Fréttablaðið - 31.05.2007, Side 70

Fréttablaðið - 31.05.2007, Side 70
Þáttaröðin Matur og lífsstíll, í um- sjón Valgerðar Matthíasdóttur, hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Þar sækir Vala þekkta Íslendinga heim og fær þá til að elda uppá- haldsréttina sína fyrir áhorfend- ur. Þættirnir verða á dagskrá á fimmtudagskvöldum í sumar klukkan 20.05 og munu uppskrift- ir úr þeim birtast á síðum Frétta- blaðsins. Það er tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens sem ríður á vaðið. „Það sem Bubbi sýnir okkur í fyrsta þættinum er annars vegar kartöfluréttur, ofboðslega góður, fljótlegur og hollur, og svo spelt- brauð sem tekur bara nokkrar mín- útur að búa til og er alveg ótrúlega gott,“ sagði Vala, sem segir Bubba sýna á sér nýja hlið. „Mér sýnist hann ansi liðtækur í eldhúsinu. Svo hefur hann náttúrlega miklar skoðanir á þessu eins og öðru, það er það sem er svo skemmtilegt við hann,“ sagði hún og hló við. Þurrefnum blandað saman í skál. AB-mjólk og heitu vatni blandað varlega saman við. Sól- blómafræjum og smá salti, ef vill, bætt í og öllu blandað varlega saman. Hrærið sem minnst í deig- inu svo brauðið verði létt í sér. Setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 25-30 mínútur við 200 gráður. Það má einnig baka í bollu- formi. Bubbi notar aðrar krydd- tegundir í brauðið til að breyta til. Hann mælir svo með íslensku smjöri og sjávarsalti á heitar boll- urnar. Bollur Bubba í Mat og lífsstíl Í sumarsól … … er einhvern veginn miklu skemmtilegra að borða ávexti en á niðdimmum vetri. Fersk ber hrúg- ast nú inn í búðirnar og það er um að gera að nýta sér það. Prófið líka brómber og hindber auk jarðarberja og bláberja. Íslenskt lambakjöt hreinn viðbjóður Anna Bergljót Thoraren- sen hefur lítinn tíma til eldamennsku þessa dag- ana. Þegar tími gefst til er þjóðarréttur fjölskyldunnar þó í uppáhaldi. „Þetta er þjóðarréttur okkar í Bakkahjalla 10, fjölskyldu- maturinn,“ sagði Anna Berg- ljót, sem iðulega er kölluð Anna Begga, um uppskriftina sem hún deilir með lesendum Fréttablaðs- ins í dag. „Ég man eftir mér mjög lítilli að borða þennan mat. Við erum öll jafnhrifin af þessu, fjöl- skyldan,“ sagði hún. Anna Begga hefur gaman af að elda, en tími til að stunda það áhugamál er þó af skornum skammti þessa dagana. „Taco- kjúklingasúpa er til dæmis í uppáhaldi hjá mér, og mér finnst fiskréttir mjög skemmtilegir líka,“ sagði Anna Begga. „Flest allt sem mér finnst gott þarf að malla lengi,“ bætti hún við. Þjóðarrétturinn er sömu tegund- ar. „Maður þarf að gefa honum eins langan tíma og maður getur, hann verður alltaf betri og betri,“ sagði Anna Begga, „og svo er hann eiginlega enn betri upphit- aður.“ Hún er einn liðsmaður leik- hópsins Lottu, sem sýnir Dýrin í Hálsaskógi í Elliðaárdalnum á miðvikudögum í sumar. Hún fer meðal annars með hlutverk Hér- astubbs bakara í verkinu góð- kunna og fannst því ekki annað hægt en að láta piparkökuupp- skriftina fljóta með. Sjálf bakar Anna Begga ekki mikið frá degi til dags. „En ég hef prófað Hálsa- skógaruppskriftina. Hún bragð- ast ekki vel. Þetta er eiginlega ekkert eins og kökur á bragðið, en það var samt gaman að prófa,“ sagði hún og hló við. Upplýsing- ar um sýningartíma og fleira má nálgast á 123.is/dyrinihalsaskogi. Spagettíið er látið bullsjóða í opnum potti. Það er bann- að að brjóta það, því það er svo skemmtilegt að borða það heilt. Hakkið er brúnað á pönnu og gul- rótum, lauk og hvítlauk bætt í. Látið steikjast aðeins. Niðursoðn- um tómötum, tómatpúrru og kjöt- krafti bætt í. Að lokum er réttur- inn kryddaður. Látið malla eins lengi og kostur er. Það má bæta vatni á pönnuna ef sósan verður of þykk. Uppskrift: Speltbrauð 5 dl lífrænt grófmalað spelt 1 dl sólblómafræ, sesam- fræ eða kókosmjöl 3 tsk. vínsteinslyftiduft ½-1 tsk. sjávarsalt 1½ dl AB-mjólk eða soja- mjólk 1½ dl sjóðandi heitt vatn Uppskrift: Þjóðarrétturinn 400 g spagettí 400 g nautahakk 3-5 gulrætur, skornar í bita 2 laukar, saxaðir 5 hvítlauksrif, söxuð 1 stór dós niðursoðnir tóm- atar 1 lítil dós tómatpúrra 1 stór teningur kjötkraftur kryddað með óreganó, timjan, salti og pipar. Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastað- ir í miðborginni með sérstaka mat- seðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. Fiskiveislan mæltist vel fyrir í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Á matseðlum veit- ingahúsanna má finna rétti á borð við hunangsgljáðan ís- lenskan demantssmokkfisk, engifermarineraðan hlýra og pestóhjúpaðan steinbít með humarsósu, svo örfáir réttir séu nefndir. Utan fiskiveislunnar munu veitingastaðir við höfnina bjóða gestum og gangandi sérstök tilboð. Þar á meðal eru Icelandic fish and chips, Sushismiðjan, Sjávarbarinn og Sægreifinn, sem býður rómaða humarsúpu sína á há- tíðartilboði. Hátíðarveisla fyrir fiskunnendur Fyrir þá sem eru á leið til Skandinavíu eða eru búsettir á þeim slóðum er ekki úr vegi að sækja Stokkhólm heim á næstu dögum. Frá 1. til 6. júní stend- ur þar yfir viðamikil matarveisla sem um hálf milljón gesta sækir heim á ári hverju. Matarveisl- an kallast Smaka på Stockholm, eða Bragðaðu á Stokkhólmi, og fer fram í almenningsgarðinum Kungsträdgården. Um þrjátíu krár og veitinga- staðir í borginni bjóða þar upp á yfir tvö hundruð mismunandi rétti, kokkar etja kappi og vín og bjór flæðir um garðinn. Viðburð- urinn hefur átt sér stað á hverju ári síðastliðin fimmtán ár og er sá stærsti sinnar tegundar í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Smakk- veisla Svía

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.