Fréttablaðið - 12.05.2007, Síða 96
Ég varð fyrir því síðustu jól að „festast“ í korseletti eftir heljarinnar
hangikjötshlaðborð og gat ómögulega komist úr því sjálf. Ég þurfti því
að eyða nokkrum stundum í að líða eins og aðþrengdri konu frá fyrri
öldum í hvalbeini og silki. Ég rifjaði þetta upp þegar ég loks horfði á
kvikmyndina Marie Antoinette eftir Sofiu Coppola um daginn. Stór-
fenglegir búningarnir skildu eftir hjá mér undarlegan keim af rósrauð-
um fjaðraskreyttum rjómakökum og slatta af absúrdisma. Aumingja
Marie Antoinette sem varð fyrir barðinu á illum tungum og rógburði.
Hún sagði víst aldrei „Hvers vegna borða þau ekki kökur?“ og missti
höfuð sitt í fallöxi frönsku byltingarinnar. „La Dauphine“ varð þó ein
frægasta tískugyðja sögunnar, gerði París að hátískuborg og skanda-
liseraði með sínum brjálæðislegu íburðarmikla klæðaburði. Hún var
barnlaus fyrstu sjö árin í hjónabandi sínu við krónprinsinn og því
var staða hennar innan hirðarinnar fallvölt. Með tískubyltingu sinni
styrkti Marie Antoinette völd sín. Hún
hóf tískubylgju með brjóstsykurslituð-
um, demantsofnum kjólum, ótrúlegum
þriggja feta háum hvítum hárkollum og
hárgreiðslum sem í voru heil líkön af
borgum, skipum eða fjarlægum lönd-
um. Korselettin voru svo þröng og fleg-
in að næstum því öll munúðarfull nekt
brjóstanna var til sýnis. Ímyndunar-
aflinu og íburðinum voru engin takmörk
sett. Í litlu sveitahöllinni sinni gekk hún
í gegnsæjum kjólum sem fengu hirðina
til að gapa af hneykslan. Hún var konan
sem gat gert allt, gengið í öllu og eytt
öllum þeim fjármunum sem henni sýnd-
ist, sem að lokum varð til þess að þjóð-
in kallaði fyrst á ljóshært höfuð hennar
undir „la guillotine“. Kvikmyndin fékk
mig til að hugsa um hversu geld tískan er í hinum frjálsa nútímaheimi
miðað við þennan seinni hluta átjándu aldar. Ímyndið ykkur heim þar
sem allir í kringum ykkur ganga daglega í haute couture fötum Johns
Galliano og ýkið svo um helming. Heim þar sem þröng korselett, krín-
ólínur, hvítpúðruð andlit og hár á konum jafnt og karlmönnum, svartir
fegurðarblettir málaðir ofan í sýfilis- og bólusóttarör, slaufur, sokka-
buxur og silki voru daglegt brauð. Heim sem er algjörlega absúrd og
súrrealískur í íburði og tísku sinni og á ákveðinn hátt jafnvel hálf ógn-
vekjandi fyrir okkar einfalda nútímasmekk. Undanfarið ár, eða síðan
mynd Coppola var sýnd í Cannes, hafa tískuhönnuðir fengið innblástur
frá frægustu drottningu Frakklands. Gegnsæjar blómaskreyttar flíkur
í pastellitum verða áberandi í sumar með íburðarmiklum, efnismikl-
um kjólum og jafnvel fjöðrum og glitrandi steinum. Korselett koma
áfram sterk inn en á öld frelsis munu þau væntanlega stoppa stutt við
og aðeins rétt kinka kolli í átt til fyrri alda. Ég verð þó að viðurkenna
að einstöku sinnum í okkar frjálslega vestræna heimi er eitthvað synd-
samlega sexý og seiðandi við það að hefta og ýkja kvenlegar kúrvur og
hold, svo lengi sem einhver er ekki langt undan til að leysa reimarnar...
Fallaxartíska
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Hönnuðir endursköpuðu blóm á
tískupöllunum fyrir sumarið 2007
og bóndarósir og fjólur voru í aðal-
hlutverki. Korselett úr silki litu út
eins og væru þau ofin úr rósablöð-
um, tjull myndaði blóm á öxlum
og úlnliðum og blóm voru sett í
íburðarmikið hárskraut. Alexand-
er McQueen sótti augljóslega inn-
blástur til Frakklands fyrir bylt-
ingu og sendi fyrirsæturnar fram
í rómantískum Marie Antoinette-
legum múnderingum og hárgreiðsl-
um. Fyrirsæturnar hjá Yves Saint
Laurent voru ekki einungis þaktar
blómum heldur gengu þær eftir lif-
andi og ilmandi fjóluengi sem hafði
verið haganlega komið fyrir. Sum-
arið gæti því ekki verið kvenlegra
og rómantískara.