Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 68

Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 68
Paul Newman tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann væri hættur að leika. Þar með er einum merkasta kafla í sögu Hollywood lokið. Newman hafði gefið það út fyrir um ári síðan að hann hygðist hætta afskiptum af kvikmyndaleik þegar hann næði 82 ára aldri. Hinn 25. maí rann sú stund upp. Newman hafði tekið sína ákvörðun. Sagð- ist ekki lengur geta sinnt sínu starfi eftir bestu getu. „Ég er orð- inn gleyminn og það er ekki gott í þessu starfi,“ sagði leikarinn. Þegar ungir leikarar í Hollywood eru beðnir um að segja hver sé þeirra helsti áhrifavaldur nefna flestir Paul Newman. Og það eitt og sér kemur fáum á óvart. Fáir leikarar hafa notið jafn mikillar velgengni á ferli sínum. Níu Ósk- arsverðlaunatilnefningar segja sína sögu þótt Newman hafi aðeins einu sinni farið heim með styttuna góðu, fyrir The Color Of Money. Paul Newman fæddist í Cleve- land árið 1925. Foreldrar hans ráku íþróttavöruverslun í smábænum Shaker Heights og Newman stóð á bak við búðarborðið á sínum yngri árum. „Ég fór ekki að leika vegna einhverrar innri ástríðu. Ég fór að leika til að sleppa við íþróttavöru- verslunina,“ sagði Newman eitt sinn. Hann gekk síðan í herinn og þjónaði landi sínu í seinni heims- styrjöldinni og reyndi að brjótast til frama sem orrustuflugmaður en var hafnað sökum litblindu sinnar. Eftir að ferillinn innan hersins brotlenti sótti Newman um í leik- listardeild Yale-háskólans og lærði fræði sín hjá Lee Strasberg í New York. Þegar námi lauk vildi New- man ekki dveljast of lengi í Stóra eplinu og eftir nokkrar sýningar á Broadway lá leið hans til Holly- wood. „Hérna er enginn friður til að læra,“ lét Newman hafa eftir sér um New York. Leikarinn vakti strax mikla at- hygli fyrir þokkafullt útlit og hefði eflaust getað rakað inn háum upp- hæðum fyrir hlutverk hjartaknús- ara sem voru á hverju strái á sjötta áratugnum. En Newman neitaði öllum slíkum handritum og reyndi frekar að komast í góðar kvik- myndir sem þó skiluðu ekki jafn miklu í kassann. Þegar á hólminn var komið reyndist Newman enda einn örfárra leikara sem lifðu af miklar kynslóðabreytingar í byrj- un sjöunda áratugsins. Þótt Newman hafi verið mörgum kvikmyndaleikurum fyrirmynd hvað leikinn varðar er það ekki síst líf leikarans utan sviðsljóssins sem hefur aflað honum virðingar meðal samstarfsfélaga sinna. New- man hefur verið kvæntur leikkon- unni Joanne Woodward í hartnær hálfa öld, sem þykir einstakur líf- tími hjónabands í Hollywood. Þau kynntust í gegnum sameiginlegan kunningja og unnu náið á Broad- way um miðjan sjötta áratuginn. Newman var þá reyndar kvæntur Jackie Witte en fór fram á skilnað eftir að hann kynntist Woodward. Þau giftu sig síðan árið 1958 í Las Vegas. Þegar Newman var spurð- ur af hverju hann hefði aldrei látið heillast af glamúrlífinu og stóð- lífi kvikmyndaborgarinnar svar- aði leikarinn: „Af hverju að fá sér hamborgara þegar þú átt nauta- steik heima hjá þér?“ Newman og Woodward búa fjarri skarkala Hollywood á sveita- býli sínu í Connecticut og hafa að mestu leyti einbeitt sér að góð- gerðarmálum hin síðari ár. New- man stofnaði meðal annars mat- vælafyrirtækið Newman‘s Own sem flestir Íslendingar ættu að þekkja en allur ágóði af sölu þeirr- ar vöru rennur til styrktar lang- veikum börnum. Hafði fyrirtæk- ið gefið yfir tvö hundruð millj- ónir dollara í maí árið 2007. Auk þess reka Newman og Woodward sumarbúðir fyrir langveik börn og meðferðarheimili fyrir eiturlyfja- sjúklinga en sonur Newmans af fyrra hjónabandi, Scott, lést sökum ofneyslu árið 1978. Þrátt fyrir að Newman hafi að mestu leyti einbeitt sér að leik í kvikmyndum liggur ástríða hans annars staðar. Newman er for- fallinn fíkill í hvers kyns aksturs- íþróttir og hefur keppt með ágæt- is árangri í kappakstri. Þegar aðrir leikarar vilja fá kokka, líkams- ræktarþjálfara eða hárgreiðslu- fólk á tökustað hefur Newman krafist þess að geta stigið á bensín- gjöfina á milli taka. Newman hefur verið mjög pólitískt virkur, unnið mikið með Demókrataflokknum og barðist hatrammlega gegn stefnu Nixons forseta. Enda fór það svo að nafn Newmans var á óvinalista Nixons þegar hann var gerður upptækur eftir að Watergate-hneykslið komst í hámæli. Þegar kvikmyndatímaritið Empire bað lesendur sína fyrir nokkrum árum um að velja fjóra guði í kvikmyndageiranum sem enn væru meðal okkar voru Jack Nicholson, Al Pacino, Marlon Brando og Paul Newman valdir. Brando er farinn yfir móðuna miklu og nú hefur annar guð ákveðið að leggja leiklistina á hilluna. Kvikmyndin 28 weeks later var frumsýnd í Háskólabíói, Regnbog- anum og Borgarbíói Akureyri í gær en hún er sjálfstætt framhald hryllingsmyndarinnar 28 Days Later. Með aðalhlutverkið fara þau Robert Carlyle og Catherine McCormack en leikstjóri er hinn spænski Juan Carlos Fresnadillo. 28 Weeks Later tekur upp þráð- inn sex mánuðum eftir að vírusinn skæði hafði nánast lagt England í rúst. Íbúarnir taka gleði sína á ný en vísindamenn virðast hafa van- metið styrk vírussins og hann fer að láta á sér kræla á ný í London en með enn öflugri hætti. Íbúarnir þurfa því aftur að kljást við upp- vakninga. Heimsendir í nánd Heimildarkvikmynd Þorsteins Jónssonar um Ástþór Skúlason verður sýnd í Háskólabíói á morg- un klukkan sex. Myndin hefur vakið mikla athygli og var meðal annars sýnd á heimildarmyndahá- tíðinni Skjaldborg sem fram fór um helgina. Myndin lýsir lífsbaráttu Ást- þórs sem hefur alltaf dreymt um að verða bóndi. Á málinu er þó einn hængur því Ástþór er lamað- ur fyrir neðan mitti og fer ferða sinna í hjólastól. Skynsemin segði flestum að flytjast á mölina, fá sér íbúð í blokk og vinnu fyrir fram- an tölvuskjá. Sveitin heldur hins vegar sterkt í hann og Ástþór leggur ekki árar í bát. Þótt valið þýði óyfirstíganlegar hindranir ætlar hann að gera það sem nauð- synlegt er til að geta búið á sinni jörð og rækja þau störf sem þar er að sinna. Sannur sigurvegari Marilyn Monroe verður alltaf mesta stjarnan 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.