Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 2

Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 2
Ég álít að þetta sé ekki ólöglegt en bjóst reyndar ekki við að þetta færi svona langt. „Já, ég var á vakt, en þetta var bara gert til að vera í góðum tengslum við strákana. Ég álít að þetta sé ekki ólöglegt en bjóst reyndar ekki við að þetta færi svona langt,“ segir Svein- björn Ragnars- son, lögreglu- varðstjóri á Sauðárkróki. Sveinbjörn lék, á meðan hann var á vakt, í stuttmynd nokkurra pilta í bænum þar sem bjór- drykkja og lögbrot gegna stóru hlutverki. Í leikinn fengu dreng- irnir meðal annars afnot af lög- reglubíl og fangaklefa bæjarins auk þess sem varðstjórinn lék þar hlutverk. Búið er að senda ríkissaksókn- ara kæru vegna málsins þar sem grunur leikur á að varðstjórinn hafi gerst brotlegur við almenn hegningarlög, lögreglulög og reglur sem varða starfsmenn hins opinbera. „Þegar þeirri rannsókn er lokið tekur ríkislögreglustjóri við mál- inu. Í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um agaviðurlög. Þá kemur tvennt til greina, ann- ars vegar að veita honum áminn- ingu eða víkja honum tímabundið úr starfi,“ segir Páll Winkel, yfir- maður á stjórnsýslusviði ríkis- lögreglustjóra. Hann segir dóm- greindarleysi lögreglumannsins í þessu máli óskiljanlegt. Í myndbandinu hljómar tónlist og í texta lagsins eru fíkniefna- neysla og ofbeldi mærð. Meðal þess sem drengirnir setja á svið eru slagsmál og hraðakstur. Sveinbjörn kemur svo og skakk- ar leikinn í lögreglubúningi, enda á vakt. Hann tekur drengina upp í lögreglubíl staðarins og lokar þá að endingu inni í fangaklefa bæjarins með nokkrar dósir af Víking bjór. Vífilfell sver af sér öll tengsl við myndbandið. „Það er klárt mál að við myndum aldrei tengja akstur og ofbeldi við bjór,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, vöru- merkjastjóri bjórs hjá Vífilfelli. Hann segir að ekki verði gripið til aðgerða vegna notkunar drengjanna á vörumerkinu. Vissulega sé þó óheppilegt að myndbandið sé öllum aðgengi- legt á netinu þar sem fólk gæti haldið að fyrirtækið stæði fyrir uppátækinu og ólöglegt sé að auglýsa bjór. „Þetta er alls ekki til eftir- breytni fyrir aðra lögreglumenn, það er á hreinu, en við verðum að sjá hvað rannsókn leiðir í ljós í þessu máli,“ segir Páll. Varðstjóri á vakt í bjórauglýsingu pilta Búið er að senda kæru til Ríkissaksóknara vegna þátttöku lögregluvarðstjóra í stuttmynd nokkurra pilta. Í henni fá drengirnir afnot af lögreglubíl og fanga- klefa staðarins. Dómgreindarleysi, segir yfirmaður hjá Ríkislögreglustjóra. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, segir áhyggjur Rússa af fyrirhuguðum eld- flaugavörnum Bandaríkjanna í Evrópu vera „fárán- legar“. Hún krefst einnig skýringa frá Rússum um það hvers vegna þeir ætli ekki að virða lengur afvopn- unarsamning sem gerður var árið 1990. „Við skulum vera raunsæ og horfa á málið eins og það er. Sú hugmynd að tíu varnarflaugar og nokkrar ratsjár í Austur-Evrópu muni grafa undan sovéskum fælingarmætti er hreinlega fáránleg og það vita allir,“ sagði Rice í gær áður en hún hélt til fundar við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Bæði voru þau stödd í Osló, þar sem utanríkisráðherra- fundur Atlantshafsbandalagsins stendur yfir. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagðist telja rétt að Rússar hættu að virða samning um takmörkun hefðbundinna vopna í Evrópu, svonefndan CFE- samning, þangað til öll Natóríki hefðu staðfest hann og væru farin að fylgja ákvæðum hans út í ystu æsar. Bæði Condoleezza Rice og Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Nató, brugðust ókvæða við þess- ari yfirlýsingu frá Rússum. Rice krafðist nánari skýringa og Scheffer sagði yfirlýsinguna valda Nató- ríkjunum „alvarlegum áhyggjum, vonbrigðum og eftirsjá“. Deilur við Rússa á Natófundi Ekið var á tvö hús á Sauðár- króki í gær. Um klukkan ellefu ók fullorðin kona á hús á Hólavegi. Hún kvartaði undan eymslum eftir slysið og var farið með hana á heilsugæslustöðina í bænum. Bíll konunnar skemmdist töluvert og klæðing á húsinu skemmdist einnig. Seinna óhappið varð klukku- stund síðar. Í það skiptið var ekið á hús verslunarinnar Hlíðarkaupa við Akurhlíð. Enginn slasaðist en bíllinn skemmdist mikið. