Fréttablaðið - 27.04.2007, Síða 78

Fréttablaðið - 27.04.2007, Síða 78
Ýmsir hlutir til veitingarekstrar. Erum að selja notaða hluti til veitingarekstrar. S.s. blástursofna, uppþvottavél, leirtau (Villeroy & Boch), borð og stóla, hljómtæki þ.m.t Karaoke magnari, spilari og diskar. Nánari upplýsingar, Júlíus GSM 893-3569. Landsliðsmaðurinn Her- mann Hreiðarsson er loksins orð- inn heill af hnjámeiðslum sem hafa plagað hann undanfarna þrjá mánuði. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég held að ég sé loksins orðinn góður,“ sagði Hermann, sem kom inn á sem varamaður í 1-1 jafn- teflisleik gegn Sheffield United um síðustu helgi. „Það gekk vel um helgina og ég fann ekkert fyrir neinum eymslum. Stjórinn ætlaði helst ekki að nota mig í leiknum en neyddist til þess,“ sagði Hermann. Þrjár umferðir eru eftir í ensku úrvalsdeildinni og er Charlton enn í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti. Alan Pardew, stjóri liðsins, hefur lagt ríka áherslu á að Her- mann spili með liðinu þrátt fyrir meiðslin og hefur hann af þeim sökum aðeins misst af einum og hálfum leik undanfarna þrjá mán- uði. „Þetta er auðvitað búið að vera hundleiðinlegt hvernig sem á það er litið. En sem betur fer virð- ist þetta vera orðið gott.“ Fjögur stig skilja að liðin í fimmtánda til nítjánda sæti og þyrfti Charlton því helst tvo sigra í síðustu þremur leikjunum til að gulltryggja veru sína í deildinni. Liðið mætir þó engum aukvis- um á lokasprettinum. Um helg- ina mætir Charlton liði Blackburn á útivelli, þá Tottenham á heima- velli og loks Liverpool á Anfield. „Það eru engir auðveldir leikir í þessari deild en sjálfstraustið í lið- inu er gott og við vitum að ef við eigum góðan dag getur allt gerst. Okkur hefur gengið vel að undan- förnu og tapað aðeins einum leik af síðustu átta. Við höfum einn- ig nú spilað við öll þessi lið sem eru í fallbaráttunni með okkur og unnið tvö þeirra og gert tvö jafn- tefli. Það er því ágætis ról á lið- inu og menn hafa staðist pressuna þokkalega.“ Charlton hefur verið í miklu basli í vetur en eftir að Pardew tók við félaginu hefur horft til betri vegar. „Hann hefur blásið nýju lífi í liðið og það er hugur í mannskapnum.“ Hann segist ekkert hafa hugs- að um hvað verði um hans framtíð hjá félaginu ef liðið falli. „Maður hugsar ekki svo langt enda kemur ekkert annað til greina en að halda okkur uppi.“ Í haust bárust fregnir af því að minnst fimm úrvalsdeildarfélög sýndu Hermanni áhuga og gerðu einhver þeirra Charlton tilboð. Fé- lagið vildi hins vegar ekki semja og gerði Hermann því þriggja ára samning við það. Hann segist ekki sjá eftir því nú. „Ég hef verið mjög ánægður hér. Auðvitað hefði það verið gaman að fara í stærri klúbb en þetta hefur komið svo oft upp hjá mér að ég er orðinn vanur þessu. Ef eitthvað gerist þá gerist það bara.“ Hermann missti af landsleik Ís- lands gegn Spáni í síðasta mánuði en hann ætlar sér ekki að missa af fleirum á næstunni. „Það er nú kominn tími á okkur að hala inn einhver stig.