Fréttablaðið - 17.03.2007, Side 98

Fréttablaðið - 17.03.2007, Side 98
Slagorð og mynd- ir á T-bolum hafa löngum verið vin- sælt viðfangsefni. Hvergi er betra að tjá skoðanir sínar og koma rót- tækum slagorðum á framfæri. Uppá- haldshljómsveit- ir manna og tísku- íkon hafa selst á T-bolum eins og heitar lummur og nægir að nefna Che Guevara, Elvis og Rolling Stones í því sam- hengi. Nýlega spratt upp náungi, Henry Holland að nafni, með ein- staklega fína hugmynd. Hann stofnaði lítið tískuhús sem hann nefndi House of Holland og bjó til samansafn af mega flottum slá- andi litríkum T-bolum sem hann kallar „Fashion Groupie“. Á þá skellir hann svo slagorð- um þar sem hann lofsyngur marga tísku- hönnuði sam- tímans en gerir nett grín að þeim í leiðinni. Á einum stend- ur skýrum stórum stöfum: Cause Me Pain Hedi Slimane, á öðrum Get Yer Freak On Giles Deacon, á þeim þriðja Give Us A Tickle Richard Nicolls. Hljómar eins og skemmti- legt einkadjók sem gekk aðeins of langt og hefur náð útbreiddri at- hygli! Hægt er að fjárfesta í bol- unum á www.house-ofholland. co.uk Húsið hans Henrys Tískubylgjur verða til með einstaklingum. Yfirleitt eru það utangarð- sunglingar sem vilja eitthvað nýtt og annað en það sem er í gildi í dag. Þessir krakkar safnast fyrst saman á litlum börum þar sem helst eng- inn sér þá, hlusta á skrýtna tónlist og klæðast skrýtnum fötum. Þeir verða sjálfkrafa hluti af einhvers konar neðanjarðarmenningu sem krefst breytinga og vill ekki þrífast í þeim leiðindaferhyrningi sem samfélagið setur þeim. Í þessum hóp er fólk af öllum stærðum og gerð- um, ljósmyndarar, listamenn, leikarar, tónlistarfólk, stílistar, hugsuð- ir og heimspekingar. Allir eiga það sameiginlegt að þeim líður eins og þeir séu komnir heim þegar þeir stíga fæti inn á barinn sinn, kaffihúsið eða klúbbinn og hitta vinina sem eru þeim líkt og fjölskylda og eiga sér svipaða drauma og tilfinningar. Og hvernig sýnir þessi þéttskipaði kjarni fólks hvað þau eru að meina út á við? Hvernig sýna þau hvers þau eru megnug? Með klæðaburði! Hipparnir gerðu það á sjöunda áratugnum, pönkaranir á þeim á átt- unda og reifararnir á þeim níunda. Allar þessar bylgjur voru byltinga- kenndar hvað varðar klæðaburð og fatahönnun. Minni byltingar (þó ekki minna áhugaverðar) eiga sér þó stað hvert sem litið er og geta af sér æðislega fatahönnuði og tískuspek- úlanta. Þessa dagana siglir skemmti- leg bylgja yfir Bretland sem kölluð hefur verið nýja reifið eða New Rave. Samkvæmt upplýsingum mínum eru þetta mestmegnis breskir utangarðs- klúbbakrakkar sem fengu leið á að gera ekki neitt og ákváðu að undir- strika og umfaðma eigin furðulegheit og gera skemmtilega hluti af alvöru með tilheyrandi glimmeri og glow- prikum. Mér koma strax í hug nokkrir ungir breskir fatahönnuðir sem hafa sprottið upp úr þessari senu. Gareth Pugh og Christopher Kane eru að taka tískuheiminn með trompi og lífga við breska fatahönnun sem hefur verið meira og minna í andaslitrunum síð- ustu 20 árin (Stella McCartney, Alex- ander McQueen og auðvitað frú West- wood eru þó algjörar undantekning- ar). Hönnuðurinn Giles Deacon er líka með eindæmum atorkusamur líkt og Henry Holland sem fékk skemmti- lega og einfalda hugmynd og gerði sannarlega alvöru úr henni. Þetta sýnir og sannar enn og aftur að af litlum neista kviknar oft mikið bál. Munum því öll eftir að rækta litla neistann innra með okkur. Reif í skóinn Jæja, nú er allt að smella saman. Eftir miklar vanga- veltur er maður búinn að velja kjól og finna hina fullkomnu skó í stíl, háir hælar sem undirstrika fal- lega leggina. Kápan er eins og punkturinn yfir i-ið og manni líður eins og maður sé nýstiginn út úr ein- hverri góðri kvikmynd. En það er samt eitthvað sem sárlega vantar. Maður brýtur heilann svo í brakar. Allt frá naglalakki upp í kinnalit er á sínum stað... engin lykkjuföll á sokkabuxunum... hárið nýblásið og fínt. Hananú! Hárið. Það vantar eitthvað fallegt til að undirstrika fína hárið og hvað er betur til þess fall- ið en falleg hárspöng með satínslaufu eða litríkum perlum? Eða jafnvel litrík fjaðraspenna? Fullkomið til að fullkomna lúkkið. Hér eru nokkur góð dæmi sem tínd voru til í búðum Reykjavíkur sem og höfuð- búnaður frá tískuhönnuðum úti í heimi sem gaman er að skoða og fá hressandi innblástur frá! Hárskraut og höfuðskraut Veikust fyrir Símoni Birgissyni FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM OPIÐ TIL KL. 18 Í DAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.