Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 35

Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 35
Japönsk heimili eru heillandi og allt öðruvísi en þau vestrænu. Í Japan er til siðs að fara úr skónum þegar komið er inn á heimili. Þetta lýsir kannski best þeirri virðingu sem Japanar bera fyrir híbýlum sínum en algengt er að inniskór séu geymdir í forstofunni bæði fyrir heimilisfólk og gesti. Rýmin í japönskum húsum eru einnig af öðrum meiði en í vestrænum. Fyrir utan eldhús og baðher- bergi eru herbergin í húsunum ekki endilega skil- greind eftir því hvort þau eru stofur eða svefnher- bergi heldur geta þjónað mismunandi tilgangi. Sum hús eru með alrými sem skipt er niður með nokkurs konar færanlegum veggjum úr pappír og tré. Það sem einkennir þó hefðbundin japönsk heimili og það sem flestir þekkja í heiminum er húsgögnin. Í stað stóla eru púðar sem setið er á á hnjánum og borðin eru lág. Á lágum stól við lítið borð Ný handklæðasending Nýjar gerðir Lokasala 30 -70% afsláttur FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.