Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 77
þá var nýbúið að setja á svið hina rómuðu sýningu Bræður og syst- ur. Þá sviðsetningu sáu nokkrir ís- lenskir leikhúsmenn líka á þess- um árum fyrir 1990 og hafði hún umtalsverð áhrif, bæði á Kjartan Ragnarsson og Þórhildi Þorleifs- dóttur. Vinnubrögð Levs Dodin, stjórnanda Maly, hafa orðið mörg- um fyrirmynd. Þeir félagar hrifust líka og tóku upp samstarf við leik- hús þar eystra sem leiddi til vinnu í Mosku 2001. Sú sýning er enn í gangi. Nick dásamar mikið rúss- neska sýningarkerfið sem leyfir að sýningar lifi jafnvel áratugum saman og komi alltaf við og við á svið fyrir nýja áhorfendur. Hér á landi þekkjum við það lítillega í verkum sem ganga allt í þrjú til fjögur ár ef aðsókn er næg. Hann bendir á andstöðu þess í Bretlandi þar sem leikarar ráða sig í vinnu til sex mánaða, leika allt að átta sinnum í viku en verða síðan að sætta sig við verkefna- skort, stundum misserum saman. Hann segir að íslenskir leikhús- áhorfendur eigi að þakka fyrir að hafa vísi að hinu kerfinu í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem leikari njóti þess atlætis að leika fleiri en eitt hlutverk í viku, fái hvíld milli sýn- inga og njóti fjölbreytilegra verk- efna. Það sé mikilsvirði að halda fast í það kerfi. Það tryggi list- rænan árangur sem sé meira virði en rekstrarlegt hagræði. Rúss- neskir leikarar verði að hafa mörg hlutverk í huganum. Þeim dugi venjulega eitt æfingarennsli eftir jafnvel nokkurra vikna sýningar- hlé. Raunar segist hann ekki skilja hvernig þeir fari að – þeir bara kunni þetta. Declan Donnellan kemur niður í matsal Baróns-hótelsins, biður margfaldlega afsökunar á síðbúinni komu sinni í viðtalið. Talið dreifist í upprifjun þeirra félaga á frammi- stöðu einstakra rússneskra leikara sem eru enn að leika ungt fólk í sýn- ingum Maly-leikhússins nær tveim- ur áratugum eftir að þær urðu til: „Þar er ekki ríkjandi sú ameríska hugmynd að Júlía verði að vera kornung. Það hefur enginn krakki þroska til að leika Júlíu, til þess þarf þroskaða konu,“ segir Declan. „Við lifum þá tíma að það verður að strípa allt af því sem kveikir ímynd- unaflið. Leikhúsið má ekki lengur vera annar veruleiki, þar verður allt að vera sem líkast hversdagsleikan- um. Það á allt að taka mið af leik í sjónvarpi og kvikmyndum sem er bara tiltekin tegund af stílfærslu í leik. Þessa þróun má rekja gegnum sögu kvikmyndarinnar. Ef við glöt- um hæfileikanum að nota mynd- líkinguna þá verðum við heimsk. Það er hættan við okkur eldri leik- húsmenn að missa hæfileikann til að sjá hlutina í nýjum og snjöllum myndlíkingum.“ Næsta verkefni þeirra er Troilius og Cressida eftir Shakespeare. Ég spyr þá um þá tilhneigingu ýmissa leikflokka, íslenskra og erlendra, sem taka gamla texta og skrifa þá upp á nýtt. Declan svarar: „Bund- ið mál er okkur mikils virði því þar höfum við myndmálið alls ráð- andi og það gefur okkur viðspyrnu í túlkun tilfinninga. Þar eru líka stóru hlutverkin, stóru spurning- arnar. Ég var að kenna í amer- ískum leikskólum í síðustu viku og var að reyna að segja þeim að leikurinn snýst ekki um það að vera raunverulegur, leikurinn á að beinast að öðru. Leikhúsið er á öðru plani en raunveruleikinn, allt gott leikhús stefnir á það, rétt eins og bestu kvikmyndirnar frá þriðja og fjórða áratugnum: þær eru ekki raunsæjar heldur túlka raunveru- leikann á öðru plani eins og allar góðar sögur. Þær byggja allar á stílfærðri tækni. Við þurfum að fara á annað svið til að geta sagt helstu mikilvægu sögurnar. Um þessar mundir er fleira fólk að njóta leiklistar að staðaldri, dag- lega, en á nokkrum öðrum tíma í sögu mannsins. Mest af því sem við sjáum í sjónvarpi er bara ýktur framgangur, það er ekki leikur. Þess vegna er bundið mál svo mik- ilvægt. Það neyðir okkur til að tak- ast á við miklu flóknari veruleika en við sjáum yfirleitt. Við eyðum gríðarlegum tíma í vinnu með bundið mál, tíma til að fá leikarana til að temja sér það og skilja.“ Nota þeir spuna mikið í vinnu sinni? Aftur svarar Declan og neitar: „Spuni getur af sér afar sjálfhverfa túlkun og leikarinn fer að telja sér trú um eitt og annað sem er ekki í textanum, merkingu sem er hans sjálfs en sprettur ekki af persónunni sem hann er að túlka. Ég nota aftur mikið hljóðan leik, læt leikarana fara hljóðlaust í gegnum atburða- rásina og leggja alla áherslu á merkingu í beitingu líkamans. Ná merkingunni fram með lík- amanum. Víst er margt í bundnu máli flókið en leiktextinn er ekki til þess fallinn að við skiljum allt. Leikhús er ekki þess eðlis að við eigum að skilja allt með skyn- seminni. Það höfðar til allra skyn- færa og rétt eins margt í lífinu þá eiga að vera þar hlutir, fyrirbæri og hugsanir sem við skiljum ekki heldur skynjum bara, óræðir og fullir af furðum.“ Hann þagnar og heldur svo áfram: „Þess vegna hefur það reynst okkur svo hollt að vinna með fólki sem leikur á annarri tungu en við tölum. Við höfum unnið með Finnum og Rússum og tölum ekki málin. Þar verðum við að líta til alls sem segir okkur sög- una, annað en bara orðin.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.