Fréttablaðið - 15.03.2007, Side 11

Fréttablaðið - 15.03.2007, Side 11
Boðað er til fundar fimmtudaginn 15. mars 2007 kl. 20:00 á Grand Hótel kjaramál Fjarfundir: Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar, Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, Heilbrigðisstofnunin Blönduósi, Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum Pólska þingið heiðr- aði í gær 97 ára gamla konu, Irenu Sendler, fyrir að hafa bjargað 2.500 gyðingum meðan á helförinni stóð. Sendler, sem tilheyrði pólskri neðanjarðarhreyfingu, stýrði hópi fólks sem smyglaði börnum gyðinga frá Varsjá og kom þeim fyrir hjá pólskum fjölskyldum, í klaustrum eða á munaðarleys- ingjahælum. Nöfn þeirra skrif- aði hún á miða og gróf í jörðu svo hún gæti komið þeim í hendur foreldra sinna við stríðslok. Sendler var handtekin af Þjóð- verjum árið 1943 og þrátt fyrir ít- rekaðar pyntingar neitaði hún að gefa upp nöfn barnanna. Bjargaði 2.500 gyðingabörnum Í gær opnaði Atlants- olía bensínstöð á Akureyri. Stöð- in, sem stendur við Baldursnes, er tíunda bensínstöð Atlantsolíu en sú fyrsta sem fyrirtækið opnar utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórinn á Akureyri, Sig- rún Björk Jakobsdóttir, opnaði stöðina formlega. Innkoma Atlantsolíu hefur þegar skapað aukna samkeppni á Akureyri en um síðastliðna helgi var Olís-stöðinni í miðbænum breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöð. Tíunda stöðin Náttúruvernd- arsamtök Íslands kærðu í gær framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vatnslagnar frá Vatnsendakrikum um Heiðmörk til úrskurðarnefnd- ar skipulags- og byggingarmála. Svæðið er innan lögsögu Reykja- víkurborgar. Samtökin fara fram á að leyfið verði ógilt auk þess sem þau vilja að úrskurðarnefndin stöðvi allar frekari framkvæmdir á vatns- lögninni þar til hún hefur kveð- ið upp úrskurð sinn. Reykjavíkur- borg veitti leyfið hinn 7. mars síð- astliðinn. Kæra fram- kvæmdaleyfi í Heiðmörk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.