Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.04.2007, Qupperneq 8
Kjörskrá vegna alþingiskosninga Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 12. maí 2007 liggur frammi til sýnis í þjónustuverinu, Strandgötu 6, frá og með föstudeginum 27. apríl fram á kjördag. Þjónustuverið er opið alla virka daga frá 8:00 - 17:00. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til bæjarstjórnar. Kjörstjórn Hafnarfjarðar. www.vg.is KRAFTMIKIÐ SAMFÉLAG kynntu þér málið á Byggja á 75 þúsund fermetra húsnæði á Höfðatorgsreitnum auk tveggja hæða bílakjallara þar undir. Þriðjungur verð- ur íbúðir en að öðru leyti verður fyrst og fremst um skrifstofubyggingar að ræða. Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri Eyktar, sagði í gær að uppbyggingin ætti sér aðdraganda allt aftur til ársins 2000 er kaup á eignum hófust á reitnum. Kaflaskipti hefðu orðið 2005 er Eykt hóf mikil uppkaup á reitn- um. Áður en Höfðatorg var fullhannað var leitað til þýsks ráðgjafarfyrirtækis um eðli og ímynd svæðisins. Lagði forstjóri Eyktar áherslu á að maðurinn sjálfur væri þunga- miðja allrar hönnunar Höfðatorgs. Pálmar Kristmundsson hjá PK arkitektum sagði meðal annars að myndað yrði stórt, skjólgott og sólríkt torg á milli húsanna. Þetta torg væri einn ávinningur Reykjavíkur af nýja svæðinu, sem í heild væri hugsað þannig að það færði miðborgina lengra til austurs. Þar yrði fjölbreytt mannlíf, meðal annars með verslunum og kaffihúsum. Þó verða ekki skemmtistaðir á Höfðatorgi. „Höfðatorg kemur til móts við þá sem vilja búa miðsvæðis í nýju, fáguðu húsnæði,“ segir í kynningarefni Höfðatorgs ehf. Hæsta byggingin á Höfðatorgi verður nítján hæða skrifstofuhús. Hversu margir eru sagðir hafa veikst vegna mengunar við Kárahnjúka síðustu vikur? Hvað heitir nýr stjórnarfor- maður Landsvirkjunar? Hversu margir fuglar voru aflífaðir vegna viðbragðsæfing- ar um fuglaflensu á þriðjudag? Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, skrifuðu í gær undir sam- komulag við Norðmenn um sam- starf á sviði öryggis- og varnar- mála. Stuttu síðar skrifuðu Valgerður og Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, undir viljayfirlýsingu um svipað samstarf við Dani. Markmið samningsins við Norð- menn er að „staðfesta pólitískan vilja“ þjóðanna um samstarf á sviði öryggis-, varnar-, viðbúnað- ar- og björgunarmála á Norður- Atlantshafssvæðinu. Einnig segir að stuðla eigi að „varanlegum stöðugleika og öryggi á svæðinu“. Samstarfið tekur sérstaklega til upplýsingaskipta og fræðslu. Norðmenn munu mennta og þjálfa íslenskt starfslið, meðal annars á sviði flugeftirlits. Gera á samning um upplýsingaskipti vegna eftir- lits með skipaferðum og um björgunarþjónustu. Rætt er um hugsanlegt samstarf við öflun nýrra björgunarþyrlna. Norðmenn fá og „tækifæri til heimsókna og æfinga og til að stunda annars konar varnarstarf- semi“ í lofti og á legi. Sérsveitir Norðmanna geta einnig æft hérna, en eiginlegur landher verður ekki með æfingar. Ísland er samkvæmt samningnum „viðtökuríki“ og mun bera kostnað vegna staðsetn- ingar liðsmanna, kosts og nauð- synlegs stuðnings á landi. Um kostnaðinn verður samið fyrir hverja æfingu fyrir sig, en annars er ekki fjallað um yfirfærslu fjár milli landanna í samkomulaginu. Það skal bíða ítarlegs samnings um umfang æfinga Norðmanna. Samkomulaginu má segja upp með 120 daga fyrirvara. Viljayfirlýsing Íslendinga og Dana er styttri og í grunninn svipuð samkomulaginu við Norð- menn. Aukið samstarf við grannþjóðirnar Norðmenn og Danir taka þátt í öryggis- og varnarmálum Íslendinga, sérstaklega varðandi þjálfun Íslendinga. Einnig koma þeir í auknum mæli að björgunar- aðgerðum. Grannþjóðirnar fá að æfa lofther sinn og sjóher í landhelginni. Danir ætla að koma Íslendingum til hjálpar, sögðu danskir fjölmiðlar í gær þegar þeir skýrðu frá viljayfirlýsingu danskra og íslenskra stjórnvalda um sam- starf í varnarmálum. „Danmörk og Ísland ætla að efla hernaðarsamvinnu. Íslendingar þurfa á hernaðar- aðstoð að halda vegna þess að Bandaríkjamenn eru farnir frá Keflavík,“ sagði í frétt danska ríkisútvarpsins. Í norskum fjölmiðlum var haft eftir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, að samkomulag Íslands og Noregs um varnarsamstarf væri mikilvægt fyrir bæði löndin. Hann lagði sérstaka áherslu á að hafsvæðið umhverfis Ísland skipti miklu máli fyrir flutning á olíu og gasi. Gahr Støre tekur jafnframt fram að samkomulagið feli ekki í sér að Norðmenn veiti Íslendingum neina öryggis- tryggingu. Slík trygging sé eftir sem áður á ábyrgð Atlantshafs- bandalagsins og Bandaríkj- anna. Danir koma Íslendingum til bjargar Icebank hefur tekið 217 milljóna evra sambankalán hjá 34 evrópskum bönkum. Upphæðin samsvarar 19 milljörðum íslenskra króna. Bankinn segir endanlega fjárhæð ríflega tvöfalt hærri en leitað var eftir í upphafi vegna eftirspurnarinnar. Hún er jafnframt sögð endurspegla traust sem bankinn njóti. Sambankalánið, sem er til þriggja ára, var boðið út 8. mars síðastliðinn. Vaxtaálag er 0,46 prósent, sem sagt er í samræmi við þau kjör sem íslenskir bankar njóti um þessar mundir. „Láns- fénu verður varið til að endur- fjármagna eldri lán og fjármagna áframhaldandi vöxt bankans,“ segir Icebank. Stærsta lán í sögu bankans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.