Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 62

Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 62
 17. MARS 2007 LAUGARDAGUR20 fréttablaðið fermingar Þegar kemur að því fyrir for- eldra að velja hina einu sönnu fermingargjöf getur valið ýmist legið afar ljóst fyrir eða valdið miklum heilabrotum. Ef það er rokkari sem er að fara að fermast eru ýmis góð gítartilboð í gangi. Hægt er að fá B.C. Rich Son of Beast rafmagnsgítar með poka, ól, snúru og nöglum og 12 W æfingamagnara á 37. 900 kr. í Gítarinn – hljóðfæraverslun á Stórhöfða. Nú eru það ekki lengur gömlu góðu græjurnar sem fermingar- börnin sækjast eftir heldur hefur tæknin tekið stökk og hægt er að koma öllum uppáhalds lögunum sínum fyrir í einu litlu hylki. iPod spilararnir fást í ýmsum stærðum og gerðum í apple-búðinni og eru frá 19.990 krónum og upp úr. Tölvur eru ávallt vinsælar ferming- argjafir og oft vilja unglingarnir fá fartölvur þar sem þær eru með- færilegar og nýtast vel við námið. Um þessar mundir eru í gangi ýmis tölvutilboð og eru vel flestar tölvuverslanir með einhvers konar fermingartilboð í gangi. Í versluninni Tölvutek fást til dæmis ferðatölvur í miklu úrvali og á góðu verði. Stafrænar myndavélar eru til í ýmsum stærðum og gerðum og þar af leiðandi eru þær á mjög breiðu verðbili. Hægt er að fá góðar myndavélar frá 15– 30.000 krónur. Þessi Olympus Mju 700 myndavél fæst meðal annars hjá Bræðrunum Orms- son og kostar 26.900 krónur. Hún er 7,1 milljón pixla og fæst í fjórum litum. Það er alltaf gaman að falleg- um hlutum með notagildi og því er ekki úr vegi að gefa fermingarbarninu lífstíðareign á borð við klassísk húsgögn eftir nafntogaða hönnuði. Sem betur fer er auðvelt að nálgast slíka dýrgripi á Íslandi í dag og má til dæmis nefna búðir á borð við Saltfélagið og Epal. Í Saltfélaginu fást til að mynda nokkrir af hinum frægu Eames stólum sem eru klassísk nútímahönnun. Þessi stóll kostar 19.900 krónur í Salt- félaginu og fæst í ýmsum litum. - hs Veglegar ferm- ingargjafirFætur barna á fermingaraldri eru enn að stækka og þarf því að mæla fótinn áður en skór eru keyptir. Hafa skal í huga að skónúmer geta verið mismunandi eftir merkjum þannig að ágætt er að fara með skóna heim og ganga aðeins í þeim. Ef fundið er til óþæginda er um að gera að fara með þá aftur í búðina og skipta í rétt númer. Passa verður upp á að breiddin á skónum sé þægileg, en fólk er með mismunandi breiða fætur og vill það oft gleym- ast. Betra er að kaupa skó seinnipart dags þar sem fætur bólgna aðeins yfir daginn. Margar fermingar- stúlkur vilja vera á hælum en séu hælarnir hærri en þrír sentímetrar kemur skekkja á bakið og álag eykst á tábergið og aðra staði á fætinum. Algengt vandamál hjá stúlkum er að velja skó sem eru of litlir því þeim finnst það fallegra, en það er mjög slæmt fyrir fótinn. GÓÐ RÁÐ Sniðugt er fyrir foreldra, sem þurfa að undirbúa fermingar fleiri barna, að skrifa sem mest niður af því sem að höndum ber við undirbúninginn. Það getur verið gott að fletta upp í þeim punktum næst. Hversu mikið þarf að kaupa af hinu og þessu og hve mikið af því var notað. Hvað var eldað, og bakað. Hvað þið gerðuð vitlaust núna og þar fram eftir götunum. Því meira sem skrifað er – því betra. Réttu skórnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.