Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 40

Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 40
Á Indlandi er hægt að finna allt. Indland er að verða sífellt vin- sælli ferðamannastaður hjá vest- urlandabúum. Fólk ferðast þangað í misjöfnum erindagjörðum enda hefur þetta sjöunda stærsta land í heimi (heildarflatarmál landsins er 3.287.590 km²) upp á ótal margt að bjóða. Indland er sannkallað himna- ríki fyrir áhugamenn um sögu og byggingalist. Mannvirki á borð við grafhýsið Taj Mahal í borg- inni Agra, moskan Masjid-i-Jahan Numa, sem er sú stærsta í landinu, höllin Rauða virkið í Delhi og Hlið Indlands í Mumbai (áður Bomb- ay) sameina þetta tvennt og eru á meðal vinsælustu minnisvarða landsins. Skammt frá Hliði Indlands er gott hótel í Taj-keðjunni, en nóg er af íburðarmiklum hótelum í Mumbai. Svo sem Hyatt-hótelin og The Leela, þar sem aldrei er að vita nema maður rekist á fræga kvik- myndastjörnu. Kvikmyndaiðnað- ur Indverja hefur nefnilega aðset- ur í borginni og þekkist undir heit- inu Bollywood, sem er samsetning á orðunum Bombay og Hollywood. Það er líka af nógu að taka fyrir þá sem vilja sneiða hjá fjölsóttum ferðamannastöðum. Til að mynda er alltaf hægt að skella sér úr ysi og þysi stórborgarlífsins í Mumb- ai, Agra og Delhi og út á lands- byggðina. Kozhikode, öðru nafni Calicut, er ein fallegasta borg Keralahéraðs á vesturströnd Indlands, svo dæmi sé tekið. Þar er gott að slappa af í náttúrufegurðinni, fara í fljótsferð um Kallai-fljótið og heimsækja kryddmarkaðinn. Svo er alltaf hægt að endurnæra líkama og sál með því að skella sér í gott Ayur- veda-nudd sem hefur verið iðkað öldum saman á Indlandi. Ævintýragjörnum ferðalöngum er bent á náttúruskoðunarferðir, en óvíða er dýralíf eins fjölskrúð- ugt og á Indlandi. Áætlað er að 88 þjóðgarðar og 490 verndarsvæði séu í landinu. Hægt er að skella sér í nokkura daga safaríferðir undir öruggri handleiðslu fararstjóra og skoða dýrin í náttúrulegum heim- kynnum sínum. Pench-þjóðgarð- urinn, sögusvið bókarinnar Frum- skógarlífs, er mjög vinsæll en hann er skammt frá borginni Nag- pur sem er í landinu miðju. Svo er hægt að fara á slóðir móður Theresu í Kalkútta, en sagt er að varla finnist sá staður í heimi þar sem örbirgðin er meiri. Tilval- ið fyrir þá sem vilja heimsækja munaðarleysingjahæli og láta þar gott af sér leiða. Fátæktin í borg- inni er svo ótrúleg að vestrænir ferðalangar sem hafa áður dvalið á lúxushótelum í Mumbai og Delhi trúa því varla að andstæðurnar geti verið svona miklar í einu og sama landinu. Land andstæðna er aftur á móti eitt viðurnefni Ind- lands og ferð til Kalkútta staðfest- ir það. Þegar maður hefur fengið nóg af ævintýramennsku er alltaf hægt að leita aftur í vestræna af- þreyingu. Goa í Konkan-héraði á vesturströnd landsins er einn vin- sælasti áfangastaður vestrænna ferðalanga, enda er þar allt til alls. Goa er þekkt fyrir villt næturlíf, fjölskrúðugt gróðurlíf og fallegar strendur. Ekki má gleyma nuddi, en tilvalið er að láta nudda sig undir berum himni í náttúrufeg- urðinni. Tilvalin endalok á góðu ferðalagi. Mörg andlit Indlands Come2 Scandinavia, Vesterbrogade 17 1620 Kaupmannahöfn. Bjóðum upp á tvær glæsilegar 160 fm íbúðir til viku- eða helgarleigu á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn. Hentar fjölskyldum, vina- og vinnuhópum afar vel. Nánari upplýsingar að finna á: www.come2scandinavia.com Sími: +45 33 25 64 25 - Netfang: info@come2scandinavia.com Leiguíbúðir í Kaupmannahöfn Króatía
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.