Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 27.04.2007, Qupperneq 82
 KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson vann um síðustu helgi sinn sjöunda stóra titil í drengjaflokki á fjórum árum þegar hann og félagar hans unnu Keflavík 109-100 í úrslitaleik. Leikmenn eru aðeins tvö ár í flokknum en Brynjar spilaði tvö ár í drengjaflokki áður en hann gekk formlega upp í hann. Það eru örugglega fáir búnir að gleyma því þegar þriggja stiga karfa Brynjars tryggði KR-ingum framlengingu í oddaleik gegn Snæfelli í undanúrslitunum Ice- land Express-deildar karla. KR vann leikinn og varð síðan Íslands- meistari. Í úrslitaleik drengjaflokks voru það enn á ný hetjutilburðir Brynj- ars sem sáu til þess að KR-ingar urðu Íslandsmeistarar. Brynjar hreinlega skaut sína menn aftur inn í leikinn þegar leikurinn var að flestra mati tapaður. Þegar að- eins fimm mínútur voru eftir af leiknum var KR-liðið komið 11 stigum undir, 88-77. Brynjar var ekki á því að gefast upp og skoraði fjóra þrista og alls 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Síðasta þriggja stiga karfan kom rétt innan miðju og tryggði KR framlengingu sem liðið vann 13-4. Brynjar endaði leikinn með 44 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Brynjar er því Íslandsmeistari í bæði meistaraflokki og drengja- flokki og í báðum tilfellum komu KR-ingar á óvart og unnu titilinn á lokasprettinum eftir að hafa verið undir megnið af leiknum. Brynjar er á sínu síðasta ári í drengjaflokknum en hefur orðið fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. KR vann alla sjö úrslitaleikina sem hann spilaði í flokknum og í þeim var þessi mikla skytta með 27,4 stig að meðtali auk þess að taka 10,1 fráköst, eiga 5,1 stoðsendingu og stela 4,1 bolta í leik. Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari KR-liðsins, var þarna að vinna sinn fimmta titil með flokknum á undanförnum sex árum. Skoraði 20 stig á síðustu fimm mínútunum Úrslitakeppni NBA- deildarinnar í körfubolta er komin á fullt og líkt og í fyrra hafa verið óvænt úrslit í fyrstu leikjunum. Fimm stjörnuleikmenn deildar- innar eru mættir meðal annarra í úrslitakeppnina til þess að sýna það og sanna að þeirra tími geti einnið runnið upp í maí og júní. Þeir Steve Nash, Chris Webb- er, Tracy McGrady, Yao Ming og Vince Carter eiga allir það sam- eiginlegt að vera í hópi stærstu stjarna NBA-deildarinnar undan- farin ár en enginn þeirra hefur spilað leik í lokaúrslitum um tit- ilinn. Menn eins og Dirk Nowitzki, Jason Kidd og Allen Iverson standa þeim aðeins framar því þótt þeir eigi engan meistarahring hafa þeir spilað á stóra sviðinu, Nowitzki með Dallas í fyrra, Kidd tvisvar með New Jersey og Iver- son með Philadelphia 2001. Steve Nash hjá Phoenix hefur kosinn besti leikmaður NBA- deildarinnar undanfarin tvö ár. Hann hefur þrisvar sinnum kom- ist í úrslit vesturdeildarinnar, síð- ustu tvö tímabil með Phoenix og síðan vorið 2003 með Dallas, en hann hefur aldrei fengið tækifæri til þess að spila um meistaratitil- inn. Suns-liðið hefur aldrei komið sterkara til leiks en einmitt nú og byrjunin á einvíginu gegn Lakers gefur góð fyrirheit um að titil- draumur Nash gæti ræst í ár. Chris Webber, sem nú spilar með Detroit, hefur líkt og Nash setið eftir með sárt ennið í úrslit- um Vesturdeildar. Webber komst næst því að spila um titilinn vorið 2002 þegar Sacramento Kings tapaði í sjöunda leik á móti La- kers í úrslitaeinvígi vesturdeild- ar. Lakers vann síðan úrslitaein- vígið 4-0 á móti New Jersey Nets. Webber hefur spilað 64 leiki í úr- slitakeppninni með Golden State, Washington, Sacramento og Phila- delphia. Webber er nú kominn til Detroit Pistons, sem hefur besta árangurinn í Austurdeildinni og er líklegt til að fara alla leið í úr- slitin. Tracy McGrady og Yao Ming hefur mistekist að koma Houston Rockets upp úr fyrstu umferð úr- slitakeppninnar undanfarin ár og tími þeirra saman hefur einkennst af meiðslum á meiðsl ofan. Nú líta málin vel út fyrir þá félaga, Houston vann tvo fyrstu leikina gegn Utah og það stefnir í að eytt öflugasta tvíeyki deildarinnar fari loksins að skila einhverjum ár- angri í úrslitakeppninni. Það er enginn einbeittari í að slá út Toronto en einmitt Vince Carter hjá New Jersey Nets. Carter stakk af frá Toronto þar sem hann vildi komast til liðs sem ætti mögu- leika á að vinna eitthvað. Dvöl hans í New Jersey hefur skilað litlu og það væri sárt fyrir