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er nær óskiljanlegt hvers vegna þessi atvik áttu sér stað. Ekki er algengt að ekið sé á hús og einsdæmi að ekið sé að tvær byggingar á Sauðaárkróki sama daginn. Ekið á tvö hús á Sauðárkróki Björgunarsveitir í Skagafirði voru kallaðar út aðfaranótt fimmtudags þegar neyðarkall barst frá trillunni Þyt, sem hafði strandað við Fagranes, skammt norðan Sauðárkróks. Einn maður var í bátnum og var hann ekki í hættu. Björgunarbáturinn Sigurvin frá Siglufirði var kallaður á vettvang til þess að draga trilluna. Ætlunin var að draga trilluna til hafnar á Siglufirði en göt voru komin á skrokkinn og því var ákveðið að draga bátinn, marandi í hálfu kafi, til Sauðárkróks. Báturinn kom til Sauðárkróks í gærmorgun. Ekki er ljóst hvað olli óhappinu. Strandaði við Fagranes Mildi má telja að ekki fór illa þegar glerbrot fannst í barnamat sem verið var að mata börn á. Maturinn var framleiddur af fyrirtækinu Organic Baby og seldur í verslun Nóatúns í Smáralind. „Þetta er bara innflutningsvara, við settum ekki glerbrot í þetta. Er þetta eitthvað fréttnæmt?“ sagði Jóhann Ólafur Ólason, verslunar- stjóri búðarinnar, þegar hann var spurður um viðbrögð við atvikinu. Sigrún Gísladóttir, sem sér um innflutning á vörum fyrir verslanirnar, vildi ekki tjá sig að svo stöddu um málið nema hvað hún segir vöruna hafa samstundis verið fjarlægða úr hillum verslananna og samband haft við framleiðanda. Glerbrot fannst í barnamatnum Fimmtán ára piltur liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa nærri drukknað í Kópavogs- laug í gær. Drengurinn var í skóla- sundi þegar atvikið átti sér stað. Ekki er ljóst hver tildrög slyssins voru en piltinum er haldið sofandi í öndunarvél. Pilturinn, sem er nemandi í 10. bekk við Snælandsskóla, var í lauginni ásamt bekkjarfélögum sínum. Svo virðist sem hann hafi orðið viðskila við félaga sína og ekki er vitað hve lengi hann hafði legið á botni laugarinnar þegar sundkennari varð þess var. Kenn- arar og starfsfólk sundlaugarinn- ar hófu strax björgunaraðgerðir og blésu lífi í piltinn. Vildís Guðmundsdóttir, for- stöðumaður sundlaugarinnar, segir að unnið hafi verið eftir ferl- um sem æfðir séu reglulega. „Rannsókn slyssins er í höndum lögreglu og við getum ekkert sagt að svo stöddu um hvað gerðist,“ segir Vildís. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild í gærkvöldi var ástand pitlisns alvarlegt. Jórunn, er þetta bara spurning um að elska náungann? Hátt í fimmtíu fulltrúar frá Ferðamálaráði Evrópu eru nú staddir hér á landi í tengslum við aðalfund samtakanna á Nordica hóteli. Á fundinum var Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra veitt heiðursviðurkenning auk þess sem hann var kjörinn í fram- kvæmdanefnd samtakanna til tveggja ára. Á aðalfundinum var einnig gengið formlega frá inngöngu Kákasuslandsins Georgíu í samtökin og eru aðildarlöndin þar með orðin 38 talsins. Georgía form- lega gengin inn Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi formaður Landsvirkjunar, hefði kosið að sitja ári lengur í starfi til að ljúka við Kárahnjúka- verkefnið. Hann kveðst og enga skýringu hafa fengið á því hvers vegna hann hafi verið látinn hætta sem stjórnar- formaður. Jón Sigurðs- son, formaður Framsóknar- flokksins, gefur enga skýringu á formannsskiptunum aðra en þá að hann hafi þurft að velja í starfið með tilliti til þarfa og hagsmuna Landsvirkjunar og orkugeirans. Jón segir skiptin þó ekki tengjast gagnrýni né óánægju með störf fráfarandi formanns. Fjandsamleg formannsskipti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.