og nýlegum leikrit- um stóð fyrrgreint verk upp úr. Verkið var fyrst sett upp árið 1993 en hefur nú verið leikið um allan heim og hlotið lof og prís. Höfundur þess hefur einnig getið sér gott orð sem leikari og hefur skrifað tvö önnur verk en annað þeirra, Man from Nebraska, var útnefnt besta leikrit ársins af tímaritinu Time árins 2003. „Þetta er mjög nútímalegt verk,“ segir Unnur Ösp og áréttar að á því sé dálítill bíómyndabragur: „Það er átakanlegt og krassandi, uppfullt af frábær- um persónum. Þetta er mjög krefjandi fyrir leikara en er það ekki það sem maður er alltaf að leita að?“ Persónur verksins eru óttalegt hyski að sögn Unnar en persónur þess eru amerísk fjölskylda sem býr í hjólhýsi og berst fyrir sínu – á sinn hátt. Við sögu kemur einnig kappinn Joe sem leikur tveimur skjöldum, hann er laganna vörður en launmorðingi í hjáverkum. Auk Unnar og Björns leika þrír aðrir í sýningunni: Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Um tónlistina sér Pétur Ben en leikmyndina hannar Vyt- autas Narbutas. „Verkið endurspeglar raunveruleika sem er dálít- ið fjarri okkur en mjög spennandi að fást við. Fjöl- skyldan í verkinu býr við bág kjör en reynir að bæta líf sitt. Þau nota til þess fremur sérstakar leiðir og plotta morð á einum fjölskyldumeðlimanna til að komast yfir peninga.“ Unnur segir ádeiluna í verkinu snúast um hversu langt fólk sé tilbúið að ganga til þess að græða. „Það má sjá víða í bandarískri afþrey- ingarmenningu og allt í kringum okkur. Peningar eru í fyrsta sæti í samfélaginu í dag en það er kannski ekki af því góða. Þetta verk sýnir okkur fram á hvern- ig sú hugsun getur leitt fólk út í alls konar vitleysu.“ Verkið er óneitanlega ofbeldisfullt og ágengt enda duga engin vettlingatök né silkihanskar þegar um svona dramatík er að ræða. „Við verðum að meina viðkvæmum sálum aðgang að sýningunni svo við lendum ekki í lögsóknum eða truflunum á sýning- unni,“ útskýrir Unnur Ösp en hópurinn ákvað að taka enga áhættu í þeim efnum og því er sýningin strang- lega bönnuð börnum og viðkvæmum. „Það eru ákveð- in atriði þar sem það er mikill hávaði og sjónhverf- ingar sem gera það að verkum að áhorfandinn þarf að vera vel stemmdur til að fara í gegnum hana.“ Áhorfendur þurfa þó ekki að óttast það að vera angr- aðir á sýningunni heldur tekur einfaldlega á að sitja undir átökunum á sviðinu. Frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu kl. 20. ARI JÓNS: söngur, trommur SVENNI GUÐJÓNS: söngur, hljómborð FINNBOGI KJARTANS: söngur, bassi GÚI RINGSTED: söngur, gítar SIGGI PEREZ: söngur, saxafónn, slagverk Gamla Glaumbæjarstuðið endurvakið með trukki og dýfu Föstudags- og laugardagskvöld „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR &
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.