Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 39
Franskur plötusnúður leikur
við lok franskra daga á Domo
í kvöld.
Frönskum dögum á Laugavegi
og Skólavörðustíg lýkur um helg-
ina. Dagarnir voru skipulagðir af
Fransk-íslenska viðskiptaráðinu í
því skyni að kynna franskar vörur
sem seldar eru á Íslandi. Frönsku
dagarnir eru hluti af frönsku há-
tíðinni Pourquoi Pas? – Franskt
vor á Íslandi sem lýkur um miðj-
an maí.
Á síðustu tíu dögum hafa yfir
tuttugu verslanir sýnt franskan
varning í gluggum sínum og verið
með sérstök tilboð. Frönsku dag-
arnir hafa sýnt að sífellt fleiri fyr-
irtæki hafa augastað á íslensk-
um markaði, og innflutningur frá
Frakklandi hefur aukist um rúm
þrjátíu prósent tvö ár í röð. Inn-
fluttar franskar vörur eru af ýmsu
tagi; snyrtivörur, bækur, fatnaður,
hin franska „baguette“ og aðrar
matvörur, hönnun, skartgripir og
barnafatnaður.
Ýmsir skemmtilegir viðburðir
voru í tengslum við franska daga,
þar á meðal hin ljúffenga mat-
reiðsla Michelin-verðlaunakokks-
ins Jean-Yves Johany á Hótel Holti,
og í kvöld mun franskur plötusnúð-
ur frá París leika á Domo.
Frönskum dögum
lýkur í miðbænum
Nú er opið hjá okkur alla laugardaga
frá kl. 11:00 til 17:00
Nú hefur Fiskisaga og Gallerí Kjöt opnað nýja
og stórglæsilega verlsun að Búðarkór 1í Kópavogi.
Hvað er í matinn?
Tilboð dagsins!
Rauðspretta með
rækjutopp á aðeins
990.- Kr.kg
Tilboð dagsins!
Lambalundir
á aðeins
2.998.- Kr.kg
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI