Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 68

Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 68
 17. MARS 2007 LAUGARDAGUR26 fréttablaðið fermingar Við fermingarmyndatöku legg ég fyrst og fremst áherslu á að krakkarnir nái að vera þeir sjálfir,“ segir Freyja Gylfadóttir hjá Stúdíó 101. „Ég vil ekki skella þeim hér inn í myndverið, taka þrjátíu myndir og að þær séu bara einhvern veginn. Myndatakan þarf að taka um það bil klukkustund og þá er til dæmis hægt að nota tónlist með. Ég mæli oft með því að krakkarnir taki sína uppáhalds tónlist með sér, en hún hjálpar þeim að slappa af og vera rólegri í skinn- inu. Það labbar nefnilega enginn inn í stúdíó, sest í stól- inn og breytist í fyrirsætu. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Freyja segir sífellt færri kjósa að hafa einungis kyrtil og sálmabók á fermingarmyndinni og að sumir vilji það hreinlega alls ekki. Hún hefur þó alltaf ferm- ingarkyrtil við hendina og margir hafa þá eina slíka mynd með í syrpunni. Fólk kýs líka að fá myndirnar útprentaðar bæði í lit, svarthvítu og brúnum tónum, eða svarthvíta með einum lit, og svo eru þær afhentar í stærðinni 13x18 í þar til gerðri möppu. Stækkanir eru gerðar eftir þörfum. Stundum kemur það fyrir að ferm- ingarmyndatökur fari fram utandyra en enn hefur ekki til þess komið að kyrtil- smynd sé tekin úti í guðsgrænni náttúr- unni. „Það gæti samt orðið mjög skemmti- ega óhefðbundin mynd. Til dæmis væri hægt að taka hana úti í hrauni eða niðri við sjó,“ segir Freyja og hlær. Freyja hvetur fólk einnig til að nýta sér tækifærið og láta taka fjölskyldumynd um leið og fermingarmynda- takan fer fram. „Það er ekki á hverjum degi sem fólk kemur í ljósmyndastúdíó og því vel þess virði að smala hópnum saman, því í raun er alveg ómetanlegt að eiga góða fjölskyldumynd,“ segir hún að lokum. Heimasíða Freyju er www.studio101.is Harpa Hrund Njálsdóttir ljósmyndari hefur rekið ljósmyndastúdíó í um tvö ár en hefur þó verið að taka myndir frá því á unglingsárum. Hún segir fermingarmyndir hafa breyst mikið undanfarin ár og nú fái unglingarnir meira að taka þátt í því hvað gerist. „Ég held að það hafi til dæmis aldrei átt sér stað hér áður fyrr að sjálft fermingar- barnið réðist í að panta myndatökuna, en núna er ég byrjuð að fá tölvupósta frá krökkum sem eru að skipuleggja myndatökur. Krakkar kunna almennt mjög illa við þessar uppstilltu myndir þar sem fermingarbarnið stendur við dúkalagt borð með logandi kerti, haldandi á sálmabók eða með spenntar greipar og angur- væran svip. Þetta er liðin tíð og nú viljum við hafa þetta svolítið afslappaðra,“ segir Harpa og bendir á að krakkarnir vilji gjarnan að þeirra persónuleiki eða áhugamál skíni í gegn. „Þannig koma margir með íþróttagallann, hljóðfæri, dansfötin eða annað sem gefur vís- bendingu um hverju unglingurinn hefur áhuga á. Oft er til dæmis hægt að taka mjög fallegar, svarthvítar myndir þar sem hljóðfæri eru með á mynd.“ Spurð að því hvort einhver unglingurinn hafi tekið með sér fartölvu eða Play Station-vél í myndatöku segir hún það enn ekki hafa gerst, en að því hljóti þó að koma. „Ein kom reyndar með iPod um daginn og það var bara mjög skemmtilegt. Ef fermingarbarnið er feimið að eðlisfari þá er minna gaman að myndaalbúmi þar sem allar myndirnar sýna einstaklinginn með þvingað og skrítið bros, svo á heldur ekkert að brosa á öllum myndum. Það brosir enginn allan daginn hvort sem er,“ segir hún og bætir því við að fermingarmynda- takan sé í raun orðin meira unglingavæn. „Fermingarbörn eru fullorðin en samt ekki og því finnst þeim mjög gott að fá að vera með í að taka ákvarðanir kringum þetta. Enda ættu þau vissulega að fá að hafa áhrif þar sem þetta eru myndir af þeim.“ Heimasíða Hörpu Hrundar er www.harpahrund.is en þar má finna verðlista og fleira. mhg@frettabladid.is Fæst kjósa kyrtilinn Flestir Íslendingar láta ferma sig og við það tilefni má ekki sleppa því að láta taka ljósmynd af fermingarbarninu. Stundum kemur það fyrir að fólki mislíki blessuð fermingarmyndin þar sem tíska liðinnar tíðar verður oft hlægileg þegar fram líða stundir og unglingar geta verið fremur sérkennilegir í útliti þegar þeir eru á hátindi kynþroskaskeiðs. Af þessum og fleiri ástæðum hafa venjur í kringum fermingarmyndatökur breyst töluvert undanfarið og eru nú öllu hliðhollari unglingunum þar sem þeir fá að vera mikið með í ráðum. Harpa Hrund Njálsdóttir ljósmyndari segir mikil- vægt að persónuleiki þess sem verið er að mynda fái að koma fram við myndatökuna. Freyja Gylfadóttir hefur enn ekki tekið mynd þar sem fermingarbarnið stendur utandyra í kyrtlinum, en heldur að það gæti komið skemmtilega út enda verða fermingarmyndir æ óhefðbundnari. Fermingargjöf – með æviábyrgð Gjafabréf Hraðlestrarskólans • Frábær fermingargjöf • Gjöf með æviábyrgð Allar upplýsingar á www.h.is og í síma 586-9400 “..hef náð frá 130 orðum á mínútu í 1056 orðum á mínútu..” Axel Kristinsson, 16 ára nemi. “Þetta mun nýtast mér alla ævi.” Jóhanna Helga, 15 ára grunnskólanemi.“..byrjaði með 96 orð á mínútu og 40% skilning en í lokin las ég 406 orð á mínútu og 70% skilning.” 14 ára nemi. “Ykkur að þakka mun ég rúlla upp samræmdu prófunum.” Jökull Torfason, 15 ára nemi. “Námskeiðið er gott, ekki of tímafrekt og góður undirbúningur fyrir framtíðina.” Margrét Ósk, 14 ára nemi. “..fannst námskeiðið skemmtilegt og krefjandi.” Álfrún Perla, 14 ára nemi “...jók lestrarhraðann talsvert mikið.” Elísa Elíasdóttir, 12 ára nemi. “..þetta hefur hjálpað mér í námi.” Steinar Þorsteinsson, 15 ára nemi. Korthafar VISA kreditkorta – nýtið ykkur frábært tilboð – gildir til 1. apríl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.