Fréttablaðið - 27.04.2007, Síða 88

Fréttablaðið - 27.04.2007, Síða 88
Margir fengu aulahroll hér um árið þegar Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra ávarp- aði alþjóðafund á engilsaxnesku. Maður hálfvorkenndi henni, hún var eitthvað svo ringluð á svipinn yfir þessu öllu saman, og illskiljan- legt að ekki skuli hafa verið feng- inn túlkur í stað þess að láta hana stauta þetta. Það er meira að segja frekar töff að notast við túlk, það er eitthvað svo sjarmerandi valds- mannslegt. stjórnvöld læra af mistökun- um og nú hafa þau fundið lausn sem þau telja viðeigandi og tekur fullt tillit til tungumálakunnáttu utanríkisráðherra – ráðherrann er nefnilega svo helvíti sleip í norsku. Það liggur því beint við, nú þegar bandaríska hernum hefur loksins tekist að hrista íslensk stjórnvöld úr pilsfaldinum og flýja af landi brott, að leita á náðir Norðmanna um varnir landsins. þykir mörgum það huggulegri tilhugsun að hafa hér norskt herlið en bandarískt. Það er nú einu sinni svo að Banda- ríkin hafa ekki beinlínis vingjarn- lega ímynd og það er sama hvað maður reynir að beita yfirvegaðri hugsun, mann langar alltaf mest að fara að kasta eggjum og sletta skyri þegar andlit bandarískra ráðamanna birtast á sjónvarps- skjá. Norðmenn hins vegar eru eitthvað svo gúddí, sísönglandi þetta unaðslega tungumál – og svo fundu þeir líka upp ostaskerann. Hvernig er hægt að vera illa við þjóð sem fann upp ostaskerann? hér er rétt að staldra við. Eru Norðmenn allir þar sem þeir eru séðir? Ég er hreint ekki svo viss. mér að rifja upp árið 1262, þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála gegn skitnum sex skipa- komum árlega. Þá upphófst alda- langt niðurlægingarskeið þjóðar- innar sem lauk ekki fyrr en með fullveldinu 1918. Aðeins þá brut- ust Íslendingar langkúgaðir og svangir undan taumlausri grimmd og fúlmennsku þeirra þjóða hvers verndarvæng við viljum nú skríða undir. Norðmenn hafa síðar ítrek- að staðfest sína fyrri heimsvalda- stefnu með harðvítugum fiskveiði- deilum og afskiptum af stjórnmál- um í fjarlægum löndum eins og Sri Lanka. ekki sömu mistökin tvisvar. Ég treysti á þá ráðamenn sem hæst hafa haldið á lofti vernd íslensks fullveldis fyrir gráðug- um klóm alþjóðasamfélagsins, að segja nú nei við Gamla sáttmála! Segjum nei við Gamla sáttmála Þökkum frábærar móttökur á opnum fundi okkar um húsnæðisfjármögnun á Hotel Nordica. Fundurinn var líflegur og fræðandi og sýnir að það er mikil þörf á umræðu um húsnæðislán í erlendri mynt. Við hvetjum þig til að kynna þér hvaða lánsform hentar þér á glitnir.is eða hjá ráðgjöfum okkar í næsta útibúi. TAKK FYRIR KOMUNA! FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.