Fréttablaðið - 31.05.2007, Side 12

Fréttablaðið - 31.05.2007, Side 12
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Íslenskir karl- menn á aldrinum 18 til 23 ára hafa meiri væntingar til launa en jafnöldrur þeirra fyrir sömu störf. Strákar sem hafa áhuga á að verða læknar reikna með að fá laun sem eru um þrjátíu pró- sentum hærri en hjá jafngöml- um stúlkum sem vilja verða læknar. Jafnréttisráð kynnti í gær niðurstöður könnunar sem Capa- cent Gallup gerði. Henni var ætlað að kanna viðhorf til starfa og væntingar til launa á meðal ungs fólks. Spurt var um viðhorf ung- menna til tíu starfa; læknis, kennara, lögfræðings, starfs- mannastjóra, markaðsstjóra, hjúkrunarfræðings, smiðs, verðbréfamiðlara, kerfisstjóra og launagjaldkera. Áhugi á viðkomandi starfi var kannaður ásamt því sem þátttak- endur mátu hvaða laun þeir teldu líklegt að fá fyrir þau störf sem þeir höfðu mjög eða frekar mik- inn áhuga á að sinna í framtíð- inni. Í átta störfum af tíu reiknuðu karlmenn með að fá hærri laun en konurnar. Munurinn var töl- fræðilega marktækur hjá tveimur þeirra; lækni og lög- fræðingi. Þeir karlar sem höfðu áhuga á að vera læknar reiknuðu að jafnaði með að fá 574 þúsund krónur á mánuði en konurnar reiknuðu með 440 þúsundum. Karlar með áhuga fyrir lögfræði töldu líklegt að fá 561 þúsund á mánuði en konurnar 436 þúsund. „Mér finnst niðurstöðurnar gefa ákveðna vísbendingu um að við lifum enn í heimi kynskipts vinnumarkaðar. Þegar konurnar eru spurðar um launavæntingar verðleggja þær sig lægra en karlar,“ segir Fanný Gunnars- dóttir, formaður Jafnréttisráðs. Hún ætlar að senda könnunina til allra grunn- og framhalds- skóla í von um að niðurstöðurnar verði nýttar í kennslu og fræðslu um íslenskan vinnumarkað og sem innlegg í jafnréttisumræðu í skólunum. Þegar spurt var um áhuga á störfum voru læknir, kennari og lögfræðingur vinsælustu störfin óháð kyni. Hjá körlum höfðu flestir áhuga á að vera smiðir og lögfræðingar, en konurnar höfðu mestan áhuga á að starfa sem hjúkrunarfræðingar og læknar. Úrtakið var átta hundruð manns, handahófsvalið úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 54 prósent. Strákar hafa meiri vænt- ingar til launa Íslenskir karlmenn á tvítugsaldri reikna með að fá hærri laun fyrir sömu störf en konur á sama aldri. „Vísbending um að við lifum enn í heimi kynbund- ins vinnumarkaðar,“ segir formaður Jafnréttisráðs. Lögreglan á Blönduósi hafði afskipti af tveimur ungum ökumönnum í gær sem grunaðir voru um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir voru færðir á lögreglustöðina þar sem leitað var í bílum þeirra. Fíkniefnahundur lögreglunnar fann nokkur grömm af kannabis- efnum í öðrum bílnum en eigandi hins bílsins benti lögreglumönnum á kannabisefni í bíl sínum. Lögreglan segir óvíst að efnin hefðu fundist hefði hundsins ekki notið við. Mál mannanna teljast upplýst. Fíkniefnahund- ur sannar sig Sérfræðingar Microsoft komu hingað til lands í byrjun vik- unnar til að kanna aðstæður til að koma upp netþjónabúi hér á landi. Slík starfssemi tekur svipað pláss og sjö til átta knattspyrnuvellir og notar um 50 megavött af raforku. Halldór Jörgensson, fram- kvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir sérfræðingana hafa verið hér á landi í um sólarhring. Á þeim tíma hafi þeir einkum rætt við hérlenda aðila um sæstrengi og við íslensk orkufyrirtæki um kaup á raforku. Netþjónabú (e. server farm) af þeirri stærðargráðu sem Microsoft hyggst reisa notar um 50 megavött af raforku, sem er þriðjungur orku- framleiðslu Blönduvirkjunar. Microsoft mun nú vinna úr gögn- um sem aflað var, en val um stað- setningu á netþjónabúi stendur á milli átta til tíu landa. Listinn verð- ur skorinn niður í þrjú lönd áður en ýtarlegri úttekt á staðsetningar- möguleikum fer fram. Halldór segir að Ísland hafi ýmsa kosti fyrir Microsoft. Stjórnvöld í öðrum löndum virðist þó meðvit- aðri en íslensk stjórnvöld um kosti þess að fá slíka starfsemi til sinna landa. Um fimmtíu vel launuð sér- fræðistörf myndu skapast, opnaði Microsoft netþjónabú hér á landi. Til að netþjónabú verði að veru- leika verður að leggja nýjan sæstreng til landsins, auk þess sem 50 megavött af orku liggja ekki á lausu, segir Halldór. Hann segir að Microsoft hafi hug á því að hefja starfsemi innan tveggja til þriggja ára, og því skipti miklu hvenær strengur og orka verði fáanleg hér á landi. Þarf 50 megavött af raforku Shimon Peres, aðstoðar- forsætisráðherra Ísraels, greindi í gær frá því að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta. Ísraelsþing kýs forseta landsins hinn 13. júní næstkomandi. Núverandi forseti, Moshe Katzav, hefur sætt alvarleg- um ásökunum um nauðganir og kynferðislega áreitni gagnvart starfsfólki sínu. Peres, sem er 83 ára, bauð sig fram til forseta fyrir sjö árum en þá varð Katzav fyrir valinu. Peres hefur verið þingmaður síðan árið 1959 og hefur gegnt ýmsum helstu valdaembættum landsins. Shimon Peres býður sig fram Voltaren Emugel® er notað sem stað-bundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan, Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ. Fæst án lyfseðils Af hverju meðhöndla allan líkamann þegar þér er bara illt á einum stað? Voltaren Emugel dregur úr verkjum og minnkar staðbundnarbólgur í sinum, vöðvum og liðum Díklófenak tvíetýlamín 11,6 mg SS hefur nú tekið ómakið af ömmum landsins og gert frábæra kindakæfu að hætti ömmu. Prófaðu þessa hefðbundnu og góðu kæfu og rifjaðu upp góðar stundir þegar fólk hafði meiri tíma. – sígild og bragðgóð á brauðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.