Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 31.05.2007, Qupperneq 22
Í ársskýrslu mannréttinda- samtakanna Amnesty Inter- national fyrir árið 2006 er greint frá ástandi mann- réttinda í 153 löndum. Sérstaklega er fjallað um „stríðið gegn hryðjuverk- um“ og afleiðingar þess. Alþjóðasamfélagið er sagt einkennast af vantrausti og sundrungu. Ríkisstjórnir ali á ótta almennings. Í ársskýrslu Amnesty Internation- al eru ýmsar voldugar ríkisstjórnir sagðar vinna markvisst að því að grafa undan mannréttindum með ógnarstjórn; því að ala á ótta meðal almennings og skapa andúð milli ólíkra hópa. Sama sé að segja um vopnaða og valdaminni and- spyrnuhópa, þeir beiti sömu her- tækni til að ala á fordómum gegn vestrænum ríkjum. Þetta hefur verið sérstaklega greinilegt eftir 11. september 2001, segja forsvarsmenn samtak- anna. Síðan Tvíburaturnarnir hrundu hafi ríkisstjórnir, sérstak- lega Bandaríkjastjórn, nýtt sér hryðjuverkaógnina sem skálka- skjól til að fara sínu fram. „Það hefur verið ákveðinn þráð- ur í gegnum skýrslur Amnesty síðustu árin,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Inter- national. „Stjórnvöld um allan heim brugðust við árásinni á Tví- buraturnana með setningu laga sem hefta mannréttindi fólks.“ Jóhanna bendir á lagasetningar í Kína, Bandaríkjum, Rússlandi og Bretlandi sem dæmi. Í ársskýrslunni er Bandaríkja- stjórn, voldugasta ríkisstjórn heims, sögð líta á heiminn sem risastóran vígvöll í stríði sínu gegn hryðjuverkum. Þau hafi „hnattvætt mannréttindabrot“ meðal annars með mannránum, handahófskenndum fangelsunum og pyntingum. En það finnast einnig ljósir punktar og Jóhanna telur til rann- sókn Evrópuráðsins á ólöglegu fangaflugi Bandaríkjamanna. „Evrópuráðið stóð fyrir umfangs- mikilli rannsókn á þessum málum og það sýnir að það er verið að reyna að spyrna við fótum og fylgja mannréttindum,“ segir hún og telur þetta til marks um að fólk átti sig betur á mikilvægi grundvallarreglna í samfélagi manna. „Það er aukin meðvitund um það að eina leiðin til að koma á betra ástandi í heiminum er virðing fyrir mannréttindum og lögfesta, að víkja ekki frá þessum grundvallarreglum.“ En hvað geta íslensk stjórnvöld gert til að styðja við mannréttindi á alþjóðagrundvelli? „Íslensk stjórn- völd geta gert mjög mikið. Við eigum aðild að Sameinuðu þjóðun- um, Evrópuráðinu og fleiri alþjóða- stofnunum og það er mjög mikil- vægt að mannréttindi séu alltaf í fyrsta sæti í öllum samskiptum við önnur ríki og í framgangi Íslands á alþjóðavettvangi,“ segir Jóhanna. Hún nefnir sem ánægjulegt dæmi að í apríl hafi fyrrverandi utanríkis- ráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, kynnt ítarlegt skjal sem kallast Mannréttindi í íslenskri utanríkis- stefnu. „Það er mjög vel unnið og þar er tekist á við öll mikilvægustu málin. Það er til dæmis einn kafli um mannréttindi, viðskipti og ábyrgð fyrirtækja, sem er mjög nauðsynlegt í dag þar sem íslensk fyrirtæki eru í mikilli útrás.“ Jóhanna segir þetta skjal þáver- andi utanríkissráðherra „mjög framsækna og jákvæða stefnu. Við vonum að ný ríkisstjórn og nýr utanríkisráðherra taki þessa stefnu upp á arma sína og fram- fylgi henni“. fréttir og fróðleikur Írönum hótað frekari refsiaðgerðum Kemur ekki á óvart Alið á ótta fólks og fordómum Eina leiðin til að koma á betra ástandi í heimin- um er virðing fyrir mannréttind- um og lögfesta, að víkja ekki frá þessum grundvallarreglum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.