Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 16

Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Útskrifast og fá sveinspróf um leið Bara uppnefnir fólk Verið velkomin! Guð styður ekki kirkjuna Meira en hundrað ár hafa liðið frá því að fyrstu nem- endurnir settust við lexíu- lestur í Verzlunarskóla Íslands. Einu sinni ári lítur út fyrir að fátt hafi breyst á þessum árum. Á peysu- fatadaginn spássera nem- endur fjórða bekkjar um götur miðbæjar Reykjavík- ur í peysufötum, upphlut eða kjólfötum. Dagurinn er ein elsta hátíð íslenskra framhaldsskóla og hefur verið haldinn síðan 1924. Þótt hefðin sé komin til ára sinna eins og fatastíll nem- endanna þennan dag virðist hann alltaf jafn gleðilegur. Stofnun Verzlunarskóla Íslands þótti mikilvægur liður í sjálfstæð- isbaráttu landsins. Því betur sem Íslendingar voru menntaðir á sviði verslunar- og skrifstofustarfa gátu þeir frekar rekið verslun í landinu án utanaðkomandi aðstoð- ar, svo sem frá Dönum. Stofnun Verzlunarskóla Íslands þótti einnig hafa jákvæð áhrif á jafn- réttisbaráttu í landinu því að bæði stúlkur og piltar höfðu jafnan aðgang að skólanum. Strax í upp- hafi skapaðist hefð fyrir því að stúlkur stunduðu nám við skólann og gæfu piltunum þar ekkert eftir. Fyrsti dúx skólans var til dæmis stúlka, Lovísa Ágústsdóttir Fjelsted sem var í fyrsta útskriftar- hópnum árið 1907. Það er því öld liðin frá því að fyrstu nemendurn- ir voru útskrifaðir úr skólanum. Hvort sem nemendur samtímans höfðu það í huga þegar þeir skemmtu sér í gær við leik og söng bera myndirnar þess glögglega merki að peysufatadagurinn er ánægjulegur hátíðisdagur. Duflað og daðrað á peysufötum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.