Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 92

Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 92
Gunnar Hersveinn er ritfær maður og alltaf gaman að lesa skrif hans, bæði hugsun og orðfæri. Í grein í Lesbók Mbl. 10. mars leggur hann skemmtilega út af þversögn Tóm- asar Guðmundssonar. „Ístöðuleysi er mín sterkasta hlið“ og segir full- yrðinguna hugarhögg, „því gert er ráð fyrir að ístöðuleysi sé óum- deildur ókostur“. Þetta orð, hugar- högg, hef ég ekki séð áður, en er einkar vel til fundið, því að snjall- ar þversagnir geta verkað líkt og kinnhestur á hugsunina, maður hrekkur við og neyðist til íhugun- ar. Í greininni fjallar hann um þann vanda að eiga erfitt með að gera upp hug sinn og segir: „Valkvíð- inn skín út um ístöðulaus augun.“ Sannarlega vel að orði komist. Athugasemdir hef ég fengið vegna umfjöllunar um so. keyra – sigla, sem reyndar var ekki frá mér ættuð, heldur aðsend. Reynir Kristjáns- son spyr hvort ekki þurfi segl til að sigla. Og rétt er það, að so. sigla er dregið af segli. En tungumálið hefur reyndar fylgt þeirri þróun að sigla án segla. Við höfum meira að segja siglingastofnun og tölum um strandsiglingar, og menn töld- ust hér áður fyrr sigldir menn þótt þeir færu með Gullfossi. So. sigla hefur því getað lifað við seglaleysi. En vitaskuld mega menn vera svo strangir í orðfæri sínu að einskorða notkun þessa so. við segl. Fleira virðist undarlegt í fasteigna- auglýsingum en fokhelt að innan. Sigurður Hreiðar segist hafa séð auglýsta íbúð á þriðju hæð í Garða- bæ með innbyggðum bílskúr. Mætti nú halda að slíkt hús stæði í miklum bratta, en svo er ekki skv. mynd. Það hlýtur að þurfa vængjaðan bíl til að nýta þann skúr. Og reyndar má spyrja hvort skúr geti yfirleitt verið innbyggður, hvort sem það er bílskúr eða geymsluskúr. Skv. orðabók merkir skúr: kofi eða lítil bygging. Sigurður Hreiðar nefnir einnig að algengt sé að sagt er í útvarpi: grunur leikur á um eitthvað. Grunur leikur á um ölvun við akst- ur. Grunur leikur á um íkveikju? Og hann spyr: Hvaðan úr veröld- inni kemur þetta „um“? Ekki veit ég það, og efast um að það komi úr veröldinni. Óþarft er það að minnsta kosti. „Lærðir og leiknir“ var sagt í út- varpi, og sömuleiðis: „Við erum hér í góðu yfirliti“. Leikir menn geta auðvitað verið leiknir og betra er að vera í góðu yfirlæti en yfirliti. Þarf að hafa fleiri orð um svona málfar? Þorsteinn frá Hamri minnti mig á þessa braghendu úr Rímum af Gísla Súrssyni eftir Sigurð Breið- fjörð þar sem þær Ásgerður og Auður voru að ræða viðkvæm mál: Húsfreyjurnar hugsandi um hagi slæma réna létu ræðu gaman rauðar eins og blóð í framan. Þetta afbrigði braghendunnar kallast skáhenda vegna rímsins slæma – gaman. Vilji menn senda mér brag- hendu eða góðfúslegar ábending- ar: npn@vortex.is Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Ís- landi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í út- löndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil mat- armenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. Kebab er aðalmálið og núna hef ég prófað trilljón útfærslur af þessum þjóðarrétti. Kebab er líka alltaf borið fram með miklu magni af saffran-hrísgrjónum sem eru mjög svo góð. Og jógúrt, hér er skylda að borða hreina jógúrt með öllum mat. En í dag fann ég skemmti- lega skrítinn drykk. Rani, sem er íranskur ananasgosdrykkur með ananasbitum. Það var skemmti- lega hressandi. Bananatyggjó er líka mjög vinsælt hérna