“ Hermann Hreiðarsson hefur undanfarna þrjá mánuði átt við hnjámeiðsl að stríða. Þrátt fyrir það hefur hann misst af fáum leikjum með Charlton í ensku úrvalsdeildinni en liðið stendur í harðri baráttu fyrir veru sinni í deildinni. Undanúrslit Lengjubik- ars karla fara fram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Val í Eg- ilshöllinni og Íslandsmeistarar FH mæta nýliðum HK á Stjörnu- velli. Sigurvegarar leiksins mæt- ast síðan í úrslitaleik keppninnar á þriðjudaginn kemur. Það vekur athygli að öll fjög- ur liðin voru saman í 1. riðli og slógu öll út andstæðinga sína úr hinum riðlinum í átta liða úrslitun- um. Breiðablik og KR, sem höfðu saman aðeins tapað einum leik, duttu þannig út fyrir liðum Vík- ings og HK sem urðu í 3. og 4. sæti í sínum riðli. Valur vann Víking 2-1 í leik lið- anna í riðlakeppninni en FH og HK gerðu aftur á móti markalaust jafntefli. HK er komið í undanúr- slit keppninnar þrátt fyrir að hafa aðeins skorað 7 mörk í átta leikj- um. Framlengja þurfti leik liðsins gegn KR og grípa til vítaspyrnu- keppni þar sem sexfaldan bráða- bana þurfti til að fá úrslit. FH-ingar geta unnið þessa keppni annað árið í röð og orðið enn fremur fyrsta liðið til þess að vinna deildabikarinn í fjórða sinn. FH, ÍA og KR hafa öll unnið keppnina þrisvar sinnum en hin þrjú liðin í undanúrslitunum í ár eru hins vegar á höttunum eftir sínum fyrsta deildabikartitli. Annar riðillinn miklu sterkari? Þýsk og spænsk lið hafa áhuga á Kára Kristjáni Ólafur Ingi Skúla- son skoraði sitt fyrsta mark fyrir sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg er hann gerði þriðja mark liðsins í 4-0 sigri á Hässle- holm í sænsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Sölvi Geir Ottesen skoraði einn- ig fyrir sitt lið, Djurgården, í 2-0 sigurleik á Norrby í sömu keppni. Sigurður Jónsson er þjálfari Djurgården en Sölvi lék allan leikinn í stöðu miðvarðar. Jóhann B. Guðmundsson lék síðari hálfleikinn er lið hans, GAIS, tapaði fyrir neðrideildar- liðinu Skövde, 2-1. Þá léku þeir Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson allan leikinn fyrir IFK Gautaborg sem vann Ängelholm, 6-3, í vítaspyrnukeppni eftir framlengdan leik. Ólafur skoraði sitt fyrsta mark TuS N-Lübbecke náði sér í dýrmæt stig í fallbaráttunni í þýsku úrvalsdeildinni er liðið vann góðan sigur á Göppingen, 30-27. Þórir Ólafsson lék reyndar ekki með Lübbecke en Birkir Ívar Guðmundsson stóð á milli stang- anna fyrir liðið. Jaliesky Garcia lék sem fyrr ekki með Göppingen vegna meiðsla. Mikilvægur sig- ur Lübbecke Fyrri leikirnir í undan- úrslitum UEFA-bikarkeppninnar fóru fram í gærkvöldi. Allt útlit er fyrir að tvö spænsk lið verði í úrslitum keppninnar en þrjú eru í undanúrslitum. Það fjórða, Werder Bremen frá Þýska- landi, tapaði illa fyrir Espany- ol á útivelli í gær, 3-0. Í þokka- bót fékk Tim Wiese markvörður að líta rauða spjaldið í leiknum og verður í banni í næsta leik. Moises, Walter Pandiani og Coro skoruðu mörk Espany- ol í gær. Í hinum leiknum vann Osasuna núverandi meistara Sevilla, 1-0, með marki Roberto Soldado á 55. mínútu. Leikið var á heimavelli Osasuna. Espanyol valt- aði yfir Bremen Íslandsmeistarar Stjörnunnar og Grótta eru komin í úrslit deildarbikars kvenna í handbolta eftir að bæði lið unnu leiki tvö í undanúrslitunum í gær. Það verða því engir oddaleikir hjá stelpunum í ár. Stjarnan vann sjö marka sigur, 33-26, á Haukum á Ásvöll- um í gær eftir að hafa verið 16- 14 yfir í hálfleik. Stjarnan vann báða leikina við Hauka með nokkrum yfirburðum. Stjarnan mætir Gróttu í úrslitaeinvíginu en Gróttukonur tryggðu sér sæti í úrslitunum með 28-22 sigri á Val í Seljaskóla í gær. Valur var yfir í hálfleik, 13- 11, en Gróttustelpur fóru á kost- um í þeim seinni, sérstaklega Eva Margrét Kristinsdóttir sem skor- aði alls 11 mörk í leiknum. Drífa Skúladóttir var markahæst hjá Val með 6 mörk. Stjarnan og Grótta í úrslit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.