Fréttablaðið - 17.03.2007, Side 6

Fréttablaðið - 17.03.2007, Side 6
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki gefa upp hver „ónefndi mað- urinn“ í tölvupósti hans til Jónínu Benediktsdóttur var, þegar hann bar vitni í Baugsmálinu í héraðs- dómi í gær. Styrmir sagðist bund- inn trúnaði sem ritstjóri dagblaðs við þá sem hann á samskipti við. Kjartan Gunnarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, var einnig á dag- skrá sem vitni, en boðunardeild lögreglu hafði ekki náð í hann til að boða hann í dóminn og mætti hann ekki í réttarsal í gær. Gestur Jónsson, verj- andi Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, kallaði Styrmi fyrir dóminn sem vitni og spurði út í þá atburðarás sem fjallað var um í Fréttablaðinu í september 2005. Þar var sagt frá tölvupóst- samskiptum Styrmis og Jónínu í aðdraganda Baugsmálsins, sum- arið 2002. „Mér þótti fyndið að upplifa það að hvorki Jónína Benedikts- dóttir né Jón Gerald Sullenberger töldu sig geta treyst Jóni Steinari [Gunnlaugssyni]. Á bak við þetta er ekkert annað en gamansemi og ekki alvara á nokkurn hátt,“ sagði Styrmir, þegar hann skýrði orða- lagið í tölvupósti sínum. Þar segir meðal annars: „Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokkur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur.“ Sá Kjartan sem um er rætt er Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins. Styrmir rakti málið stuttlega í réttinum í gær og sagð- ist þá hafa leitað til Kjartans sem æskuvinar, en ekki sem fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins. Hann hafi fengið álit Kjartans á Jóni Steinari Gunnlaugssyni, þá hæstaréttarlögmanni. Gestur spurði Styrmi einn- ig hvað átt hafi verið við með orðalaginu „innmúrað og innvígt“. Styrmir sagði það hafa verið tilraun til fyndni, sem skiljist sennilega ekki þegar þetta sé birt í fjölmiðli, ekkert hafi verið á bak við þetta orðalag. Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, spurði Styrmi hvort hann hefði á þeim tíma sem hann kom Jóni Gerald í samband við lögmann vitað hvaða stefnu málið myndi taka. Styrmir sagði að aldrei hefði verið talað um kæru til lögreglu, hann hafi aðeins komið Jóni Ger- ald í samband við lögmann. Það hafi hann raunar gert ítrekað á sínum ferli sem ritstjóri Morgun- blaðsins. Fleiri vitni komu fyrir dóminn í gær, þar á meðal Daði Örn Jóns- son, ráðgjafi hjá Kögun. Hann fékk leyfi réttarins til að sýna með aðstoð fartölvu og skjávarpa hvernig falsa mætti tölvupóst með ritvinnsluforriti, tölvupóstforriti og þekkingu sem afla má á netinu. Styrmir bund- inn trúnaði Ritstjóri Morgunblaðsins sagðist bundinn trúnaði um hver „ónefndi maðurinn“ í tölvupósti hans væri. Ekki hefur náðst í Kjartan Gunnarsson til að boða hann sem vitni og mætti hann ekki í réttinn í gær. BAUGS M Á L I Ð „Það er kominn tími til að Íslendingar fái botn í áralanga umræðu um það hvort við ætlum að sækjast eftir aðild að ESB og taka upp evru,“ sagði Helgi Magn- ússon, formaður Samtaka iðnaðar- ins, á Iðnþingi sem fram fór í gær. Hann óskaði jafnframt eftir vit- rænni umræðu um Evrópumálin. Í ályktun Iðnþingsins segir að efla verði raungreinakennslu á öllum skólastigum og bæta árang- ur nemenda enda sé vel mennt- að starfsfólk undirstaða hagvaxt- ar í framtíðinni. Ályktun þingsins leggur einnig til að stimpilgjöld verði lögð niður og að sköpuð verði sátt um skynsamlega nýtingu auð- linda þannig að jafnvægi ríki milli verndunar og nýtingar. Þá krefj- ast samtökin þess að Alþingi, sem kjörið verður í vor, taki aðild Ís- lands að Evrópusambandinu til al- varlegrar skoðunar. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra ávarpaði þingið og fjallaði um þróun auðlindanýtingar og ný- sköpun atvinnulífsins. „Takmörk- uð nýsköpun í starfandi fyrirtækj- um er að mínu mati einn helsti veikleiki íslensks atvinnulífs og á þeim veikleika þarf að taka,“ sagði Jón. Aðrir ræðumenn á þinginu voru Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, Víglundur Þor- steinsson, stjórnarformaður BM Vallár og Þorsteinn Pálsson, rit- stjóri Fréttablaðsins. Hefur þú verið sektuð/sektaður fyrir umferðarlagabrot? Er aðbúnaður blindra barna á Íslandi viðunandi? Lögreglan í Borgar- nesi stóð í ströngu aðfaranótt föstudagsins. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og reyndi annar þeirra að stinga af á hlaupum. Hann náðist að lokum og var handtekinn. Þá urðu nokkur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar vegna hálku í gær og fyrradag. Tilkynnt var um fjögur minni- háttar óhöpp á Borgarfjarðar- brautinni. Í einu tilfelli var ekið á hross og kenndu ökumaður og farþegi eymsla. Þeir slösuðust þó ekki al- varlega. Stakk af á hlaupum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.