Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 30

Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 30
Gunnar Örn Jónsson, yfirkokkur veitingastaðarins Við Tjörnina, galdraði fram fiskrétt sem er vinsæll á þessum árstíma. „Sólkoli er tilvalinn fyrir þá sem vilja jafna sig eftir páskana og byrja sumarið á einhverju bragð- góðu og hollu,“ segir Gunnar Örn Jónsson, yfirkokkur á veitinga- staðnum Við Tjörnina, sem var svo vænn að elda fisk og eftirláta lesendum uppskriftina. „Ég tala nú ekki um þegar hann er heil- steiktur í roðinu á þennan hátt, en þá heldur hann vítamínunum og safanum og fer því vel í sólbakaða mallakúta sem og skjannahvítar vambir. Svo má sleppa smjörinu ef barátta stendur yfir við auka- kílóin.“ Góðir og hollir fiskréttir eru eðalsmerki veitingastaðarins og segir Gunnar sólkola eftirsóttan, en það sé þó háð því hvort hann standi til boða. „Þetta er fyrst og fremst fiskistaður þótt kjötréttir fáist líka. Matseðillinn breyt- ist reglulega, stundum allt að því vikulega, og fer meðal annars eftir afla sjómanna sem við reynum að versla sem mest við. Hérna er því farið eftir framboði og mikið lagt upp úr því að hafa ferskan mat á boðstólum.“ Sólkolinn sem Gunnar eld- aði er borinn fram með salati, hálfri sítrónu og sítrónusósu með kryddjurtum, en á þessum árs- tíma segir kokkurinn eftirspurn eftir salati og öðru léttu meðlæti aukast til muna. „Fólk biður í sí- auknum mæli um salat í forrétt jafnvel þótt það sé ekki á matseðl- inum. Þess eru líka dæmi að fólk óski eftir grilluðum fiski einum og sér, án sósu og salats. Slíkar séróskir eru í takt við hækkandi sól og við gerum okkar besta til að verða við þeim.“ Meðalstór sólkoli, um það bil 400- 500 g, á mann. Uggar, haus og sporður eru skorin frá og blóð- dálkur hreinsaður burt. Kolanum er síðan velt upp úr heilhveiti og kryddaður með salti og pipar, blóð- bergi, basil, steinselju og pensl- aður með hvítlauksolíu. Hann er því næst steiktur upp úr vel heitu smjöri í um það bil tvær mínútur á hvorri hlið. Hann er síðan færð- ur upp á disk. Fiskisoði, sítrónusafa og krydd- jurtum er bætt út á pönnuna og soðið niður um stund. Vænni smjörklípu er bætt út í sósuna og Sólkoli og salat í tilefni Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vorlínan í yfirhöfnum Opið á laugardaginn frá kl. 10-15

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.