og aðal- tyggjóbragðið. Mér finnst alltaf mjög fyndið að fá bananatyggjó. Íranar eru líka mikið fyrir ís og ísbúðir eru á hverju götuhorni. Grænn og bleikur ís í brauðformi með óskil- greindu bragði er lang- vinsælastur hér og það er ekki hægt að labba úti á götu án þess að mæta einhverjum með þannig ís. Þannig finnst mér það skemmtilegasta við það að vera í nýrri borg, sem er svo gjör- samlega frábrugðin öllu sem ég hef kynnst, að ganga um göturnar og upplifa allt sem er nýtt og öðruvísi en ég á að venjast. Sem er reyndar allt í Teheran, ekkert er venjulegt hér. Það er líka ýmislegt annað sem er frábrugðið í menningunni. Hér eru að bresta á áramót. Nýja árið byrjar 21. mars sem er fyrsti dagur vorsins. Nýja árið kemur sem sagt með vorinu. Og með tilheyrandi há- tíðahöldum. Til að fagna nýja árinu þurfa Íranar tveggja vikna frí og allt er lokað í að minnsta kosti viku. Síðan ég kom hingað hef ég upplif- að alls konar frídaga, aðallega trú- arlega en Íranar eru duglegir að taka sér frí við minnsta tækifæri. En nýja árið er stærsta hátíð ársins. Þess vegna er verslunar- æði í gangi núna, svipað og fyrir jólin heima. Og alls staðar kaos af fólki og mikil traffík. Fólk reynir í æsingi að finna sér ný föt og gjafir handa vinum og vandamönnum. Það eru miklar hefðir í kring- um öll hátíðarhöld í Íran. Í síð- ustu viku var til dæmis haldið upp á síðasta miðvikudag ársins. Það var reyndar gert á þriðju- dagskvöld og þá breyttist Teher- an í allsherjar partístað þar sem fólk kom saman og kveikti elda úti á götu til að stökkva yfir. Meðan ég keyrði í gegnum borgina á leið í partí sá ég lítil bál úti um allar götur. Eldur- inn táknar nýja byrjun og meðan þeir stökkva yfir eldinn biðja Íran- ar um góða heilsu fyrir nýja árið. Á þessu kvöldi er líka flugeldum og ýlum skotið á loft. Flugeld- arnir voru reyndar hálfaumingja- legir en strák- arnir bættu það upp með litlum sprengjum sem þeir köstuðu út um allt. Og svo var dansað fram- eftir nóttu. Í næstu viku þegar nýja árið brestur á er siður að finna til sjö hluti sem byrja á s og setja á fal- legt borð sem er látið standa óhreyft í viku. Síðan heimsækir fólk ættingja sína og er algengt að það ferðist til að heimsækja þá sem búa lengra í burtu. Þannig mun Teheran tæmast um áramót- in sjálf, svipað eins og um versl- unarmannahelgina heima. Þetta er mesta frí- og ferðavika ársins. Ég ætla reyndar að vera í Teh- eran og sjá hvort það sé satt að þessi borg geti virkilega róast. Ég hef aldrei upplifað annað en kaos og læti úti á götu frá morgni til kvölds þannig að ég er mjög spennt að sjá hana leggjast í dvala. Teheran-búar fara nefnilega mjög snemma á fætur og það eru allt- af allir í fullu fjöri löngu áður en ég vakna. Einn daginn keyrði ég í gegnum borgina klukkan sjö um morgun og alls staðar var fólk úti á götu með ferskt brauð undir handleggnum. Borgarbúar fara snemma á fætur vegna þess að hluti þeirra vaknar klukkan fimm á morgnana við fyrsta bænakall til að tala við guð. Það er líklega ágætis hugleiðsla og góð byrjun á deginum. Gleðilegt nýtt ár! hannabjork@gmail.com Fyrri pistla frá Íran má lesa á www.hanna- bjork.blogspot.com og á visir.is Anananasgos og bananatyggjó! Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. -99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-iðJA LAUSN JON. Leystu krossgátuna! Þú gætir unnið Litlu Stundina með Skoppu og Skrítlu á DVD!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.