Fréttablaðið - 27.04.2007, Síða 50

Fréttablaðið - 27.04.2007, Síða 50
BLS. 10 | sirkus | 27. APRÍL 2007 upp á kennara líða illa. Kennarar eru með léleg laun og það er í raun til skammar. Ábyrgðin liggur hjá ríkisvaldinu, sveitarfélögunum og ekki síður hjá kennaraforystunni. Það eru þessir aðilar sem eiga að stíga fram og leita leiða til að bæta hag kennara. Nú tala ég líka sem foreldri því fyrir okkur er ekkert mikilvægara en góðir kennarar. Það þarf ekki að segja okkur hversu dýrmætt það er fyrir þjóðina að hafa góða kennara. Ég tók þennan tíma sem verkfallið stóð inn á mig, mér fannst vont að geta ekki komið með þessa töfralausn sem hefði virkað.“ Smekkur til hins verra Þorgerður Katrín þykir vera afar glæsileg kona og er einatt á listum yfir kynþokkafyllstu konur landsins. Nú síðast í Sirkus í síðustu viku þegar hún var kosin kynþokkafyllsta alþingis- konan af álitsgjöfum blaðsins. Skiptir þetta máli fyrir hana? „Þetta skiptir mig engu máli. Mér finnst þetta aðallega skondið, svolítið skondið og svolítið gaman en það er greinilegt að smekkur landans er eitthvað að breytast til hins verra,“ segir Þorgerður Katrín og hlær. Hún segist þó vel geta tekið undir þetta með Bjarna Benediktsson sem var kosinn kynþokkafyllsti alþingismað- urinn. „Ég held að það geti allar konur tekið undir það. Það er ekki bara að hann hafi þessa útgeislun og þennan þokka heldur er hann líka skarpur, skemmtilegur og tekur sjálfan sig mátulega alvarlega. Ég lít samt fyrst og fremst á kosningar sem þessar sem skemmtiefni og eru hugsaðar sem söluvara en ekki til að taka mjög alvarlega. Þetta gerir fólk forvitið og truflar mig ekki. Í það minnsta á meðan það truflar ekki börnin mín.“ Tími til kominn að stækka við sig Þorgerður Katrín og Kristján keyptu glæsilegt einbýlishús í Mávahrauni seint á síðasta ári en búa enn á Tjarnarbrautinni sem þau hafa átt frá því að Kristján kom heim úr atvinnumennsku árið 1990. „Við munum flytja í Mávahraunið næsta haust. Gísli, bróðir Kristjáns, sem nú er látinn, byggði húsið og það er gaman að það sé komið aftur í fjölskylduna. Við höfum fundið fyrir því að það er farið að þrengja að okkur í húsinu og því ákváðum við að stækka við okkur. Strákarnir hafa verið saman í herbergi með kojur og þeir eru eiginlega orðnir of stórir fyrir kojurnar. Sú litla kúldrast líka í pínulitlu herbergi og fyrst við getum veitt okkur þann munað að stækka við okkur þannig að allir hafi nægt pláss þá gerum við það. Tjarnarbraut- in er yndisleg en of lítil. Kannski erum við gömlu hjónin líka farin að taka svona mikið pláss,“ segir Þorgerður Katrín og hlær. oskar@frettabladid.is Jón Baldvin Hannibalsson kallaði Þorgerði Katrínu „ljóskuna í menntamálaráðu- neytinu“ í Silfri Egils um liðna helgi en það hefur ekki mikil áhrif á hana. „Mér finnst þetta sorglegt að maður eins og hann, með þessa sögu og einn af stjórnmálafor- ingjum síðustu aldar, skuli fara út í svona. Það er alveg greinilegt að hans tími er liðinn í stjórnmál- unum. Ég tek þetta ekki inn á mig og er stolt af því að vera ljóshærð þótt ég þurfi nú reyndar að lita á mér hárið til að viðhalda litnum. Það spunnust nú reyndar umræður um það hér í ráðuneytinu hvaða ljósku hann væri eiginlega að tala um þannig að þetta var eftirsóknarvert,“ segir Þorgerður Katrín og hlær. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann talar um mig á þennan hátt þannig að ég er svo sem farin að sjá hvaða hug hann ber til mín. En þetta eru hans skoðanir og hann má hafa þær í friði. Mér finnst þessi orð hans samt bera keim af fortíðinni og ég vil ekki hafa svona í nútímanum. Hann getur gagnrýnt mig á málefna- legan hátt en ég ætla ekki að skipta mér af því hvort hann sé með hökuskegg eða ekki.“ LJÓSKAN HANS JÓNS BALDVINS „ÞAÐ ER AFSKAPLEGA GEFANDI AÐ VERA TVÖ EIN, TALA SAMAN OG ÞEGJA SAMAN. MÉR FINNST GOTT AÐ VERA Í ÞÖGNINNI OG LESA.“ PASSA UPP Á SAMBANDIÐ Þorgerður Katrín og eiginmaður hennar, Kristján Arason, passa upp á að rækta sambandið þrátt fyrir miklar annir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.