Fréttablaðið - 27.04.2007, Síða 73
Aðdáendur tónlistarkonunnar
Bjarkar Guðmundsdóttur í Bret-
landi fengu óvæntan glaðning í
byrjun vikunnar. Þá var væntan-
leg plata hennar, Volta, fáan-
leg á iTunes í Bretlandi í hálf-
an sólarhring. Um mannleg mis-
tök var að ræða, að því er fram
kemur á vefsíðu Rolling Stone.
Volta var til sölu á iTunes frá því
seint á mánudagskvöldið og fram
á þriðjudagsmorgun. Þá uppgötv-
uðust mistökin og þau voru leið-
rétt.
Mikil eftirvænting er eftir
plötu Bjarkar en hún kemur út 7.
maí næstkomandi. Flestir stærstu
tónlistarmiðlar á netinu hafa
undanfarið birt viðtöl við Björk
og þeir sem fengið hafa að heyra
Volta bera henni söguna vel.
Volta lak á iTunes Avril á toppnum
Þriðja plata kanadísku söngkonunnar
Avril Lavigne, The Best Damn Thing,
hefur slegið rækilega í gegn úti um
allan heim og
er á toppnum
á fjölda breið-
skífulista,
þar á meðal í
Bandaríkjun-
um og á Bret-
landi.
Fyrsta
plata Lav-
igne, Let Go,
kom út árið
2002 og var
hún tilnefnd
til átta Grammy-verðlauna. Seldist
hún í sextán milljónum eintaka. Síð-
asta plata hennar, Under My Skin,
kom út tveimur árum síðar og seldist
í átta milljónum eintaka.
Kratos er mættur aftur og þarf að þessu
sinni að berjast gegn kröftum grísku
guðanna og berjast við einhverjar
stærstu og svakalegustu skepnur
tölvuleikjasögunnar. God of War 2 er
stærri fjölbreyttari og flottari en fyrri
leikurinn.
ST
RA
NG
LE
GA
BA
NN
AÐ
UR
IN
NA
N 1
8 Á
RA
Dómar
100 af 100 - GameSpy
100 af 100 - GamePro
100 af 100 - Yahoo Games
97 af 100 - IGN.com
92 af 100 - Gamespot.com
5.999
1.999