Fréttablaðið - 31.05.2007, Síða 78

Fréttablaðið - 31.05.2007, Síða 78
Getur eitthvert lið veitt FH keppni? Teitur Þórðarson situr örugglega í heitasta þjálfarastóln- um í Landsbankadeild karla því lið hans KR er eitt á botni deildarinn- ar með aðeins eitt stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar. KR-liðið hefur auk þess verið gagnrýnt fyrir marklausan og leiðinlegan bolta og ekki einu sinn endurkoma Rúnars Kristinssonar hefur náð að lífga við máttalausa sóknartilburði liðsins. KR-liðið hefur því aðeins náð í 8,3% stiga í boði í þessum fyrstu fjórum umferðum og ef sagan er skoðuð eru miklar líkur á því að Teitur Þórðarson klári ekki tíma- bilið því þetta er versta byrjun vesturbæjarliðsins í 30 ár. Í þremur af fjórum verstu byrj- unum KR í tíu liða deild hefur þjálfarinn fokið á tímabilinu og í þeirri fjórðu féll liðið niður í B- deild. Sex þjálfarar hafa ekki klárað tímabil með KR í tíu liða deild og allir voru með mun betri árangur á þeim tímapunkti þegar þeir voru látnir fara eða sögðu upp. Enginn þjálfari KR í tíu liða efstu deild hefur verið látinn fara eftir aðeins fjóra leiki en næst því komst Lúkas Kostic sem var rek- inn eftir fimm leiki fyrir tíu árum. KR-liðið var þá í 6. sæti deildar- innar með sex stig en hafði gert jafntefli við þrjú af neðstu liðun- um. Ákvörðun KR-stjórnarinn- ar kallaði fram verkfallsaðgerð- ir hjá KR-ingum, sem voru mjög óánægðir með að Lúkas hefði verið látinn fara. Pétur Pétursson sagði síðan upp störfum eftir sjö leiki árið 2001 en þessir tveir eru þeir einu sem hafa hætt með KR-liðið í fyrri um- ferð. Hinir fjórir hafa allir fengið að klára fyrri umferðina. Enginn þjálfari hjá KR hefur verið rekinn eftir fjóra leiki SMS LEIKUR SENDU SMS JA 28F Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! Frumsýnd 30. maí STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA V in n in g ar ve rð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . BLÓÐUGT FRAMHALD AF 28 DAYS LATER Færeyingurinn Simun Eiler Samuelsen er ein af stjörnum Íslandsmótsins það sem af er. Þessi skemmtilegi knattspyrnu- maður hefur gert varnarmönnum andstæðinganna lífið leitt í upp- hafi sumars og sýnt snilldartil- þrif á köflum. Hann hefur þegar skorað þrjú mörk í deildinni, jafn mörg og á síðasta tímabili. „Ég var ánægður með leikinn og mína frammistöðu. Ég get ekki neitað því og það gleður mig að fá þessa útnefningu,“ sagði Færey- ingurinn lítillátur en hann var ný- kominn til móts við félaga sína í færeyska landsliðinu sem tekur á móti heimsmeisturum Ítala á laugardag. „Það þýðir ekkert að dvelja við þetta heldur halda áfram að spila vel. Það er frábært að spila með Keflavíkurliðinu því við viljum halda boltanum á jörð- inni og spila góðan fótbolta. Okkur tekst það líka ágætlega þannig að við skemmtum okkur á vellinum.“ Simun neitar því ekki að hug- urinn stefni út fyrir Ísland rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Draumaáfangastaðurinn hans er sá sami og hjá flestum íslenskum leikmönnum – England. „Ég get ekki gert annað en haldið áfram að gera mitt besta og ef ég spila vel er aldrei að vita nema ein- hverjar dyr opnist. Maður fer ekk- ert bara til Englands og velur sér lið,“ sagði Simun og hló dátt. „Ég gæti alveg hugsað mér að spila í neðri deildunum í Englandi enda spilaður flottur fótbolti þar líka. Þetta snýst líka um heppni.“ Simun býr ásamt færeyskri unnustu í Keflavík en hún flutti til hans fyrir skömmu. Móðir hans er einnig flutt í Bítlabæinn og ætlar að prófa að búa þar í eitt ár. For- eldrar hennar búa nefnilega í Njarðvík og stórfjölskyldan er því sameinuð í Reykjanesbænum. Ætli hluti af góðri spilamennsku Simuns sé sá að honum líður betur þar sem hans nánustu eru komnir til Íslands? „Ég veit það ekki en að sjálf- sögðu líður manni betur með ætt- ingjana hjá sér. Það hefur eflaust einhver áhrif. Mér líður annars mjög vel í Keflavík. Ég bjó í 1.400 manna bæ í Færeyjum þannig að þetta er stór munur fyrir mig. Veðrið er svipað en aðeins meiri þoka í Færeyjum,“ sagði Simun léttur enda bjartsýnn á sumarið. „Við ætluðum að ná níu stigum í hraðmótinu en það náðist ekki alveg. Við erum súrir að hafa ekki fengið neitt stig gegn FH. Við getum betur og ætlum að gera betur. Keflavík hefur fulla burði til þess að blanda sér í toppbar- áttuna af alvöru,“ sagði Simun Samuelsen. Færeyingurinn Simun Eiler Samuelsen er leikmaður 4. umferðar Landsbankadeildar karla að mati Frétta- blaðsins. Simun fór á kostum gegn HK suður með sjó og er búinn að skora þrjú mörk í deildinni. Yngvi Gunnlaugsson er tekinn við af Ágústi Björgvins- syni sem þjálfari Íslands- og bikarmeistara Hauka í Iceland Express deild kvenna. Yngvi skrifaði undir tveggja ára samn- ing í gær og þá gekk líka Telma Björk Fjalarsdóttir til liðs við Haukanna frá Breiðabliki. Yngvi hefur unnið fjölmarga titla með yngri flokkum Hauka undanfarin sex ár. Hann þjálfaði lið Breiðabliks síðasta vetur en var aðstoðarþjálfari Haukaliðsins frá 2003 til 2006. Yngvi gerði 9. og 10. flokk kvenna hjá Haukum að tvöföldum Íslandsmeisturum í vetur og hefur sem skilað fimm Íslandsmeistaratitlum til félags- ins undanfarna þrjá vetur. Telma Björk, sem er 23 ára miðherji, var með 11, stig og 10,9 fráköst að meðaltali með Breiða- bliki í vetur. Yngvi þjálfar og Telma spilar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.