hann að horfa upp á sitt fyrra lið enda enn einn úrslitakeppnisdrauminn. Það hafa aðeins fjórir leikmenn skorað fleiri stig að meðaltali í úrslitakeppninni (27,3) en hann á enn eftir að komast lengra en í gegnum fyrstu umferð. Nets-liðið stal heimavallarréttinum í fyrstu tveimur leikjunum í Kanada og hefur alla möguleika til þess að komast áfram. Allir þessir leikmenn eru komn- ir á seinni hluta sína ferils, þeir hafa sannað sig sem leikmenn en eiga eftir að sanna sig sem sigurvegarar. Það er löngu sann- að að leikmenn komast aldrei í heldri manna tölu í NBA-deildinni fyrr en þeir fara alla leið í úrslita- keppninni. Margar stórstjörnur NBA-deildinnar spila oft mjög fáa leiki á sínum ferli í maí- og júnímánuði. Fimm af þeim dreymir nú um að bæta úr því í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár og byrjunin lofar góðu. Helgi Már Magnússon og félagar hans í BC Boncourt eru komnir í undanúrslitin í bar- áttunni um svissneska meistara- titilinn. Helgi Már átti sinn besta leik í seríunni þegar Boncourt vann BBC Monthey 77-60 í oddaleik um sæti í undanúrslitunum gegn Ben- etton Fribourg Olympic. Helgi Már skoraði alls 16 stig í leikn- um sem er tvöfalt meira en hann skoraði að meðaltali í fyrstu fjór- um leikjunum, og var því sannar- lega bestur þegar mest á reyndi. Mótherjar Helga og félaga í undanúrslitunum eru gríðarlega sterkir. Þeir eru handhafar allra titla í svissneska boltanum og hafa aðeins tapað tveimur leikj- um á öllu tímabilinu. Helgi og félagar í undanúrslit Niðurstaða vetrarins er söguleg fyrir körfuboltann í höf- uðborginni því í fyrsta sinn síðan úrslitakeppnin var tekin upp eru bæði Íslands- og bikarmeistaratit- ilinn í höndum félaga úr borginni. Samfeld sigurganga Suðurnesja- liða er enn fremur á enda. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri bauð til móttöku í Höfða í gær til að fagna Íslands- meisturum KR og bikarmeisturum ÍR. Báðir stóru titlarnir í körfunni eru í höfuðborginni í fyrsta sinn í 24 ár. Það gerðist síðast vetur- inn 1982 til 1983 þegar Valsmenn unnu tvöfalt. Það er enn lengra síðan bikararnir voru í höndum tveggja höfuðborgarfélaga því árið 1978 vann KR Íslandsmeist- aratitilinn og ÍS tók bikarmeist- aratitilinn. Í millitíðinni höfðu Valsmenn (1980) og KR-ingar (1979) unnið tvöfalt. KR og ÍR eru tvö af sigursæl- ustu félögum í sögu íslenska körfuboltans en stærsti hluti titla félaganna kom á sjöunda og átt- unda áratugnum. ÍR-ingar hafa unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra félaga eða fimmtán og ekk- ert félag hefur orðið bikarmeist- ari oftar en KR en Vesturbæingar hafa tekið bikarinn ellefu sinnum. Suðurnesin hafa verið Mekka körfuboltans undanfarin ár en að þessu sinni fór enginn stór titil þangað, hvorki í karla- né kvennaflokki. Það gerðist síð- ast árið 1983, þannig að um leið og höfuðborgarliðin enda langa bið eru þetta ákveðin kaflaskipti fyrir lið Njarðvíkur, Keflavíkur og Grindavíkur. Sögulegur vetur hjá Reykjavíkurliðunum Monta Ellis, bakvörð- ur Golden State, er sá leikmaður sem bætti sig mest í NBA-deild- inni. Ellis fékk þremur atkvæð- um fleira en Kevin Martin hjá Sacramento og er þetta jafnasta kosning sögunnar. Ellis skoraði 16,5 stig (6,8 í fyrra), gaf 4,1 stoðsendingu (1,6) og tók 3,2 fráköst (2,1) að meðaltali í vetur. Martin bætti stigaskor sitt frá 10,8 stigum í fyrra upp í 20,2 stig í vetur. Ellis er á sínu öðru ári í deildinni en hann sleppti því að fara í háskóla og var valinn númer 40 í nýliða- valinu 2005. Monta Ellis bætti sig mest Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og ÍTR, til- kynnti það í boði borgarstjórnar Reykjavíkur fyrir Íslandsmeist- ara KR og bikarmeistara ÍR í gær, að borgin ætlaði að byggja nokkra nýja útikörfuboltavelli á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verða svipaðir vellir og þeir sem eru við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Björn Ingi sagði að mikill áhugi væri fyrir körfuknattleik í land- inu um þessar mundir og að Reykjavíkurborg fyndi fyrir mik- illi uppsveiflu íþróttarinnar. Í boðinu kom einnig fram að parkett yrði sett í DHL-höll KR- inga í sumar og að í framtíðinni myndu ný íþróttahús sem borg- in byggir verða með parkettgólfi. Til stendur að byggja nýtt og glæsilegt íþróttahús í Mjóddinni sem ÍR-ingar munu hafa afnot af og þar hefur verið ákveðið að hafa parkett. Nýir útivellir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.