Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 67
Nýstofnað félag áhugafólks um heimildarmyndagerð, Reykjavík Documentary Workshop, gengst fyrir heimsókn heimildarmynda- gerðarmannins Micha X. Peled til Íslands í samstarfi við Kvikmynda- miðstöð Íslands og námsbrautina „Hagnýt menningarmiðlun“ við Háskóla Íslands. Micha Peled gerði kvikmyndagerð að aðalstarfi sínu árið 1992. Hann hefur leikstýrt fjölda heimildarmynda, sjónvarps- þátta og stuttmynda. Nýjasta mynd hans, China Blue, verður sýnd í Norræna húsinu kl. 20 í kvöld og mun leikstjórinn svara spurningum að henni lokinni. Micha Peled gerði kvikmynda- gerð að aðalstarfi sínu árið 1992. Hann hefur leikstýrt fjölda heim- ildarmynda, sjónvarpsþátta og stuttmynda. Flestir kannast við miðann sem merktur er „Made in China“ en á undanförnum árum hefur umræðan um þrældóm og harðræði verkafólks í vefnaðar- vöruiðnaði aukist. Í mynd Peled er skyggnst bak við luktar dyr kín- verskra verksmiðja og nafnlausum verkamönnum gefið andlit og rödd. Tökur á myndinni voru stöðvaðar ítrekað af kínverskum yfirvöldum, tökuliðið var handtekið og mynd- efni gert upptækt. Myndin tekur 86 mínútur í sýn- ingu og er hún sýnd með enskum texta. Aðgangur á sýninguna er ókeypis. Á morgun er boðið upp á nám- skeið þar sem Peled ræðir verk sín en það fer fram í sal 132 í Öskju milli kl. 13-18. Aðgangseyrir á námskeiðið er 2.000 kr. og fer greiðsla fram á staðnum en ekki er hægt að taka við greiðslukortum. Þrælakistur í Kína Sinfóníuhljómsveit Íslands slær ekki slöku við eftir velheppnaða tónleikaferð um Evrópu. Sveitin heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld ásamt finnsku söngkonunni Lilli Paasikivi. Af óviðráðanlegum ástæðum mun Gunnar Kvaran ekki geta leikið áður auglýstan sellókonsert eftir John Speight á tónleikum og því hefur efnisskránni verið breytt. Þar er nú að finna forleik og sinfóníu nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven og Wesendonck Lieder sem söngkonan knáa mun flytja. Stjórnandi er eftir sem áður Lawrence Renes. Tónleikarnir hefjast að vanda kl. 19.30. Wagner og Beethoven Viðurkenning Hagþenkis var veitt í gær: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg fékk viðurkenninguna sem felst í viðurkenningarskjali og fjárhæð samkvæmt ákvörðun félagsfundar Hagþenkis hverju sinni og er upphæðin nú 750 þúsund krónur. Í umsögn dóm- nefndar segir um verkið: „Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg er unnin er af fágætri alúð og vandvirkni. Hún er þaulunnin og færir okkur fjölþættan fróð- leik um fiska, einkenni þeirra, flokkun og ferðir um höf og vötn. Fjallað er um vel á fjórða hundrað teg- undir, með ítarlegri lýsingu, kortum og greinar- gerð um heimkynni þeirra auk fróðleiks um nytjar af þeim og hvar og hvenær hinir fágætustu hafa veiðst við landið. Viðurkenningu Hagþenkis 2007 hljóta Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg fyrir að hafa dregið nytjaskepnur og furðukvikindi úr sjó og upp á bókarsíður, með snilldarlegum myndum og ljósu máli.“ Viðurkenning Hagþenkis Skámáni Kynnir: KILLer JOE Skám áni Ky nnir: KILLe r JOE JOE Skámáni Kynnir: KILLer JOE Skámáni Kynnir: KILLer JOE Sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins Tilboðsverð til Vörðu- og Námufélaga kr. 1.900 á fyrstu 10 sýningarnar Skámá ni Kynn ir: KILLe r JOE SÖNGLEIKURINN Í tilefni 120 ára afmælis Landsbankans fá Námufélagar 35% afslátt af miðaverði á allar sýningar gegn framvísun Námukortsins. EFTIR HUGLEIK DAGSSON & FLÍS. LEIKSTJÓRI: STEFÁN JÓNSSON Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is FRUMSÝNING 8 . MARS. FORSA LA HAFIN! FORSÝNINGAR 1 . 2. OG 3. MARS. AÐEINS 1500 KR . FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.