Fréttablaðið - 17.03.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 17.03.2007, Síða 2
Tíu mál eru til rann- sóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu á hendur tæplega þrítugum manni sem grunaður er um að hafa áreitt ungar stúlkur í Voga- hverfi og víðar. Stúlkurnar sem um ræðir eru á aldrinum fimm til tólf ára. Mað- urinn er grunaður um að hafa reynt að lokka eldri stúlkurnar upp í bíl til sín, en lögreglurann- sóknin beinist að viðskiptum hans við yngri stúlkurnar. Hann var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 28. mars, en gert er ráð fyrir að málið verði sent rík- issaksóknara fyrir þann tíma. Áreitni gegn níu stúlkum Vignir, geturðu ekki einu sinni slegið á létta strengi? Formenn stjórnarandstöðuflokk- anna á Alþingi hafna þeim yfirlýsingum Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokks- ins, að stjórnarandstaðan hafi gengið á bak orða sinna um samstarf í því að veita frum- varpi formanna stjórnarflokkanna um auð- lindaákvæði í stjórnarskrá brautargengi. „Þetta eru mikil vonbrigði en ég vísa ábyrgð- inni á stjórnarandstöðuna,“ sagði Jón í Fréttablaðinu í gær. Formennirnir segja boði stjórnarandstöð- unnar um samstarf aldrei hafa verið tekið. Þvert á móti hafi formenn stjórnarflokkanna samið og dreift frumvarpinu upp á sitt eins- dæmi, án nokkurs samráðs. Á blaðamannafundi í gær rifjuðu formenn- irnir upp tvö viðtöl fréttamanna Útvarpsins við Jón Sigurðsson. Í þeim kemur glögglega fram að samstarf við stjórnarandstöðuna var ekki á dagskrá af hálfu Jóns. Í hinu fyrra, sem tekið var 3. mars, sagði Jón aldrei hafa komið til greina að vinna málið með stjórnar- andstöðunni. Í síðara viðtalinu, teknu 7. mars, sagði Jón samstarf með stjórnarandstöðunni ekki á dagskrá. Formenn Frjálslynda flokksins, Sam- fylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segja þessi orð, og auk- inheldur þá staðreynd að stjórnarflokkarn- ir hvorki föluðust eftir samstarfi að fyrra bragði né þáðu boð stjórnarandstöðunnar þar um, sýna glögglega að yfirlýsingar um ábyrgð stjórnarandstöðunnar fái ekki staðist. Séu í raun fullkomlega ósæmilegur áburður. Enda hafi aldrei alvara búið að baki málinu og það aðeins sjónarspil. Jón Sigurðsson vildi aldrei samstarf Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS VOLKSWAGEN PASSAT 4MOTION 2.0 Nýskr. 07.06 - Sjálfskiptur - Ekinn 8 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 3.180 .000. - Full- trúar sex aðildarríkja Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna náðu á fimmtudag- inn samkomu- lagi um hert- ar refsiaðgerðir gegn Íran vegna kjarnorku- vinnslu, sem þar er stunduð. Að samkomu- laginu standa öll fastaríkin fimm, Banda- ríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland, auk Þýskalands. Í næstu viku verður samkomulag- ið kynnt hinum tíu ríkjunum, sem eiga sæti í Öryggisráðinu. Aðgerðirnar fela meðal ann- ars í sér bann á vopnaviðskipti og fjármagnsflutninga gagnvart ein- staklingum og fyrirtækjum sem tengjast kjarnorkuvinnslunni í Íran. Hafa samið um refsiaðgerðir Rósa Guðbjarts- dóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks í Hafnarfirði, segist ekki halda að gögnum sé safn- að á ólögmætan hátt í kosninga- kerfi Alcan sem Persónuvernd hefur nú til skoðunar. Vefurinn geymir upplýsingar um afstöðu íbúa Hafnarfjarðar til stækkun- ar álvers Alcan. „Tilfinning mín er að þetta sé svona heldur sakleysislegt,“ segir Rósa. „Þetta virðist bara vera fyrirtæki sem þarf að hella sér út í kosningabaráttu til að berjast fyrir sinni framtíð, og þetta hlýtur að vera svipað og víðþekkt kosningakerfi stjórn- málaflokkanna. Þeir segja að lögfræðingar hafi séð til þess að þetta stæðist lög, og maður hlýt- ur að treysta þeim, þeir ættu að hafa allt sitt á hreinu.“ Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, segist lítið þekkja til málsins og því ekki vilja taka afstöðu. „Ef málið er inni á borði hjá Persónuvernd þá er auðvitað bara þeirra að kveða upp um hvað þeir telja samræmast lögum og reglum og hvað ekki. Ég hef í sjálfu sér engar forsendur til að meta það,“ segir Lúðvík Geirsson. Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands, var í gær dæmdur til að greiða eigendum starfsmannaleigunnar 2b ehf., hjónunum Eiði Eiríki Baldvins- syni og Olenu Shchavynska, alls eina og hálfa milljón króna vegna ummæla sem hann lét falla um þau haustið 2005. Forsaga málsins er sú að 2b ehf. stóð í viðskiptum við Suður- verk ehf. sem er eitt fjölmargra verktakafyrirtækja á Kára- hnjúkasvæðinu og sá fyrirtæk- inu fyrir starfsmönnum. Pistill birtist á vefsvæði Rafiðnaðar- sambandsins þar sem forsvars- menn 2b ehf. voru sagðir hafa lagt til við verkstjóra Suðurverks að berja starfsmennina sem þeir hefðu leigt af 2b ehf. Í kjölfarið voru viðtöl við Guðmund Gunn- arsson í fréttatímum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins þann 23. októb- er 2005 og lét hann þá ummæl- in sem hann var dæmdur fyrir í gær falla. Auk þess að ummælin voru dæmd dauð og ómerk þá var Guðmundi gert að greiða Olenu og Eiði Eiríki samanlagt 800 þús- und krónur í miskabætur. Þá þarf hann að greiða þeim aukalega 200 þúsund krónur til að standa straum af birtingu niðurstöðu dómsins í fjölmiðlum. Að síðustu var honum einnig gert að greiða stefnendum hálfa milljón í málskostnað. Alls gerir þetta eina og hálfa milljón auk dráttarvaxta. Eiður Eiríkur var ánægður með niðurstöðuna. „Þetta mál hefur tekið mikið á mig og sérstaklega konuna mína. Það er því afskaplega gleðilegt að íslenskt réttarfar sé svona skil- virkt. Ég er virkilega ánægður með þessa niðurstöðu og það er ekki spurning að réttlætið hefur sigrað. Að einn af forystumönn- um íslenskrar verkalýðshreyf- ingar skuli láta svona ummæli falla í fjölmiðlum er með ólíkind- um.“ „Dómarinn ræður,“ sagði Guð- mundur Gunnarsson um dóminn en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöðuna. Hann hafði enn ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum yrði áfrýjað. Dæmdur til að greiða bætur fyrir meiðyrði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, var í gær dæmdur til að greiða eigendum starfsmannaleigunnar 2b miskabætur vegna um- mæla sem hann lét falla um þá í fjölmiðlum. „Réttlætið sigraði,“ segir eigandi 2b. Um 350 lítrar af olíu láku úr 40 tonna flutningabíl sem lenti í óhappi í Heiðmörk í gær. Ökumaður bílsins missti stjórn á honum í beygju vegna hálku, með þeim afleiðingum að bíll- inn rann út í kant og lenti þar á hraundranga sem setti gat olíu- tankinn. Mikið magn af olíu lak úr tank- inum auk þess sem smurolíuleki gerði vart við sig. Veginum hefur verið lokað en eftir helgina verð- ur hafin hreinsun. Ólíklegt er talið að vatnsból Reykvíkinga, sem eru skammt undan, hafi mengast. 350 lítrar af olíu láku út í hraun Þeim sem þurftu að þola ofbeldi á opinberum stofn- unum býðst geðheilbrigðisþjón- usta, hliðstæð þeirri sem fyrr- verandi vist- mönnum Breiða- víkurheimilisins hefur staðið til boða að undan- förnu. Siv Friðleifs- dóttir heilbrigð- isráðherra hvet- ur þá sem telja sig þurfa á þjónustu að halda að hafa samband við sérstakt teymi sem starfar á geðsviði Landspítala. Um tuttugu fyrrverandi vist- menn á Breiðavík hafa notið þjón- ustunnar en Siv segir ómögulegt að segja til um hve margir til við- bótar þiggi hjálpina. Hún gerir þó ráð fyrir að það geri á milli 30 og 40 heyrnarlausir sem beittir voru ofbeldi. 30 til 40 heyrn- arlausir gætu þurft aðstoð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.