Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 86

Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Það er óneitanlega auðveldara að lifa lífinu sértu einkaklúbbs- meðlimur.“ Ómar R. Valdimarsson, talsmað- ur ítalska fyrirtækisins Impregilo hér á landi, ætlar að kæra Gauk Úlfarsson, leikstjóra Silvíu Night- þáttanna, fyrir meiðyrði. Ómar vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið en samkvæmt heim- ildum blaðsins ætlar hann að standa við orð sín og mun hafa átt fund með lög- fræðingi sínum um há- degisbilið í gær. Málið snýst um færslu sem Gaukur skrifaði á þriðjudaginn undir heit- inu „Aðal rasisti bloggheima“ en þar sakar Gaukur Ómar um að viðhafa útlendingahatur á vef- síðu sinni og hvetur lesendur sína til að láta í sér heyra svo að það standi ekki óhaggað. „Ég hef rætt töluvert um rasisma hér og bent á nokkra frambjóðendur Frjáls- lyndra sem hika ekki við að bera útlendingahatur sitt á borð hér í bloggheimum. Nú hef ég fundið einn til, svæsn- ari en hinir lagðir saman, talsmann Impregilo á Ís- landi,“ skrifar Gaukur á heimasíðu sinni. Gaukur sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að hann byggist ekki við því að Ómar fyndi lögfræðing sem hefði svo lítið að gera að hann gæti unnið í þessu máli. „En það verð- ur að viðurkennast að mér ofbauð hreinlega það stig sem þessi pólitíski slagur er kominn út í. Að finna í sífellu eitt- hvað ósæmilegt um frambjóðendur sem ekki eru skoðana- bræður viðkomandi og tína til einhverjar pólit- ískar samsæriskenn- ingar. Mér fannst það bara illa gert af honum,“ segir Gaukur og er þar að vísa til skrifa Ómars um Paul Nikolov, frambjóðanda Vinstri grænna, en Ómar hefur skrifað tvær færslur um Paul. „Ég óska annars Ómari alls hins besta en ég vona að hann láti af þessum amer- ísku stælum í pólitík,“ bætir Gauk- ur við og viðurkennir að hann kenni í brjósti um talsmann- inn í öllu þessu fjaðrafoki sem ríki í kringum Impregilo um þessar mundir. „Það er eflaust ekki á þetta bætandi miðað við þá holskeflu sem yfir hann hefur riðið.“ Talsmaður Impregilo kærir fyrir meiðyrði Sigurjón Sighvatsson framleiðir næstu kvikmynd írska leikstjór- ans Jim Sheridan, sem er endur- gerð kvikmyndarinnar Brødre eftir danska leikstjórann Susanne Bier. Sigurjón sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri mjög ánægður með gang mála og að myndin væri að laða að sér toppfólk úr öllum geirum kvik- myndaiðnaðarins. Meðal þeirra leikara sem hafa sóst eftir því að fá að leika í myndinni má nefna Matt Damon, Reese Witherspoon, Jennifer Connelly og Leonardo DiCaprio auk Ryans Gosling. Að- spurður sagði Sigurjón að þótt leikstjórinn væri kominn um borð væri ekki enn orðið ljóst hvenær myndin færi í framleiðslu. „Við viljum fá stóru nöfnin og þau vilja leika í myndinni. Vandamál- ið er að þau eru oft bókuð marga mánuði ef ekki ár fram í tímann,“ segir Sigurjón. Ítarlega var fjallað um mynd- ina í grein sem birtist á vef Holly- wood Reporter. Þar kemur fram að handritshöfundurinn David Ben- ioff sé að skrifa endurgerðina en hann á meðal annars heiðurinn að handriti Spike Lee-myndarinnar 25th Hour. Hann er einn eftirsótt- asti og hæstlaunaði handritshöf- undurinn í Hollywood. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu verk- efni enda er upprunalega mynd- in alveg frábær,“ sagði Sigur- jón. Kvikmynd Bier fjallar um tvo ólíka bræður sem reyna að takast á við lífið eftir að annar þeirra er send- ur í stríðið gegn talibönum í Afganistan. Samband þeirra flækist til muna þegar annar þeirra verður ástfang- inn af konu bróður síns. „Efnið á eftir að höfða til allra. Ekki hvað síst Bandaríkjamanna nú þegar stríðið í Írak hefur dregist svona á langinn og enginn endir virðist í sjónmáli,“ bætir Sigurjón við. „Og þetta er líka ein af þeim ástæðum fyrir því að ég festi kaup á þess- ari endurgerð. Efnið myndi laða að stóru nöfnin.“ Leikstjórinn Sheridan hefur tví- vegis verið tilnefndur til Óskars- verðlauna: fyrir My Left Foot og In the Name of the Father. Síðast gerði hann Get Rich or Die Tryin‘ sem var sjálfsævisöguleg kvik- mynd rapparans 50 Cent. „Það kom hingað lítið tökulið. Þetta var reyndar sprenghlægi- legt því viðtalið var tekið á ensku og svo talaði hann alltaf þýsku ofan í það,“ segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson. Viðtal við Björgvin verður leikið á þýsku útvarpsstöðinni Radio 700 í næstu viku en íslenska lagið Eina ósk í hans flutningi hefur verið mjög vinsælt á stöðinni undanfarið. „Mér finnst bara gaman að þessu, sérstaklega að lag sem gefið var út árið 1979 á Íslandi sé komið á vinsældalista í Þýska- landi. Þetta er líka gaman fyrir Jóhann G. Jóhannsson, sem samdi bæði lag og texta,“ segir Björg- vin. Það hefur staðið til í nokkurn tíma að þýsku útvarpsmennirn- ir heimsæktu Björgvin og tækju við hann viðtal. Tildrög þessa eru að útvarpsmaðurinn Christi- an Milling rakst fyrir tilviljun á plötu Björgvins, Ég syng fyrir þig, í safni stöðvarinnar og hóf í kjölfarið að spila tónlist hans í þætti sínum. Eina ósk naut sér- staklega mikilla vinsælda og sat í átta vikur á vinsældalista Radio 700. Björgvin segir að vel hafi farið á með sér og útvarpsmönnun- um. „Já, já, ég á eflaust eftir að vera meira í sambandi við þá og kíki jafnvel á þá seinna á árinu,“ segir hann. Björgvin leysti þýsku gestina út með veglegum gjöf- um, kassa með íslenskri tónlist sem hann taldi þá hafa áhuga á. „Ég lét þá hafa Bubba og fleira. Þetta var eitt og annað. Og svo hélt maður þessu auðvitað í fjöl- skyldunni.“ Íslendingar geta hlustað á við- talið við Björgvin á fimmtudaginn næsta á heimasíðunni Radio700. eu. Þátturinn hefst klukkan 20 að þýskum tíma, klukkan 18 að ís- lenskum tíma. - Björgvin í þýsku útvarpi í næstu viku

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.