Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 82

Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 82
 Hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti taki á móti meisturunum í vinsælustu íþrótta- greinunum í Bandaríkjunum. Á þriðjudag tók George W. Bush á móti NBA-meisturum Miami Heat og var það skemmtileg uppá- koma. Allt gekk vel þar til stillt var upp í hópmyndatöku. Þá ætlaði Bush að láta boltann skoppa en ekki vildi betur til en svo að bolt- inn nánast féll eins og grjót í gólf- ið þannig að Bush gat ekki gripið hann aftur. Uppskar atvikið mikil hlátrasköll viðstaddra og ljóst að Bush á ekki framtíð fyrir sér í körfuboltanum. Bush hrósaði liðinu mikið í ræðu sinni og lagði áherslu á að það hefði verið liðsheildin sem hefði fært Heat sigurinn. Engu að síður var nokkuð um stjörnumeð- ferð hjá forsetanum því þeir Dwy- ane Wade, Shaq O´Neal og Pat Riley gengu ekki inn með liðinu heldur voru sérstaklega kallaðir á svæðið. Það vakti ekki síður kátínu við- staddra þegar hinn tröllvaxni O´Neal afhenti Bush áritaðan körfubolta og þurfti nánast að beygja sig niður til að rétta honum boltann. Bush gat ekki látið boltann skoppa Bardagi ársins fer fram í Las Vegas 5. maí næstkomandi þegar stórstjörnurnar Oscar de la Hoya og Floyd Mayweather yngri mæt- ast. Margt er áhugavert við þenn- an bardaga og ekki síst sú stað- reynd að þjálfari De la Hoya til fjölda ára er faðir Floyds May- weather. Mayweather eldri hafði ekki talað við son sinn í mörg ár en hann var í fangelsi vegna lyfja- mála er sonurinn vann gullverð- laun á ólympíuleikunum árið 1996. Upp úr sambandi þeirra slitnaði í kjölfarið og úr varð að Mayweath- er eldri fór að þjálfa De la Hoya en hann þjálfaði son sinn á yngri árum. Samstarf Mayweathers eldri og de la Hoya hefur verið með miklum ágætum enda hefur de la Hoya verið á meðal fremstu box- ara heims undanfarin áratug. Mayweather fór síðan fram á að fá tvær milljónir dollara fyrir að þjálfa de la Hoya gegn syni sínum en það fannst boxaranum einfald- lega of mikið og því skipti hann um þjálfara. Kallinn dó ekki ráða- laus og hefur nú sæst við son sinn og mun vera í horninu hjá honum gegn de la Hoya. Oscar hefur aftur á móti ráðið hinn virta Freddie Roach sem þjálfara fyrir bardag- ann. Mayweather eldri yfirgaf De la Hoya og fór til sonarins Hin 22 ára gamla NBA-stjarna LeBron James lætur til sín taka utan vallar sem innan en hann hefur nú tilkynnt að unnusta sín eigi von á öðru barni þeirra í sumar. „Ég held að hún sé bókuð 17. júní, ekki spyrja pabbann, spyrjið mömmuna,“ sagði James kjána- legur en fyrir eiga skötuhjúin tveggja ára son sem er nefndur í höfuðið á föður sínum. James ætlar þó ekki að fara sömu leið og hnefaleikakappinn George Foreman sem nefndi alla fimm syni sína í höfuðið á sjálfum sér. „Það gerist aldrei. Það verður enginn LeBron II, Le Bron III og LeBron IV, þið megið bóka það,“ sagði James hlæjandi. Raðar niður börnum Enska knattspyrnufélag- ið Manchester City tapaði rúmum sjö milljónum punda á sex mánaða tímabili fram að nóvem- ber í fyrra. Það gera rúmar 900 milljónir íslenskra króna. Þetta er nokkuð áfall fyrir félagið enda var hagnaður þess á sama tíma árið á undan tæpar 17 milljónir punda. Inni í þeirri tölu var reyndar salan á Shaun Wright-Phillips til Chelsea upp á 21 milljón punda. Mikið tap Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben er orðinn þreyttur á því að sitja á bekknum hjá Chelsea og fer ekki leynt með þá skoðun sína lengur. Kornið sem fyllti mælinn var bekkjar- setan í úrslitaleik deildarbikars- ins gegn Arsenal. Hollensk sjónvarpsstöð, sem tók viðtal við hann eftir leikinn, sagði frá því að fólk í Hollandi væri ósátt við að horfa á hann á bekknum. „Það fólk er ekki nærri eins reitt og ég. Ég var ánægður með stoðsendinguna í leiknum þar sem ég minnti á mig,“ sagði Robben, sem hefur komið níu sinnum af bekknum í vetur. „Það er samt kominn tími á að ég byrji inn á.“ Robben reiður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.